Hopp til innhold

 

Fjórar mögulegar atburðarásir

Fjórar mögulegar atburðarásir

Fimmta skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar setur meðal annars fram fjórar mögulegar atburðarásir byggðar á ólíkri losun gróðurhúsalofttegunda og nýtingu jarðnæðis.

Hver atburðarás setur upp ákveðnar félags- og efnahagslegar forsendur:

Óbreytt ástand (há losun RCP 8,5)

Losun gróðurhúsalofttegunda heldur sömu þróun og áður (hér er ekki gert ráð fyrir neinni takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda).  

• Meðalhiti hefur hækkað um 4,3 gráður á tímabilinu 2080-2100, miðað við tímabilið 1850-1900.

• Losun koltvísýrings þrefaldast fyrir árið 2100.

• Við erum algjörlega háð jarðefnaeldsneyti.

• Fólksfjölgun leiðir til þess að við meira landsvæði undir landbúnað og beitiland.

• Orkunotkun árið 2100: 1750 EJ

• Jarðarbúar verða orðnir 12 milljarðar fyrir árið 2100. 

• Engar ráðstafanir eru gerðar til þess að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda.

Lítil breyting (miðlungs losun RCP 6,0)

• Meðalhiti hefur hækkað um 2,8 gráður á tímabilinu 2080-2100, miðað við tímabilið 1850-1900.

• Hámarkslosun gróðurhúsalofttegunda verður árið 2060 – 75% hærri en í dag, eftir það fer hún lækkandi og endar í 25% af núverandi losun.

• Við erum enn háð jarðefnaeldsneyti.

• Stærra landssvæði er notað undir landbúnað en nú, notkun beitihaga minnkar.

• Orkunotkun árið 2100: 800 EJ

• Jarðarbúar verða orðnir 10 milljarðar fyrir árið 2100.

Mikil breyting (miðlungs losun RCP 4,5)

• Meðalhiti hefur hækkað um 2,4 gráður á tímabilinu 2080-2100, miðað við tímabilið 1850-1900.

• Losun koltvísýrings eykst lítillega en fer svo lækkandi í kringum árið 2040.  

• Samfélagið er orðið orkunýtnara.  

• Orkunotkun árið 2100: 1000 EJ

• Jarðarbúar verða orðnir um 9 milljarðar árið 2100.

• Flest lönd fylgja strangri og metnaðarfullri stefnu í loftslagsmálum.

Stórtæk breyting (lítil losun RCP 2,6)

• Meðalhiti hefur hækkað um 1,6 gráður á tímabilinu 2080-2100, miðað við tímabilið 1850-1900.

• Losun koltvísýrings helst söm fram til ársins 2020 þegar hún fer lækkandi og verður að lokum nær engin árið 2100.

• Notkun jarðefnaeldsneyta fer minnkandi.

• Aukið landsvæði er notað undir landbúnað vegna lífrænna framleiðsluhátta.

• Orkunotkun árið 2100: 850 EJ.

• Jarðarbúar verða orðnir 9 milljarðar fyrir árið 2100.

Last ned "Utviklingsbaner"

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017