Hopp til innhold

Fílabeinsströndin

Fram að lokum níunda áratugarins var Fílabeinsströndin eitt af ríkustu og best reknu löndum Afríku en sú er ekki lengur raunin.

Síðast uppfært 18.08.2015

Fílabeinsströndin

Bakgrunnur

Fílabeinsströndin fékk sjálfstæði árið 1960 eftir að hafa verið frönsk nýlenda frá 1917. Landið hélt eftir fengið sjálfstæði nánum pólitískum og efnahagslegum tengslum við Frakkland og gegndu Frakkar mikilvægu hlutverki bæði við stjórnun landsins og í ýmsum frönskum einkafyrirtækjum. Félix Houphouët-Boigny, leiðtogi flokksins PDCI, varð fyrsti forsætisráðherra landsins. Aðrir stjórnmálaflokkar voru beinlínis bannaðir.

Ríkasta land í Afríku

Næstu þrjátíu árin var Fílabeinsströndin eitt af ríkustu löndum Afríku og þá einkum vegna kakóútflutnings en landið er stærsti framleiðandi kakós í heiminum. Auðvelt var að fá vinnu á Fílabeinsströndinni og streymdu verkamenn þangað frá allri álfunni til að vinna þar tímabundið. Í lok níunda áratugarins féll þó verðlag, meðal annars á kakói, sem hafði í för með sér hnignun efnahagskerfisins. Óánægju íbúanna var beint gegn ríkisstjórninni sem neyddist í kjölfarið til að koma á fjölflokkakerfi og frjálsum kosningum.

Átökin hefjast

Landsfaðirinn, Houphouët-Boigny, lést í desember 1993. Í þeirri pólitísku valdabaráttu sem fylgdi í kjölfarið tóku margir flokkanna þá ákvörðun að nýta þjóðernisstrauma til að auka fylgi sitt. Þetta var í andstöðu við stefnu Houphouët-Boigny sem hafði lagt áherslu á að spyrna ólíkum þjóðernishópum ekki upp hvorum gegn öðrum. Margir stjórnmálamenn settu þá kröfu að einungis sannir Fílabeinsstrendingar mættu eiga eignir og kjósa í landinu. Þeir héldu því einnig fram að meðlimir hins stóra múslimska hluta í norðri gætu ekki kallað sig upprunalega Fílabeinsstrendinga og innan skamms tíma misstu bæði múslimarnir og verkamennirnir sem komið höfðu frá öðrum löndum eignarétt og kosningarétt. 

Spennan á milli ólíkra þjóðfélagshópa jókst. Margir erlendir verkamenn sneru til baka til heimalands síns. Það sama má segja um flóttamenn, þá einkum frá Líberíu, sem komið höfðu til Fílabeinsstrandarinnar til að flýja borgarastríðið heima fyrir (sjá Líberíu).

Mennesker på en busstasjon i Abidjan flykter fra kampene i byen. Foto: Alexis Adélé/IRIN

Mars 2011. Fólksfjöldi við strætisvagnastöð í Abidjan reynir að flýja bardagana. Mynd: Alexis Adélé/IRIN

Stjórnlagarof 

Fyrsta valdarán landsins átti sér stað árið 1999 en það markaði endalokin á hinu stöðuga ástandi á Fílabeinsströndinni. Robert Gueï, sem skipulagði valdaránið, samþykkti kosningar sem fóru fram árið eftir. Eftir nokkrar umferðir, en þeim fylgdi óstöðugleiki og tilraunir til valdaráns, sigaði Laurent Gbago kosningarnar árið 2000 og var svarinn inn sem forseti. Pólitísk óánægja hrjáði þó landið enn og braust út borgarastyrjöld haustið 2002. Múslimar í norðri ákváðu að grípa til vopna og ná réttindum sínum til baka. Stríðið hélt enn áfram og skipti landinu í tvo hluta og stjórnaði ríkisstjórnin einungis syðri hluta landsins.

Íhlutun Frakka

Fílabeinsströndin hefur verið í varnarsamstarfi við Frakkland frá árinu 1961. Samstarfið gengur út á að Frakkar tryggja stuðning sinn við Fílabeinsströndina gegn því að fá að hafa herlið í landinu. Þegar borgarastríð braust út árið 2002 voru hersveitir sendar inn í landið til að vernda þá Frakka sem bjuggu í landinu. Ári síðar sendi einnig Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) inn vestur-afríska friðargæsluliða til að ná stjórn á ástandinu. Það var gert í kjölfar undirritunar friðarsamkomulags sem Frakkar höfðu umsjón með á milli ríkisstjórnarinnar og múslimskra uppreisnarmanna í norðri.

