Hopp til innhold

Landbúnaður og notkun jarðnæðis

Gífurlegt landsvæði jarðarinnar er sameign okkar allra og það er á ábyrgð ríkisstjórna landa heims að vernda þessi landsvæði.

Landbúnaður og notkun jarðnæðis

 Jörðin og náttúran erfast frá kynslóð til kynslóðar og því ábyrgð hverrar ríkisstjórnar að stjórna landbúnaði og notkun jarðnæðis á skynsamlegan máta.  Til þess að leysa viðfangsefni í tengslum við nýtingu jarðnæðis heims þurfa öll ríki heims að vinna saman.  

Hér á Íslandi eru starfandi samtök, VAKANDI, sem vilja auka vitundarvakningu um sóun matvæla með það að markmiði að tryggja nýtingu þeirra landbúnaðarafurða og matvæla sem við framleiðum.  Um helmingur allra matvæla sem framleidd eru í heiminum enda í ruslatunnum. Þetta er að sjálfsögðu mikið vandamál og slæmt að hugsa til þess að matvælum sé hent þegar fjölmargir eru svangir og hafa ekki nóg að borða. Heimasíðu VAKANDI má finna hér.

Í gegnum árþúsundin hefur landbúnaður tekið yfir stærstu landsvæði heims.  Þetta er nú að breytast.  Eftir því sem íbúum jarðar fjölgar og þjóðfélög breytast eykst þörfin fyrir landssvæði undir húsnæði, iðnað, raf- og vatnsorku og margt fleira.  Á sama tíma hefur þróun í landbúnaði gert hann skilvirkari og því skila skikar meiru af sér nú en áður.  

Hnattvædd verslun hefur leitt til þess að nýting, kaup og sala auðlinda um heim allan er nátengd.  Breytingar á verði á landbúnaðarvörum í Suðaustur-Asíu geta til dæmis haft afgerandi áhrif á tekjur lítilla landbúnaðarsamfélaga í Vestur-Afríku.  

Náttúrutorg

Á heimasíðunni Náttúrutorg er að finna margvíslegar upplýsingar um náttúruvísindi á nýrri öld.  Þar má finna þverfaglega umfjöllun um ýmis málefni sem hafa hér verið kynnt til sögunnar, til að mynda sjálfbæra þróun, gróðurhúsalofttegundir, matarsóun, loftlagsbreytingar, mengun og fleira.  Heimasíðuna má finna hér

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017