Hopp til innhold

Smá ey-þróunarríki (SIDS)

Smá ey-þróunarríki (SIDS) er hópur þróunarlanda sem fá þróunaraðstoð vegna þess að þau eru lítil eyríki og vegna þess að landfræðileg lega landanna gerir þeim erfitt fyrir að taka þátt í alþjóðahagkerfinu. SIDS var stofnað af allsherjarþingi SÞ árið 2001.

Smá ey-þróunarríki

Í SIDS eru 51 lítil eyja sem allar eru þróunarríki. Flestar þeirra eru sjálfstæð ríki en þó eru nokkrar eyjanna ekki sjálfstæðar, þær eru: Samóa, Angvilla, Arúba, Bresku Jómfrúaeyjar, Franska Pólýnesía, Gvam, Montserrat, Hollensku Antillur, Nýja-Kaledónía, Norður-Maríanaeyjar, Púertó Ríkó og Bandarísku Jómfrúaeyjar.

 

Smáeyríki eru berskjölduð, bæði vegna smæðar ríkjanna og einnig vegna þess hversu einangruð þau eru. Ríkjanna bíða stór verkefni bæði efnahagsleg og vistfræðileg. Einangrunin gerir það að verkum að þau neyðast til að borga háar fjárhæðir fyrir innfluttar vörur á sama tíma og flutningskostnaður fyrir útfluttar vörur er hár. Margar eyjanna glíma einnig við vandamál eins og ofveiði og ofnotkun landsvæða vegna mikillar fólksfjölgunar. Að auki treysta smáeyríki oft á fáar vörur en það gerir þau sérlega viðkvæm fyrir verðsveiflum á heimsmarkaði.

Smá eyríki - þróunarríki (39)

Lim inn på din egen nettside

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017