Hopp til innhold

 

Súrnun sjávar

Súrnun sjávar

Hafið tekur til sín um það bil 20% af losun koltvísýrings og hægir þannig á hækkun hitastigs. En með því að binda slíkt magn koltvísýrings súrnar sjórinn.

55% koltvísýrings sem losnar endar í andrúmsloftinu og stuðlar að hlýnun jarðar.  Um 25% er bundið af plöntum á landi (t.d. í regnskógum) og 20% af hafinu.  

Höf og plöntur geta þannig takmarkað magn koltvísýrings í andrúmsloftinu og aðstoðað við að hægja á hækkun hitastigs.  Vandamálið er hins vegar að aukið magn koltvísýrings í höfum veldur súrnun.  Hafið er í grunninn basískt en hefur frá upphafi iðnbyltingarinnar lækkað um 0,1 pH.  Þetta er hraðasta súrnun sjávar á 55 milljóna ára tímabili.  Þessi súrnun hefur nú þegar orðið til þess að lífríki sjávar og kórallar skemmast.  Hafið er því komið að takmörkum sínum og má ekki við því að taka meira magn koltvísýrings.

Þú getur gert tilraun með því að hræra sykur út í vatnsglas.  Í fyrstu leysist sykurinn upp í vatninu en á einhverjum tímapunkti kemur að því að vatnið getur ekki leyst upp sykurinn og hann fellur til botns.  Það sama gerist með koltvísýring í sjónum.  Því meira af koltvísýringi í sjónum, því minni geta til þess að binda hann.  

Þessi þróun getur orðið til þess að auka magn koltvísýrings í andrúmsloftinu í framtíðinni og því hraðað á loftslagsbreytingum.

Last ned "Havet blir surere"

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017