Hopp til innhold

Þróunarlönd án aðgangs að sjó (LLDC)

Þróunarlönd án aðgangs að sjó (LLDC) er hópur þróunarlanda sem nýtur þróunaraðstoðar vegna þess að þau hafa ekki aðgang að sjó og vegna þess að landfræðileg staða þeirra gerir þeim erfitt fyrir að taka þátt í heimsmarkaðsviðskiptum. LLDC var stofnað af allsherjarþingi SÞ árið 2001.

Þróunarlönd án aðgangs að sjó

LLDC var stofnað til að aðstoða löndin við að fóta sig á heimsmarkaði. Skortur á aðgangi að sjó hefur í för með sér mikinn flutningskostnað í gegnum nágrannalönd til að koma vörum til hafnar. Aðstoðin sem löndin fá fer að mestu leyti til uppbyggingar á grunngerð landanna. Af 31 þróunarlandi án aðgangs að sjó eru 16 einnig í hópi vanþróuðustu landa heims.

LLCD-land (31)

Lim inn på din egen nettside

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017