Hopp til innhold

Líbería

Blóðugt borgarastríð geisaði í Líberíu allan tíunda áratug síðustu aldar sem rak 95% íbúa landsins á flótta. Undanfarin ár hefur lýðræðisþróun verið jákvæð og friðarumleitanir hafa skilað einhverjum árangri. Sögulegur atburður gerðist árið 2005 þegar Líbería var fyrsta Afríkulandið til að kjósa kvenkyns forseta. Ellen Johnson-Sirleaf fékk það stóra verkefni að byggja upp land þar sem borgarastríð og blóðug átök hafa herjað á.

Síðast uppfært 21.01.2015

Líbería

Saga Líberíu er svolítið sérstök. Líbería var stofnuð árið 1822 af amerískum og karabískum föngum eða þrælum sem hlotið höfðu frelsi.  Bandarísk stjórnvöld töldu betra að frelsa þrælana í Afríku heldur en í Ameríku og sendu þá því til landsins sem þeir nefndu Líberíu (liberty=frelsi). Þetta var gert því talið var að það myndi skapa vandamál fyrir frelsuðu þrælana að aðlagast hvítum í Ameríku en hinsvegnar reyndist aðlögunin í nýja landinu ekki án vandræða. Líbería er einnig sérstök fyrir að vera eitt af afar fáum Afríkulöndum sem hafa aldrei verið nýlenda Evrópu ríkis og vegna þeirra sterku tenglsa sem það hefur við Bandaríkin.

Átök við innfædda

Áður en að fyrrverandi þrælarnir (sem kallast Ameríku-líberíumenn) komu til Líberíu voru fyrir í landinu innfæddir íbúar. Ameríku-líberíumennirnir mynduðu elítu sem stýrði landinu og komu á fót Líberíu lýðveldi árið 1847. Þetta skapaði mikil félagsleg vandamál þar sem Ameríku-líberíumennirnir tóku með sér bandaríska menningu til Líberíu og sáu menningu innfæddra sem „frumstæða”. Ameríku-líberíumenn voru í miklum minnihluta, samt sem áður stjórnuðu þeir landinu þar til ársins 1980 í samræmi við líkan á amerísku lýðræði (að minnsta kosti í orði). Árið 1980 náði Samuel Doe völdum með valdaráni. Doe setti á stofn herforingjastjórn sem í voru fulltrúar upprunalegu þjóðernishópa Líberíu. Á níunda áratugnum var efnahagskreppa í landinu, á sama tíma og vinsældir spilltrar stjórnar Does fóru dvínandi. Uppreisn braust út á jóladagskvöld árið 1989. Hundrað félagar í líberíska uppreisnarhópnum NPLF (National Patriotic Front of Liberia) réðust inn í Líberíu frá herstöð sinni á Fílabeinsströndinni. Leiðtogi þeirra var Charles Taylor úr hópi Ameríku-líberíumanna. Uppreisnin var barin niður með hörku af stjórnarhernum. Það leiddi til þess að uppreisnarmenn nutu meiri samúðar landsmanna og gátu þannig dreift sér til nýrra svæða í landinu. Að stuttum tíma liðnum braust út borgarastyrjöld.

Líberísk börn í flóttamannabúðunum Perry í Tubmanburg í norðvesturhluta landsins árið 2006. Mynd: UN Photo/Eric Kanalstein

Borgarastríð

Árið 1990 skiptist NPLF í tvær fylkingar. Taylor var áfram leiðtogi NPLF, en Prince Yormie Johnson varð leiðtogi hins nýstofnaða INPLF (Independent National Patriotic Front of Liberia). Seinna klofnuðu fylkingarnar enn frekar svo að lokum gengu ýmsir uppreisnahópar með mismunandi bandalögum sem að hluta börðust hver á móti öðrum og að hluta gegn herafla stjórnvalda. Fyrir borgarastríðið var ekki óvinátta á milli ættbálka í Líberíu, en það breyttist á stríðsárunum. Óbreyttir borgarar komust í viðkvæma stöðu þar sem það var enginn ríkisher  sem varði þá gegn uppreisnarmönnum. Stríðsreksturinn var í höndum herskárra hópa af ólíkum ættbálkum sem leiddi til umfangsmikilla þjóðernishreinsana. Miklar hörmungar urðu í líberíska borgarastríðinu, einkum vegna þess að hermönnunum voru gefin eiturlyf til að bæla niður tilfinningar þeirra. Það var spilað á hjátrú og andatrú og mannát kom að sögn í flestum búðum. Að éta hjarta andstæðingsins og drekka blóð hans átti að færa hermönnunum aukinn styrk. Á tímabilinu 1989-1996 voru yfir 200.000 Liberíumenn drepnir og ein milljón manns í flóttamannabúðum í nágrannalöndum Líberíu.

