Hopp til innhold

 

Hafís, dæmi um vistkerfi í hafinu

Hafís, dæmi um vistkerfi í hafinu

Vistkerfi er samfélag lifandi lífvera sem búa í sambúð við umhverfið sem umlykur þau. Dæmi um vistkerfi eru vötn, fjöll, höf og skógar.

Í vistkerfi mynda lífverur fæðukeðjuna. Þetta þýðir að lífvera nærist á annarri lífveru sem er svo háð hinni þriðju o.s.fr. Allt lífríki er vistkerfi.  Lífhvolfið er svæðið á og í kringum hnöttinn þar sem er líf.  Í lífhvolfinu eru vötn, land og loft (neðri lög lofthjúps jarðar).  

Hvað sýnir myndin?

Myndin hér að ofan sýnir vistkerfi umhverfis hafís á norðurskautssvæðinu.  Hér búa tegundir örvera, fiskar, fuglar og spendýr.  Hinar ýmsu tegundir nota hafís á mismunandi hátt vegna mismunandi þarfa.  Í þessu kerfi mynda þörungar kjarnann.  Sumir þörungar sitja fastir á ísnum, aðrir lenda í sjónum og fljóta þar um, enn aðrir falla alla leið til botns. Á mismunandi dýpi eru þörungar fæða fyrir hinar ýmsu lífverur. 

Tengdar upplýsingar

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017