Hopp til innhold

Samtök olíuframleiðsluríkja (OPEC)

Samtök olíuframleiðsluríkja (OPEC) eru samtök sem ætlað er að styrkja gott samstarf á milli aðildarríkjanna og vinna að stöðugleika á alþjóða olíumarkaði. OPEC hefur oft verið gagnrýnt fyrir að ráðskast með heimsmarkaðsverð á olíu vegna pólitískra hagsmuna.

OPEC

OPEC var stofnað á Bagdad ráðstefnunni árið 1960, af Íran, Írak, Kúveit, Sádi-Arabíu og Venesúela. Við stofnun OPEC voru flest olíuframleiðsluríki heims aðilar, með því móti höfðu samtökin mikil áhrif á heimsmarkaðsverð á olíu. Þetta var sérlega áberandi í alþjóðaolíukreppunni árið 1973, þegar arabískir meðlimir samtakanna stöðvuðu allan útflutning á olíu til landa sem studdu Ísrael í Yom Kippur stríðinu.

 

Þegar olía fannst í Norðursjó og Mexíkóflóa á áttunda og níunda áratugnum dró úr áhrifum OPEC á alþjóða olíumarkaðinn. Aðildarríki samtakanna standa þó fyrir um það bil 40 prósent af olíuframleiðslu heims og hafa enn þó nokkur áhrif á markaðinn. Ekvador og Gabon drógu sig út úr samtökunum í upphafi tíunda áratugarins vegna hárra meðlimagjalda, en Ekvador gerðist aftur meðlimur árið 2007.

Aðildarríki OPEC (12)

Lim inn på din egen nettside

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017