Hopp til innhold

 

Loftslagsbreytingar – hækkun hitastigs síðastliðin 1000 ár

Loftslagsbreytingar – hækkun hitastigs síðastliðin 1000 ár

Myndin sýnir hækkun hitastigs síðastliðin 1000 ár.

Loftslag jarðar fer í gegnum náttúrulegar sveiflur í hitastigi sem geta meðal annars útskýrst af sólvirkni og eldgosum.  Tímabilið frá 1300 til 1870 hefur oft verið kallað litla ísöldin.  Köldustu árin voru frá 1645 til 1715 þegar uppskerur voru snauðar og erfiðir tímar fyrir bændur.  En á þessu tímabili komu einnig hlý ár.  Svona sveiflur voru af náttúrulegum sökum.

Nú er staðan hins vegar önnur. Mælingar sýna að fyrir 500 árum var hitastig almennt 1 gráðu lægra en það er nú.  Hitinn hefur hækkað jafnt og þétt frá því um miðja átjándu öld.  Á síðastliðnum 50 árum hefur hitastigið hækkað mjög hratt og er þetta gífurlegt áhyggjuefni.  Þegar við lítum á hækkun hitastigs í sögulegu samhengi sjáum við að hér getur ekki einungis verið um náttúrulegar hitastigssveiflur að ræða.  Hækkun hitastigs síðastliðna áratugi er af mannavöldum og hluti af enn meiri loftslagsbreytingum.  Þessi áhrif á náttúruna af mannavöldum eru oft kölluð gróðurhúsaáhrif og eru afleiðing af aukinni losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. 

Myndin sýnir niðurstöður frá ólíkum tegundum hitastigsmælinga sem notaðar eru til þess að mæla hitastig yfir löng tímabil. Mælingarnar eru: 

Græna línan: árhringir trjánna

Ljósbláa línan: stærð jökla

Appelsínugula línan: hitastig í borholum

Svarta línan: mælitæki

Gráa, dökkbláa og rauða línan: aðrir mældir þættir.

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017