Hopp til innhold

 

Óléttar unglingsstúlkur

Óléttar unglingsstúlkur

Á hverjum degi fæða um 20.000 stúlkur yngri en 18 ára börn í þróunarlöndum.

95 prósent af öllum óléttum unglingsstúlkum er að finna í þróunarríkjum.  Sameinuðu þjóðirnar telja að tæplega 20 prósent allra stúlkna í þróunarríkjum verði óléttar fyrir 18 ára aldur.  7.3 milljónir barna fæðast árlega af mæðrum sem eru undir 18 ára aldri, þar af eru 30 prósent þeirra fædd af stúlkum undir 14 ára aldri.  

Margar ástæður liggja að baki. Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið saman nokkrar þær helstu:

Stúlkur eru giftar á unglingsárum

Fátækt

Nauðganir og þvinganir

Lög sem banna getnaðarvarnir og kynfræðslu í skólum

Slæmt aðgengi að heilbrigðisþjónustu

Lágt menntunarstig

 

Þú getur lesið meira hér:  "Motherhood in childhood: Facing the challenge of adolescent pregnancy".

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017