ECOWAS, sem er samvinnustofnun Vestur-Afríku, mistókst í fyrstu tilraun sinni að fá deiluaðila að samningaborðinu. Árið 1990 var því ákveðið að senda inn ECOMOG-hersveit til að koma á stöðugleika og koma á bráðabirgðaríkisstjórn. Um líkt leyti náðu INPLF-liðar forseta landsins, Samuel Doe, og pyntuðu hann til dauða. Bæði Taylor og Johnson lýstu því þá yfir að þeir væru hinn nýi leiðtogi landsins og hvorugur þeirra viðurkenndi bráðabirgðaríkisstjórnina sem var sett undir verndarvæng ECOMOG. Það flækti enn frekar málið að stuðningsmenn hins látna forseta, Doe, viðurkenndu ekki heldur þá ríkisstjórn sem ECOWAS hafði komið á. Þeir mynduðu þvert á móti vopnaðar liðssveitir. Eftir það stóðu harðir bardagar í um eitt ár, þar til INPLF var leyst upp árið 1992. Nýtt vopnahlé var undirritað árið 1993 og SÞ sendu friðargæslusveitir til að styðja ECOMOG. Næstu ár voru friðarsamningar gerðir aftur og aftur, en NPLF braut vopnahléð jafnoft. Árið 1996 var loks undirritað friðarsamkomulag sem hélt nægilega lengi til að haldnar væru kosningar.

Taylor forseti

Taylor var kjörinn forsetinn árið 1997 og NPLF lagði þá niður vopn. Friðargæslusveitir ECOMOG og SÞ drógu sig út eftir að hafa afvopnað ýmsa herskáa hópa. Fyrstu árin sem Taylor var forseti voru tiltölulega stöðug en árið 2000 voru nokkar tilraunir gerðar til uppreisnar í landinu. Á sama tíma var Líbería sökuð af Ghana og Nígeríu um að styðja uppreisnarmenn í Sierra Leone. Þá hótuðu Bretland og Bandaríkin að halda aftur aðstoð sinni til landsins. Stöðugleiki landsins sigldi í strand og í júlí 2000 kom fyrsta árás frá uppreisnarhópi sem kallar sig Liberians United for Reconciliation and Democracy (LURD).

Fólk á flótta frá borgarastyrjöld í Líberíu árið 2003. Mynd: IRIN

Nýtt borgarastríð

Uppreisnarhópurinn LURD greip til vopna í norðurhluta Líberíu, en uppreisnin breiddi hratt úr sér til annarra hluta landsins. Í febrúar 2002 eftir mikla bardaga sem neyddi 50.000 manns í Líberíu og Sierra Leone á flótta lýsti Taylor yfir neyðarástandi. LURD krafðist nýrra friðarviðræðna og Taylor samþykkti að hætta sem forseti, að því tilskildu að friðargæslusveit yrði komið á fót. ECOWAS og SÞ sendu bæði friðargæslusveitir til landsins og Samuel Taylor var sendur í útlegð til Nígeríu. Taylor varð síðan fyrsti afríski leiðtoginn sem var ákærður fyrir Alþjóða stríðsdómstólnum í Síerra Leóne fyrir brot gegn mannkyninu. Ný bráðabirgðaríkisstjórn var sett á árið 2003 og haustið 2005 voru haldnar kosningar. Ellen Johnson-Sirleaf var kjörin forseti, eftir harða kosningabaráttu þar sem höfuðandstæðingurinn var hinn þekkti knattspyrnumaður Georg Weah.

