Hopp til innhold

Mannréttindaráðið

Mannréttindaráðið var stofnað af allsherjarþingi SÞ árið 2005. Ráðið kemur í staðinn fyrir Mannréttindanefndina sem sá um mannréttindavinnu innan SÞ á árunum 1946-2005.

Mannréttindaráðið

Mannréttindaráðið var stofnað vegna mikillar gagnrýni sem hafði gegnum árin verið gegn Mannréttindanefndinni. Aðalgagnrýnin á gömlu nefndina var sú að aðildarríkin hittust of sjaldan og að ríki gátu verið meðlimir í nefndinni þrátt fyrir að vera uppvís að grófum mannréttindabrotum.

 

Hlutverk Mannréttindaráðsins er að samræma og stuðla að mannréttindum í allri vinnu SÞ. Innan ráðsins er fjöldi lítilla nefnda sem beita sér fyrir sértækum mannréttindum. Ráðið heyrir undir allsherjarþingið sem gefur því meiri vigt en mannréttindanefndin hafði sem heyrði undir efnahags- og félagsmálaráð SÞ (ECOSOC). Meðlimir Ráðsins eru kjörnir til þriggja ára í senn og er sætunum skipt upp í ríkjahópa eftir fólksfjölda.

Afríka 13, Asía 13, Suður-Ameríka og Karabíahafið 8, Austur-Evrópa 6, Vestur-Evrópa og aðrir 7.

Aðildarríki (47)

Lim inn på din egen nettside

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017