Hopp til innhold

G8 (átta helstu iðnríki heims)

G8-hópurinn (G8) samanstendur af átta löndum þar sem 14 prósent íbúa heims býr. Löndin eru meðal valdamestu landa í heimi og stjórna 66,5 prósentum af efnahagi heims. Leiðtogar ríkjanna hittast á árlegum G8-leiðtogafundi þar sem mikilvæg pólitísk og efnahagsleg málefni eru rædd.

G8

G-8 hópurinn er arftaki G6-hópsins sem var stofnaður í kjölfar olíukreppunnar á áttunda áratug síðustu aldar. Eftir að Kanada gerðist meðlimur árið 1976 og Rússland árið 1997 fékk hópurinn nafnið G8. Ólíkt G77-hópnum þá hefur G8 ekki skrifstofu sem heldur utan um starfsemina eða formlegt skipulag. Formennskunni er skipt á milli aðildarríkjanna og situr hvert ríki í eitt ár í senn. Það ríki sem gegnir formennsku hverju sinni skipuleggur árlega leiðtogafundinn. Frá árinu 2005 hafa verið haldnir „G8 + 5“ fundir þar sem G8 ríkin hitta fulltrúa frá Kína, Mexíkó, Indlandi, Brasilíu og Suður-Afríku.

Aðildarríki G8 (8)

Lim inn på din egen nettside

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017