Hopp til innhold

Samtök ríkja í sunnanverðri Afríku

Samtökum ríkja í sunnanverðri Afríku (SADC) er ætlað að vinna að félags- og efnahagslegri þróun í sunnanverðri Afríku.

SADC logo

SADC var stofnað árið 1992 sem viðbót við Ráðstefnu ríkja í sunnanverðri Afríku (SADCC). SADC vinnur að þróunarsamstarfi á milli landanna í sunnanverðri Afríku bæði efnahagslega, pólitískt, félagslega og menningarlega.

 

Formennsku samtakanna er skipt á milli aðildarlandanna, þrjú lönd eru við stjórnvölin að hverju sinni. Aðildarríkin hittast tvisvar á ári til að bera saman bækur sínar. Samtökin hafa undanfarin ár gengið í gegnum miklar umbætur og stefna að því að mynda enn fleiri samtök.

Aðildarríki (15)

Lim inn på din egen nettside

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017