Vistfræðileg fótspor i Rúmenía
Mælieiningin mælir vistfræðileg fótspor, þ.e.a.s. meðalnotkun náttúruauðlinda í hverju landi fyrir sig.
Útskýring
Neysla/fótspor er mæld í svæðiseiningum, þ.e. landsvæðið sem er náttúrunni nauðsynlegt til þess að geta endurnýjað notaðar auðlindir. Vísirinn er nátengdur hugmyndinni um "sjálfbæra þróun", og er hannaður til að mæla nokkra þætti þessaar hugmyndafræði.
Hámarksneysla hvers og eins íbúa jarðar (miðað við að hægt sé að endurnýja og endurbyggja náttúruauðlindir jafnt og þétt) fer eftir því hversu margir jarðarbúar eru. Því fleiri sem við verðum, því minni vistfræðilegan "kvóta" hefur hvert okkar. Heildarneysla náttúruauðlinda fer því eftir fjölda íbúa jarðar, meðalnotkun íbúa og hversu vel við nýtum orkuna.
Vísirinn gerir ráð fyrir að allir íbúar jarðar hafi jafnt magn auðlinda til notkunar. Árið 2008 var þetta svæði 1,72 hektarar á mann. "Kvótinn" er mældur með því að leggja saman allt afkastamikið landsvæði um allan heim og deila með fjölda íbúa. Innifalið er m.a. ræktanlegt land, beitiland, þéttbýli og hafvæði. Í þessum útreikningi var sett til hliðar landsvæði fyrir þær 30 milljónir tegunda sem menn deila jörðinni með. Að auki var 12 prósent af vistfræðilegrar getu látin ónýtt (á við allar gerðir vistkerfa) til að vernda fjölbreytileika.