Ellen Johnson-Sirleaf

Eftir forsetakosningarnar árið 2005 tók Ellen Johnson-Sireleaf að sér það verkefni að koma landinu aftur á fót eftir grimma borgarastyrjöld. Ferlið byrjaði með að afvopna hópa uppreisnarmanna, árið 2006 kom ríkisstjórnin á fót sannleiks og sátta nefnd til að rannsaka mannréttindabrot sem áttu sér stað í borgarastríðu og einnig voru gerðar tilraunir til að bæta efnahag landsins. Ástandið í Líberíu náði jafnvægi á árunum eftir Johnson Sirleaf varð forseti. Dregið var úr fyrrum viðskiptabönnum eða aflétt, erlendar skuldir voru þurrkaðar út og afvopnun hópa uppreisnarmanna hélt áfram. Árið 2011 tilkynnti Johnson-Sirleaf að hún myndi gefa aftur kost á sér í komandi forsetakosningunum. Rétt fyrir forsetakosningarnar hlaut Johnson-Sirleaf  friðarverðlauna Nóbels, ásamt Leymah Gbowee og Tawakkol Karman. Þær fengu verðlaunin fyrir baráttu sína gegn ofbeldi til að efla öryggi kvenna og rétt kvenna til að taka þátt í friðaraðgerðum. Úrskurður friðarverðlauna Nóbels var gagnrýnd af mótherja Johnson-Sirleaf í forsetakosningunum, sem sagði að þau væru óverðskulduð og íhlutun í stjórnmál Líberíu. Ellen Johnson-Sirleaf vann í forsetakosningunum árið 2011.

Forseti Líberíu, Ellen Johnson-Sirleaf. Tommy Trenchard/IRIN

Afvopnun og þróun

Eftir nokkurra ára stöðugleika, braust borgarastyrjöld út á ný árið 2002. Í þetta sinn var það uppreisnarhópurinn LURD sem greip til vopna í norðurhluta Líberíu, en uppreisnin breiddi hratt úr sér til annarra hluta landsins. ECOWAS og SÞ sendu bæði friðargæslusveitir til landsins og Samuel Taylor var sendur í útlegð til Nígeríu. Taylor varð síðan fyrsti afríski leiðtoginn sem var ákærður fyrir Alþjóða stríðsdómstólnum í Síerra Leóne fyrir brot gegn mannkyninu. Af ótta við að réttarhöld gegn honum munu leiða til óstöðugleika á öllu svæðinu, er nú unnið að því að færa réttarhöldin til dómsstólsins í Haag. Ný bráðabirgðaríkisstjórn var sett á árið 2003 og haustið 2005 voru haldnar kosningar. Ellen Johnson-Sirleaf var kjörin forseti, eftir harða kosningabaráttu þar sem höfuðandstæðingurinn var hinn þekkti knattspyrnumaður Georg Weah. Í dag er enn unnið að því í Líberíu að afvopna uppreisnarmennina, og það stefnir allt í rétta átt. Árið 2006 kom ríkisstjórnin á sáttanefnd og landið er nú hægt en örugglega á leið til friðar og lýðræðis.

Hlutverk SÞ í átökunum

Hlutverk SÞ í átökunum

SÞ hafa tekið þátt í mörgum tilraunum til að binda enda á borgarastríðið í Líberíu. Árið 1992 hvatti öryggisráðið til vopnasölubanns og SÞ sendu friðareftirlitsmenn til landsins sem störfuðu þar á árunum 1993-1997 (UNOMIL). SÞ tóku einnig þátt í vinnu við friðarsamkomulag sem samið var um fram á miðjan tíunda áratuginn og höfðu eftirlitssveitir til staðar við kosningarnar árið 1997. Þegar friðarsamkomulagið á milli ríkisstjórnarinnar og uppreisnarmannanna í norðri var frágengið árið 2003, sendu SÞ friðargæslusveitir til landsins (UNMIL). Sveitin sem telur 15.000 manns hefur verið í landinu undanfarin ár. SÞ íhuga nú að draga herlið sitt út úr Líberíu vegna jákvæðrar þróunar þar og færa það yfir á Fílabeinsströndina. Árið 2007 komu SÞ á fót sérstakt verkefni til að aðstoða lögreglu til að vinna eftir lögum og reglum og koma í veg fyrir kynferðislega misnotkun.

Frá árinu 2009 hefur tilskipun SÞ verið framlengd árlega og nú síðasta til september 2014. Starfsfólki hefur verið fækkað úr rúmlega 15.000 í um 10.000 (í febrúar 2014). Á árinu 2015 er ætlað að draga úr friðargæslu enn frekar í Líberíu.

Heimildir: Uppsala Conflict Database, Institutt for fredsforskning (PRIO), Aschehoug og Gyldendals store leksikon, SÞ, BBC, Wikipedia

Ríki sem eiga aðild

Lesa meira um átökin í Uppsala Conflict Database (enska)

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017