Laurent Gbagbo forseti skrifaði undir gegn vilja sínum vegna þess að hann stóð í þeirri trú að samkomulagið myndi gera uppreisnarmennina samvinnuþýðari. Hann hélt því einnig fram að ekki væri hægt að líta á fyrrverandi nýlenduherrann Frakkland sem hlutlausan aðila í málinu. Í framhaldi sökuðu bæði uppreisnarmenn og ríkisstjórn landsins franskar hersveitir um að taka virkan þátt í starfi andstæðinganna. Að auki voru franskar hersveitir gagnrýndar fyrir að hegða sér eins og nýlenduherrar og virða ekki kröfuna um hlutleysi. Andstaða við Frakka varð útbreidd. Árið 2004 voru eignir Frakka skemmdar og flestir franskir ríkisborgarar yfirgáfu landið í kjölfarið. Sama ár dró ECOWAS friðargæslusveitir sínar til baka og liðsafli frá SÞ kom inn í landið.

Det er mange internt fordrevne i Elfenbenkysten. Her i 2011 under et Ban Ki-moon besøk. Foto: UN Photo/Eskinder Debebe

Margt flóttafólk er vegalaust innan Hvítabeinsstrandarinnar. Myndin er tekin í heimsókn Ban Ki-moon.  Mynd: UN Photo/Eskinder Debebe

Ríkisstjórnin neitar að semja

Gbagbo og flokksmeðlimir hans hafa undanfarin ár meðvitað notað andstöðuna við Frakka til að halda völdum og draga friðarviðræður á langinn. Þetta hefur einnig áhrif á bandamann Frakklands – SÞ. Eftir að alþjóðlegir sáttasemjarar fóru fram á að þingið yrði leyst upp í janúar 2006 drógu Gbagbo og flokkur hans, FPI, sig út úr viðræðunum. Þeir sögðu friðarviðræðurnar vera ferli til að gera landið aftur að nýlendu og neituðu að vinna með SÞ. Herskáir stuðningsmenn hafa eyðilagt margar SÞ byggingar og hafa allar stofnanir SÞ neyðst til að yfirgefa vesturhluta landsins.

Fimm árum eftir að erfiðleikarnir hófust urðu aðilar sammála um friðarsamning sumarið 2007. Leiðtogi uppreisnarmanna, Guillaume Soro, var skipaður forsætisráðherra og uppreisnarmenn fengu sakaruppgjöf. Auk þess voru aðilar sammála um réttindi varðandi ríkisborgararétt og skráningu til kosninga.

Statsministeren i Elfenbenkysten, Guillaume Soro (venstre) møter FNs generalsekretær Ban Ki-moon. Foto: UN Photo/Eskinder Debebe.

Forsætisráðherra Fílabeinsstrandarinnar, Guillaume Soro (vinstra megin) hittir aðalframkvæmdastjóra Sþ, Ban Ki-moon. Mynd: UN Photo/Eskinder Debebe.

Langþráðar kosningar

Alhliða afvopnun á meðal sveita uppreisnarmanna hófst í maí árið 2008 og þúsundir uppreisnarmanna afhentu vopn sín. Næsta mánuð var hins vegar farið að bera á ólgu í norðurhéruðum landsins  og fyrrum uppreisnarmenn fannst þeir ekki hafa fengið það sem þeir áttu rétt á skv. friðarsamkomulaginu. Þar að auki var forsetakosningum frestað aftur sem búið var að skipuleggja. Frá árinu 2006 hafa frjálsar og sanngjarnar kosningar í landinu verið áætlaðar en það hefur ekki gengið eftir. Það er ein af ástæðum þess að átök blossa söðugt upp aftur.

Gbagbo forseti leysti upp í febrúar 2010 bæði ríkisstjórnina og kosningaumboðið. Forsetinn sakaði kosningaumboðið um svindl vegna þess að það hafði leyft meðlimi frá norðurhéruðunum en það hafði haft áhrif á möguleika forsetans til endurkjörs. Ný ríkisstjórn og nýtt kosningaumboð var komið í lok febrúar. Áætlunin var að kosningar yrðu haldnar í apríl eða maí 2010 en þær voru ekki haldnar fyrr en 31. október. 14 frambjóðendur gáfu kost á sér og þar á meðal sitjandi forseti, Gbagbo, og fyrrverandi forsætisráðherra, Alassane Ouattara. Báðir fengu yfir 30% atkvæða (Gbagbo 38% og Ouattara 32%) og því var seinni umferð kosninga haldin 28. nóvember. Fyrir þá umferð var skýrt frá ofbeldisfullum átökum í landinu sem hið pólitíska ástand ýtti undir.

