Hopp til innhold

 

Örbirgð

Örbirgð

Fyrsta þúsaldarmarkmiðið snýr að því að fækka þeim um helming sem hafa minna en 1,25 bandaríkjadollara (um 165 íslenskar krónur) á dag til þess að lifa af. Þessu markmiði hefur þegar verið náð.

Árið 1990 höfðu 47% jarðarbúa minna en 1,25 bandaríska dollara á dag til þess að framfleyta sér.  Árið 2010 hafði hlutfallið lækkað í 22%. Þetta þýðir að um 700 milljónir hafa bætt lífskjör sín og búa ekki lengur við örbirgð.  

Alþjóðabankinn hefur áætlað að um 970 milljónir manns muni hafa minna en 1,25 bandaríkjadollar á dag til þess að framfleyta sér þegar fresturinn til að ná þúsaldarmarkmiðunum rennur út í lok árs 2015.  40% af þeim býr í Afríku sunnan Sahara og í Suður-Asíu.

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017