Hopp til innhold

Kósóvó

Í Kósóvó eru 93 prósent íbúanna Albanar og 5 prósent Serbar. Vandamálin í Kósovó hófust þegar svæðið reyndi að lýsa yfir sjálfstæði sínu árið 1991.

Síðast uppfært 19.12.2014

Etniske albanere i flyktningleir

Fyrrum Júgóslavía var stofnuð eftir fyrri heimsstyrjöldina er Austurríki-Ungverjaland og hlutar af fyrrum ósmönsku ríkjanna voru sameinuð. Útkoman varð ríki með fjölbreyttustu samsetningu fólks í allri Evrópu, þar sem enginn einn þjóðfélagshópur var í meirihluta. Á meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð var landinu skipt á milli margra ólíkra aðila en var sameinað aftur eftir stríð. Sambandslýðveldið Júgóslavía var svo stofnað í nóvember 1945 þegar kommúnistinn Tito (Josip Broz) skipulagði landið að fyrirmynd Sovétríkjanna. Júgóslavía varð sambandslýðveldi með sex sambandsríkjum og tveimur sjálfsstjórnarsvæðum Kósóvó og Vojvodina. Serbum hafði lengi verið hyglað á kostnað Albana, Makedóna, Ungverja og bosnískra múslíma. Tito dó árið 1980 og hófust þá efnahgaserfiðleikar í Júgóslavíu. Serbískt stjórnmálaumhverfi varð á sama tíma þjóðernissinnaðara á meðan aðskilnaðarhópar náðu fótfestu á öðrum svæðum. Serbar reyndu að koma í veg fyrir að lýðveldið leystist upp, á sama tíma og unnið var að sjálfstæði annarra svæða, meðal annars Króatíu og Slóveníu.

Kosóvar flytjast búferlum frá Blace svæðinu árið 1999. UN Photo/UNHCR/R LeMoyne

Júgóslavía leysist upp 

Slobodan Milosevic var kjörinn forseti árið 1989 og varð talsmaður serbneskrar þjóðernishyggju. Hann greip inn í aðstæður í bæði Króatíu og Slóveníu, en tókst ekki að hindra að ríkin yrðu viðurkennd sem sjálfstæð ríki af alþjóðasamfélaginu árið 1992. Í Bosníu-Hersegóvínu dóu um 200.000 manns í borgarastyrjöldinni á árunum 1992 til 1995 áður en landið hlaut sjálfstæði. Makedónía var eina ríkið sem hlaut sjálfstæði án mannskaða. Í Kosovo hafði albanski meirihlutinn barist fyrir réttindum sínum í mörg ár áður en Júgóslavía fór að liðast í sundur í lok níunda áratugarins. Fyrst börðust Albanar fyrir lýðveldi í Kósóvó. Þegar Milosevic herti tökin og setti á strangari hömlur og veitti Kósóvó minni sjálfsstjórn, brugðust Albanar við með því að grípa til vopna. Albanski skæruliðahópurinn UCK var stofnaður og barðist fyrir sjálfstæði Kósóvó. Átökin á milli serbneskra stjórnenda og UCK-skæruliðahreyfingarinnar mögnuðust eftir að skæruliðarnir sprengdu í loft upp fjölda flóttamannabúða með serbneska flóttamenn árið 1996. Serbneskar hersveitir voru sendar inn í Kósóvó árið 1998, við það mögnuðust átökin. Serbneskir hermenn börðust gegn UCK-skæruliðum en hrelltu einnig Kósóvó-Albana. Að auki voru herskáir serbneskir hópar og serbnesk lögregla send á svæðið, þeir stóðu að baki umfangsmiklum árásum og fjöldamorðum á íbúum svæðisins.

Etniske albanere i flyktningleir

Albönsk börn í flóttamannabúðum í Glogovac, Kósóvó. Mynd: UN Photo/UNHCR/U Meissner

NATO og ÖSE

Bæði NATO og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) reyndu að stöðva serbneska herinn. ÖSE sendi eftirlitssveitir inn til að fylgjast með ástandinu og NATO hótaði ítrekað að blanda sér í átökin þar sem Serbar drógu sig ekki út úr Kósóvó. NATO stóð við hótanirnar í mars árið 1999 og varpaði sprengjum á bæði bækistöðvar hermanna og svæði óbreyttra borgara í Serbíu. Serbar börðust ekki gegn útlendu innrásarliðunum heldur fóru í stríðsrekstur gegn Kósóvó-Albönum. 10.000 Kósóvó-Albanar létu lífið og yfir milljón var drepin á flótta um vor og fyrrihluta sumars 1999. Í júní undirrituðu Serbar samkomulag um að draga sig út og NATO hætti sprengjuárásum sínum. Það markaði opinberlega endalok stríðsins. Margir flóttamenn sneru til síns heima og SÞ tóku við stjórnun svæðisins. Á sama tíma var friðargæslulið leitt af NATO, svokallað KFOR-lið, sent til Kósóvó til að koma á stöðugleika.

