MPI - margvíð fátæktarvísitala i Simbabve
Hin margvíða fátæktarvísitala (MPI) reiknar út hversu margir búa við fátækt í hverju landi, og hversu alvarleg sú fátækt er.
Útskýring
Hin margvíða fátæktarvísitala gefur bæði upp fjölda fátækra í landinu og hvað til þarf til þess að útrýma fátækt.
Munurinn á vísitölunni um þróun lífsgæða (HDI) og hinni margvíðu fátæktarvísitölu (MPI) er að sú síðarnefnda skoðar málefnin, heilsu, menntun og lífskjör, í tengslum við hvert annað. Þannig er hægt að sýna mismunandi stig fátæktar. Það er til dæmis mun sárari fátækt að vera vannærður eða fá ekki að ganga í skóla heldur en að vanta aðgang að rafmagni eða símasambandi.