Hopp til innhold

 

Losun koltvísýrings eykst

Losun koltvísýrings eykst

Myndin sýnir aukningu í losun koltvísýrings frá 1950.

Í fimmtu loftslagsskýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kemur fram að efnin koltvísýringur, metan og nituroxíð, sem öll stuðla að hnattrænni hlýnun, mælast nú í ríkari mæli í andrúmsloftinu en þau hafa verið í að minnsta kosti 800.000 ár.  

Styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu hefur hækkað um 40% frá tímum iðnbyltingarinnar, fyrst og fremst vegna losunar frá jarðefnaeldsneyti og breytinga í landnotkun (til dæmis vegna eyðingar skóga). 

Hafið tekur til sín um það bil 20% af losun koltvísýrings og hægir þannig á hækkun hitastigs.  En með því að binda slíkt magn koltvísýrings súrnar sjórinn.  Frá árinu 1750 hefur sjórinn orðið 26% súrari.

Losun koltvísýrings veldur því að hitastig á jörðinni hækkar.  Loftslagsbreytingar munu hafa mikil áhrif á líf á jörðinni.

Last ned "CO2-utslippene øker"

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017