Hopp til innhold

Öryggisráðið

Öryggisráðið er æðsta og valdamesta stofnun Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Ráðið er eina stofnun SÞ sem getur beitt hervaldi og öll aðildarríkin eru skuldbundin því að hlíta ákvörðunum ráðsins.

Öryggisráðið

Öryggisráðið hefur samkvæmt stofnsáttmála SÞ það markmið að stuðla að friði og öryggi í heiminum. Ráðið hefur 15 meðlimi, þar af eru fimm fastameðlimir: Bandaríkin Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Hinir 10 meðlimirnir eru kosnir af allsherjarþinginu til tveggja ára í senn. Að fá ályktun samþykkta í öryggisráðinu krefst þess að minnst níu aðildarríkjanna greiði atkvæði með og að ekkert fastaríkjanna greiði atkvæði á móti.

Meðlimir (15)

Lim inn på din egen nettside

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017