Hopp til innhold

Vestur-Sahara

Bæði SÞ og Alþjóðadómstóllinn í Haag hafa fordæmt hernám Marokkó á Vestur-Sahara, en Marokkó neitar að fara út úr landinu og hefur haft herlið þar í yfir þrjátíu ár.

Síðast uppfært 14.03.2015

Vestur-Sahara var spænsk nýlenda fram á miðjan áttunda áratuginn og hét þá Spænska-Sahara. Þegar Spánn dró sig út árið 1075 gerðu bæði Marókkó og Mauritanía tilkall til landsins og Marokkó réðst inn í landið og hertók höfuðborgina. Á sama tíma lýsti frelsishreyfingin Polisario Vestur-Sahara sem sjálfstætt ríki. Máritanía féll frá kröfunni um tilkall til landsins, en Marokkó var áfram til staðar í landinu. Jafnvel þó að bæði SÞ og dómstóllinn í Haag færu fram á að halda ætti þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, var það hunsað af marókóskum yfirvöldum. Þau settu þess í stað í gang svokallaða „Græna göngu“ þar sem 350.000 almennir Marokkóbúar settust að í Vestur-Sahara. Þessi aðgerð var af alþjóðasamfélaginu álitin hafa magnandi áhrif á ástandið.

Sahrawier i flyktningeleiren Dakhla i Vest-Saharas naboland Algerie. Foto: UN Photo/Evan Schneider

Sahrawier flóttamannabúðirnar í Dakhla í Alsír nágrannalandi Vestur-Sahara. Mynd: UN Photo/Evan Schneider

Polisario var fyrst um sinn með fastar bækistöðvar í suðurhluta landsins, en skipti yfir í skæruliðahernað, þar sem það reyndist árangursríkara í baráttunni gegn marókkóska hernum. Á meðan Polisario var stutt af vinstrisinnuðum löndum eins og Alsír, Líbíu, Norður-Kóreu, Kúbu og Júgóslavíu, naut Marokkó stuðnings Bandaríkjanna. Enn eina ferðina blönduðust afrísk átök í Kalda stríðið, dæmi var um það áður ( sjá til dæmis Angóla og Austur-Kongó).

Eftir nokkra misheppnaða árekstra við skæruliðana, valdi Marokkó að einbeita sér að mikilvægasta hluta Vestur-Sahara, svæði sem er um það bil 1/12 af heildarstærð landsins, en þar eru bæði mikilvægustu borgir landsins, verðmætar fosfórnámur og fiskimið. Þetta eru náttúruauðlindir sem Marokkó vill halda en þær fjármagna einnig hersetuna. Marokkóbúar byggðu varnarvegg úr sandi í kringum svæðið, settu upp gaddavír og dreifðu jarðsprengjum. Í gegnum árin hefur varnarveggurinn og gaddavírinn oft verið flutt til og svæðið stækkað. Þetta leiddi til mikilla mótmæla og árása frá íbúum og Polisario. Í dag er landið nánast klofið í tvennt af 2.200 km löngum múr.

Vopnahlé

Undir lok níunda áratugs 20. aldar hófust, með hjálp sérlegs sendifulltrúa SÞ, samningaviðræður milli aðilianna. Árið 1991 náðist samningur um vopnahlé og var ákveðið að halda þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1992 um sjálfstæði Vestur-Sahara. Friðargæslusveit SÞ, MINURSO, gætir þess að vopnahléið sé virt en ekki hefur fengist samþykki um þjóðaratkvæðargreiðsluna. Átaka milli Polisario og Marokkóhers hefur ekki orðið vart síðan 1991.

Frumbyggjar Vestur-Sahara, saharawienar, hafa ekki mikið vægi í átökunum á milli Polisario og Marokkó. 160.000 manns búa enn í flóttamannabúðum í Alsír á svæði sem er næstum óbyggilegt. Flóttamennirnir eru háðir utanaðkomandi aðstoð til að lifa af. Síðustu árin hefur staðan versnað vegna niðurskurðar í aðstoð og örvinglun er meðal flóttamanna og Saharawiíbúanna á herteknu svæðunum. Múrinn og jarðsprengjur gera fólki í suðurhlutanum mjög erfitt fyrir að ferðast til og frá Vestur-Sahara.

Nýjar tilraunir til samningaviðræðna og ný mótmæli

Árið 2006 stakk Marokkó upp á því að gefa svæðinu að hluta til sjálfstæði í stað þess að boða til þjóðaratkvæðargreiðslu en Polisario útilokaði þann möguleika. Polisario fer enn fram á þjóðaratkvæðargreiðslu um sjálfstæði. SÞ stjórnaði nýjum samningaumræðum milli aðilanna sumarið 2007 en umræðunni var hætt án nokkurra endanlegra niðurstaðna. Ný samtöl áttu sér stað á næstu árum en einnig án árangurs. Haustið 2010 jókst spennan milli ríkisstjórnanna og íbúa Vestur-Sahara. 12.000 saharawi-flóttamenn settu upp bráðabirgðabúðir í Gdeim Izik, sem mótmæli gegn lélegri meðferð á flóttamönnum og slæmri aðstöðu í flóttamannabúðunum.