Innsamlet ammunisjon i Elfenbenskysen

Skotfæri frá skæruliðahópum sem hafa verið afvopnaðir í Guiglo, Fílabeinsströndinni. Mynd: UN Photo/Ky Chung

Eftir kosningarnar 2010

Alassane Ouattara var lýstur sigurvegari kosninganna 2010 af IEC, hinu sjálfstæða kosningaumboði í landinu. Stuttu síðar tilkynnti leiðtogi stjórnskipunarráðsins að úrslit kosninganna væru ógild. Hann lýsti síðan Gbagbo sem réttkjörinn sigurvegara kosninganna eftir ógild atkvæði frá fjórum norðlægum héruðum þar sem Ouattara naut mikillar hylli.

Alþjóðasamfélagið viðurkenndi Ouattara sem sigurvegara kosninganna og bað Gbagbo að stíga úr forsetastóli en hann neitaði. Samningaviðræður um lausn málsins tókust ekki og jókst ofbeldi og átök á milli stuðningsmanna Gbagbo og Ouattara. Um 3000 manns létu lífið í átökunum og a.m.k. ein milljón manns lagði á flótta, aðallega frá fjölmennustu borg landsins, Abidjan.

Á nokkrum mánuðum hafði liðsafli Ouattara náð stærstum hluta landsins og í mars og apríl var hart barist í Abidjan þar sem Gbagbo og her hans héldu velli. Gbabgo var handtekinn 11. apríl 2011 og var Ouattara formlega settur forseti í maí. Gbagbo var síðar framseldur til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag (ICC) þar sem hann var sakaður um glæpi gegn mannkyni.

Átökin í kjölfar kosninganna höfðu mikil áhrif á landið. Enduruppbygging tekur tíma og Ouattara forseti er í því krefjandi hlutverki að byggja upp hagkerfið sem og að sameina íbúa landsins.

Enn ríkir spenna og órói á milli ólíkra hópa í landinu. Árásir hafa m.a. verið gerðar á lögreglustöðvar og herstöðvar og átök hafa verið á milli stjórnarhersins og stuðningsmanna Gbabgo. Uppreisn í nágrannalandinu Malí eykur auk þess á spennuna í landinu.

Den tidligere presidenten i Elfenbenkysten, Laurent Gbagbo, forsvarer seg i 2011 overfor Den internasjonale straffedomstolen i Haag (ICC). Foto: UN Photo/ICC/AP Pool/Peter Dejong.

Fyrrverandi forseti Fílabeinsstrandarinnar, Laurent Gbagbo, svarar fyrir gjörðir sínar fyrir Alþjóðadómstólnum (ICC) í Haag árið 2011. Mynd: UN Photo/ICC/AP Pool/Peter Dejong.

Hlutverk SÞ í átökunum

Sameinuðu þjóðirnar voru fyrstar til að koma á fót fyrstu pólitísku aðgerðinni árið 2003, United Nations Mission in Côte d’Ivoire (MINUCI), og yfirfærði liðsaflann og útvíkkaði umboðið til friðargæsluliðsafla SÞ – UNOCI (United Nations Operation in Côte d’Ivoire) árið 2004. Hlutverk UNOCI var að auðvelda framkvæmd friðarsamkomulagsins frá 2003, hafa eftirlit með landamærum og aðstoða franskar hersveitir í landinu. Umboðið hefur breyst nokkrum sinnum og tímabil liðsaflans framlengis sífellt. Hvert tímabil varir almennt í hálft eða eitt ár og nýjasta tímabilið hófst í júní 2015.

Verkefnið felst nú í uppbyggingu og áætlun um afvopnun, að dregið verði úr vígbúnaði og endursamhæfingu eftir borgarastríðið. Auk þess aðstoðar liðsaflinn við skráningu í tengslum við kjósendur og kosningar. Aðstoðin felst líka í að byggja upp öryggi, hið opinbera og lögregluna. Vernda á starfsfólk SÞ í landinu og tryggja að hjálparstarfsemenn sinni starfi sínu. Hluti aðgerðarinnar felst einnig m.a. í að aðstoða við og vernda og efla mannréttindi í landinu. 

Friðaraðgerðin á Fílabeinsströndinni tengist náið friðaraðgerð í Líberíu (UNMIL) varðandi aðstoð við flóttamenn og fyrrverandi hermenn og svæðisbundnu stofnanirnar ECOWAS og Afríkubandalagið varðandi uppbyggingu mannvirkja og hins opinbera. 

Heimildir: Uppsala Conflict Database, Institutt for fredsforskning (PRIO), Aschehoug og Gyldendals store leksikon, SÞ, BBC

Ríki sem eiga aðild

Lesa meira um átökin í Uppsala Conflict Database (enska)

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017