Hopp til innhold

Lönd sem eiga kjarnorkuvopn

Vitað er um níu lönd í heiminum í dag sem hafa yfir að ráða kjarnorkuvopnum.

Atomprøvesprengning

Mikill munur er á fjölda vopna eftir löndum. Bandaríkin og Rússland eru talin hafa yfir að ráða flestum löndum.

 

Samningurinn um að hefta útbreiðslu kjarnavopna, á ensku Nuclear Non-Proliferation Treaty (NPT), var samþykktur árið 1968 með það að markmiði að stöðva og takmarka útbreiðslu kjarnorkuvopna. Árið 2005 höfðu öll lönd heims að Indlandi, Pakistan og Ísrael undanskyldum undirritað samninginn. Norður-Kórea dró tilbaka undirritun sína árið 2003. Með því að undirrita samninginn skuldbinda lönd sig meðal annars til þess gefa fulltrúum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) leyfi til að rannsaka kjarnaofn landsins.

 

Samkvæmt samningnum um að hefta útbreiðslu kjarnavopna, hafa einungis þau lönd sem höfðu búið til kjarnorkusprengju fyrir 1. janúar 1967 leyfi til að hafa kjarnorkuvopn. Sem þýðir að einungis Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Kína eru „lögleg“ kjarnorkuvopnaveldi. Ef Indland, Pakistan og Ísrael hefðu undirritað samninginn fengju þau stöðu ríkja sem mega ekki hafa kjarnorkuvopn og mættu opna kjarnaofna sína með samþykki IAEA.

Lönd með kjarnorkuvopn (9)

Lim inn på din egen nettside

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017