Hopp til innhold

 

Skógarhögg og náttúruvernd í Mið-Afríku

Skógarhögg og náttúruvernd í Mið-Afríku

Myndin sýnir vernduð skógarsvæði og skógarhögg í Mið-Afríku.

Skógar í Mið-Afríku eru undir miklum þrýstingi og skógareyðing mikil.  Gæði skóganna minnkar og umhverfi þeirra breytist þegar ný íbúðahverfi eru byggð og vegir eru lagðir.  

Bláu merkin á myndinni sýna hvar löglegt skógarhögg fer fram. Ljósgræni liturinn sýnir skóglendi. Dökkgræni liturinn sýnir vernduð svæði. 

60% af regnskóginum á þessu svæði er innan landamæra Vestur- og Austur-Kongó.  Þar er landbúnaður stærsta orsök skógarhöggs. Til þess að stunda löglegt skógarhögg í Kongó þarf að fá heimild frá yfirvöldum. Slík leyfi eru kölluð sérleyfi.  Veiting og afturköllun slíkra leyfa er leið stjórnvalda til þess að halda skógarhöggi innan eðlilegra marka. Mikið er þó um ólöglegt skógarhögg.

Kortið að ofan sýnir ástandið eins og það var árið 2007.  Frá árinu 2005 hefur verið ráðist í endurskoðun á leyfum stjórnvalda.  Árið 2009 var ákveðið að 91 af 156 leyfum til skógarhöggs yrði afturkölluð.  Þetta var mikilvægt skref í átt að sjálfbærri þróun skóga í Kongó.  Uppfært kort má finna á heimasíðum World Resources Institute (sjá tengilinn hér að neðan).  

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017