Gdeim Izik mótmælendabúðir 2010. Mynd: Michael Garcia.

Marrokkóski herinn svaraði með því að nota þyrlur og vatnssprengjur til að þvinga mótmælendurna í burtu frá svæðinu og búðirnar voru fjarlægðar mánuði seinna. Þá hafði átt sér stað röð ofbeldisfullra átaka milli mótmælenda og hersins, með mannfalli og særðum á báða bóga. Í lok 2010 voru einnig mikil mótmæli í Laayoun. Mótmælendur köstuðu steinum að lögreglunni, kveiktu í bílum og byggingum, m.a. sjónvarpsstöð. Marokkósk yfirvöld saka Alsír um að styðja Gdeim Izik-búðirnar fjárhagslega, um að skapa ójafnvægi á svæðinu, og spánskir fjölmiðlar eru sakaðir um að styðja saharawiana og gefa rangar upplýsingar um stöðuna í Vestur-Sahara. Þetta hafði þær afleiðingar að erlendir blaðamenn fengu skert ferðafrelsi um svæðið eða voru reknir af svæðinu.

Milli febrúar og maí 2011 brutust út ný mótmæli sem viðbrögð við atburðunum í Gdeim Izik og mótmælendurnir dreifðust til fleiri staða í landinu áður en mótmælin fjöruðu út. Mótmælin höfðu mögulega einnig fengið innblástur frá Arabíska vorinu sem hafði byrjað í fleiri norður-afrískum löndum.

Óstöðugleiki, fjöldi hryðjuverka á svæðinu og alþjóðakreppan hefur gert ástandið í flóttamannabúðunum erfiðara með árunum. Aðstoðarfólki er ráðlagt að ferðast ekki um svæðið og minna er um styrki til svæðisins. Flóttamannabúðirnar eru háðar aðstoðinni. Samtöl leidd af SÞ hafa enn sem komið er ekki leitt til neinnar varanlegrar lausnar í Vestur-Sahöru.

Hlutverk SÞ í átökunum

SÞ hafa ætíð fordæmt innrás Marokkó í Vestur-Sahara og hafa gert endurteknar tilraunir til að vinna með Einingarsamtökum Afríku (OAU) að því að framkvæma þjóðaratkvæðagreiðslu. Samningur um vopnahlé og þjóðaratkvæðagreiðslu var undirritaður af báðum aðilum árið 1991 og SÞ sendu friðargæslusveitirnar MINUSRO (United Nations Mission for a Referendum in West Sahara) árið 1991. Sveitirnar áttu að hafa eftirlit með því að vopnahléið væri virt og að atkvæðagreiðslan færi fram sem skyldi. Vopnahléið var virt en vegna ósamkomulags um hvernig túlka skyldi friðarsamkomulagið fóru kosningarnar ekki fram.

Ósætti í sambandi við atkvæðagreiðsluna snerist um það hver hefði kosningarétt. Marokkó hefur ekki samþykkt kjörskrá SÞ og heldur því fram að þeir 350.000 Marokkóbúar sem fluttust til svæðisins hafi einnig kosningarétt, það samþykkir Polisario ekki. Eftir nokkrar tilraunir til samningaviðræðna er engin lausn í sjónmáli. Þrátt fyrir að vopnahléið haldi ekki enn, hefur SÞ valið að hafa áfram friðargæslulið sitt í landinu. Yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu Þjóðunum og framkvæmdastjóri SÞ gagnrýna Marokkó fyrir brot á mannréttindum og hvetja stjórnvöld til þess að virða rétt flóttamannanna og íbúanna.

MINURSO friðargæsluliðar SÞ í Vestur-Sahara. Martine Perret/UN Photo

SÞ er með eigin sendifulltrúa fyrir Vestur-Sahöru sem hefur samræmt fundi og samningaviðræður milli Marokkó og Polisario ásamt öðrum viðkomandi aðilum eins og nágrannalöndunum og Spáni. Í ályktun frá Öryggisráðinu í apríl 2009 (res 1871) skulu aðilarnir eiga mismunandi óformlega fundi og samtöl til að undirbúa nýjar tilraunir til samningaviðræðna. Marokkó dró sig úr samningaviðræðunum 2012 eftir að hafa lýst yfir vantrú á sendinefnd SÞ. Eftir hvatningu hafa samtölin hafist á ný með von um að fundin verði lausn í fastri deilunni. Umboð MINURSO hefur verið framlengt út apríl 2015.

Heimildir: Uppsala Conflict Database, Institutt for fredsforkning (PRIO), Aschehoug og Gyldendals store leksikon, SÞ, Félag Sameinuðu þjóðanna, BBC

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017