Framtíð Kósóvó óviss

Svæðinu var stjórnað af SÞ um tíma og voru þar gífurleg stjórnmála- og öryggisvandamál. Serbneskur minnihluti svæðisins (einungis 10 prósent íbúanna) varð fyrir stöðugum árásum og er ofbeldi hluti af þeirra daglega lífi. SÞ hafa ætíð haldið því fram að Kósóvó eigi áfram að vera hluti af Serbíu, en ekki hljóta sjálfstæði. Þetta byggist m.a. á ótta við hvaða afleiðingar sjálfstæði Kósóvó myndi hafa fyrir albanska minnihlutann í nágrannalöndunum, sérstaklega í Makedóníu. UCK var þessu algerlega ósammála og hélt áfram baráttu sinni fyrir sjálfstæði Kósóvó. Það voru einnig öfl innan UCK sem berjast fyrir Stór-Albaníu, en vildu sameina Albana í Kósóvó, Makedóníu og Albaníu. Almennt séð eru Kósóvó-Albanar í Kósóvó hlynntir sjálfstæði en serbneski minnihlutinn hótaði að grípa til vopna hljóti svæðið sjálfstæði. 

Börn í flóttamannabúðum í Pristina þar sem um 5.000 manns dvöldu í kringum 1999. UN Photo/UNHCR/P Deloche

Finnar leika lykilhlutverk í friðarviðræðum 

Finninn Martti Athisaari var skipaður í það verkefni af framkvæmdastjóra SÞ að koma með drög að nýrri stjórnarskrá fyrir Kósovó. Í drögunum lagði Athisaari til ákveðið sjálfstæði frá Serbíu. Deiluaðilar litu á tillögur hans sem leið að algeru sjálfstæði og neitaði Serbía að samþykkja þær. Athisaari stakk þá upp á að svæðið fengi sinn eigin fána, aðild að alþjóðastofnunum eins og SÞ og yfirráð yfir eigin landamærum. Málið hefur enn ekki verið formlega tekið fyrir í öryggisráði SÞ. Ástæðan er sú að Rússland hefur lýst því yfir að það muni beita neitunarvaldi gegn tillögunni og vill að farið verði í samningaviðræður við Serbíu til að finna lausn sem allir geta verið sammála um.

Kosóvo lýsir yfir sjálfstæði 2008

Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði 17. febrúar 2008. Aðskilnaður leiddi strax til uppþota í norðurhluta Kósóvó (þar sem meirihluti Serba búa) og í Belgrad. Serbar mótmæltu aðskilnaðinum og sögðu það vera í bága við alþjóðalög. Sum lönd viðurkenndu sjálfstæðið strax (m.a. Frakkland, Bretland, Bandaríkin og Noregur) en Serbía og þeirra gamli stuðninsmaður, Rússland, neita enn að viðurkenna Kósóvó sem sjálfstætt ríki. Mörg af þeim löndum sem ekki viðurkenna aðskilnaðinn eru lönd sem hafa þjóðernisspennu og hreyfingar aðskilnaðarsinna innan sinna eigin landamæra. Þar sem Rússland hefur neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna mun Kósóvó líklega eiga erfitt með að fá inngöngu í SÞ sem meðlimur, jafnvel þó yfir 90 aðildarríki SÞ viðurkenna nú fullveldi Kósóvó haustið 2012.

Það ríkir ennþá spenna á milli Albana og Serba í Kósóvó. Vald NATO yfir KFOR-sveitunum er því enn til staðar í landinu.

Árið 2011 hófust fyrstu viðræður Serbíu og Kósóvó síðan stríðið, og hafa komist að samkomulagi um landamæri.

Þátttaka Noregs í áttökunum

Noregur var eitt af þeim löndum sem stuðluðu að virkum sprengjuflugvélum til íhlutunar NATO í Kósóvó árið 1999, og einnig lagt til herlið í síðari KFOR-sveitum.
Noregur var eitt af þeim löndum sem viðurkennu sjálfstæði Kósóvó snemma. Noregur hefur stutt Dómstólinn í Haag í því ferli að meta hvort sjálfstæðis yfirlýsing Kósóvó hafi verið í bága við alþjóðalög.

Hlutverk SÞ í átökunum

SÞ hafa frá því í júní 1999 verið við stjórn í Kósóvó. Stjórnun svæðisins er óháð stjórnvöldum í Serbíu og KFOR-sveitunum og því mannúðarstarfi sem fram fer á svæðinu. Samtökin fylgjast með uppbyggingu grunngerðar samfélagsins í Kósóvó og almennu ástandi öryggis og mannréttinda á svæðinu. Auk þess vinna SÞ með flóttamönnum sem snúa aftur til síns heima og aðstoða þá eftir mætti. SÞ vinna náið með bæði ESB og ÖSE í því að bæta ástandið í Kósóvó og Öryggisráð SÞ mun gegna lykilhlutverki í samningaviðræðum um framtíð Kósóvós.

Heimasíða UNMIK sveitar SÞ í Kosóvo.

Heimildir: Uppsala Conflict Database, Institutt for fredsforskning (PRIO), Aschehoug og Gyldendals Store norske leksikon, Wikipedia, Norsk utenrikspolitisk institutt, Ny Tid.

Ríki sem eiga aðild

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017