Hopp til innhold

Skólar

Hér eru upplýsingar fyrir kennara um það hvernig hægt er að nýta vefinn Globalis.is við grunn- og framhaldsskólakennslu á einfaldan máta.


Globalis vefurinn er gagnvirkur heimsatlas þar sem nemendurnir gerast þjóðfélagsfræðingar. Á Globalis er tölfræði gerð aðgengileg á einfaldan og sjónrænan hátt. Með nokkrum músasmellum eru dregin fram litrík kort og línurit sem sýna ástandið í hinum ýmsu heimshornum. Hér má finna verkefni í samfélagsfræði, landafræði og stjórnmálafræði og mannréttindum. En til að byrja með eru hér upplýsingar fyrir kennara.

 

Samfélagsfræði

Tilgangur samfélagsfræði er að stuðla að skilningi á og stuðningi við grundvallarmannréttindi, lýðræðisleg gildi og jafnrétti, auk virkrar samfélags- og lýðræðisþáttöku. Kennsla í samfélagsfræði á að beina athygli að náttúrulegum og manngerðum skilyrðum á jörðinni. 

  

Landafræði

Tilgangur landafræðiáfangans er að þróa skilning á sambandinu milli náttúrunnar og manngerðs umhverfis. Námi í þessum áfanga er ætlað að varpa ljósi á tengslin milli framleiðslu og neyslu, en einnig er fjallað um áhrif landnotkunar og notkunar auðlinda á umhverfið og sjálfbæra þróun.

 

Stjórnmál og mannréttindi

Skilin milli krafna samfélagsins og óska einstaklingsins leysa oft úr læðingi spurningar um hvernig samfélagið eigi að vera og hvernig eigi að skipuleggja það þannig að það standi vörð um mannréttindi og velferð borgaranna á sem bestan hátt.

Enska

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi © 2017