Hopp til innhold

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF)

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) var stofnaður árið 1944. Meginmarkmið sjóðsins er að tryggja stöðugleika og greiða fyrir frjálsum gjaldeyrisviðskiptum í heiminum.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn

Líkt og Alþjóðabankinn var Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stofnaður í kjölfar Bretton Woods fundarins árið 1944, þar sem 49 af ríkustu löndum heims komu sér saman um leikreglur í alþjóðaviðskiptum. Meginmarkmiðið með stofnun Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var að fyrirbyggja sveiflur í alþjóðahagkerfinu og koma í veg fyrir fjárhagskreppur í framtíðinni. Þau lönd sem óska aðildar að Alþjóðabankanum eru skyldug til að vera einnig aðilar að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

 

Mikilvægasta hlutverk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að sjá til þess að alþjóðahagkerfið sé stöðugt. Sjóðurinn metur ástand í aðildarlöndum sínum árlega og tekur afstöðu um nauðsynlegar aðgerðir til að viðhalda stöðugleikanum. Sjóðurinn veitir tæknilega og efnahagslega aðstoð og lánar verst settu löndunum fé. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur líkt og Alþjóðabankinn fengið mikla gagnrýni fyrir vinnu sína við að draga úr fátækt. Því er haldið fram að stuðningur til fátæku landanna skili oft ekki tilætluðum árangri vegna þess að skilyrðin um endurgreiðslu séu ósanngjörn og skiptingin á milli landa skökk og pólitískt stjórnað.

Aðildarríki (188)

Lim inn på din egen nettside

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017