Hopp til innhold

Alþjóðabankinn

Alþjóðabankinn er ekki venjulegur banki, heldur stofnun sem veitir aðstoð, sanngjörn lán og faglega ráðgjöf til þróunarlanda og landa með meðaltekjur. Alþjóðabankinn mikilvægur í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.

Alþjóðabankinn

Alþjóðabankinn var stofnaður árið 1944 og var upprunalegt markmið bankans að hafa umsjón með efnahagslegri uppbyggingu eftir seinni heimsstyrjöldina. Ein deild innan bankans sér um lánveitingar til landa með meðaltekjur og önnur deild sér um sérlega hagstæð lán og aðstoð til þróunarlanda.

Alþjóðabankinn vinnur einnig á öðrum sviðum svo sem með tryggingar. Aðildarlöndin leggja sitt af mörkum í fjárframlögum til bankans eftir stærð þeirra á heimsmarkaði. Framlögin segja einnig til um hversu mikið atkvæðavægi hvert land hefur í stjórn Alþjóðabankans, sem gefur ríkustu löndunum mest vægi. Aðildarlöndin veita einnig frjáls framlög. Til að gerast aðili að Alþjóðabankanum þarf land fyrst að gerast aðili að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Aðildarríki (188)

Lim inn på din egen nettside

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017