Hopp til innhold

 

Ólæsi

Ólæsi

Myndin sýnir hlutfall ólæsra kvenna og karla á mismunandi stöðum í heiminum.

Tölurnar í töflunni sýna meðaltal ólæsra í ýmsum heimsálfum, miðað er við alla eldri en 15 ára.  Tölurnar eru byggðar á áætlunum frá tölfræðistofnun UNESCO og voru reiknaðar á árunum 2005-2008.

Slíkar áætlanir hafa ekki verið gerðar fyrir öll lönd heims. Mörg þróuð ríki, svo sem Bandaríkin, Kanada, Noregur og Þýskaland eru ekki með í könnuninni.  Því er ekki hægt að reikna meðalatal fyrir Norður-Ameríku.  Myndin fyrir Evrópu er einnig ónákvæm þar sem tölur fyrir mörg lönd vantar í þessum heimshluta.  

Það er einnig áhugavert að skoða hve mikill munur er milli landa í sömu heimshlutum, til dæmis eru 85% kvenna í Níger ólæsar en einungis 12% í Suður-Afríku.  

Last ned "Andel analfabeter"

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017