Sögulegur bakgrunnur

Fram til ársins 1947 var svæðið sem í dag er Pakistan hluti af Indlandi. Indland var bresk nýlenda. Þegar Bretland lét svæðið frá sér var ákveðið að það skyldi skiptast í tvo hluta. Svæðið þar sem múslimar voru í meiri hluta varð Pakistan en hindúar fengu Indland. Skiptingin var ákveðin eftir blóðug átök milli hópanna tveggja og komist var að þeirri niðurstöðu að heppilegast væri að skipta svæðinu til að komast hjá frekari átökum.Kasmír mátti velja hvoru landinu það tilheyrði. Furstinn sem stjórnaði svæðinu var hindúi en meirihluti íbúa Kasmírs múslimar. Orðrómur um að furstinn hefði ákveðið að tilheyra Indlandi leiddi til uppreisnar meðal múslima sem búsettir voru í norðurhluta Kasmír. Þeir gripu til vopna og héldu í átt að furstahöllinni. Af hræðslu við að vera steypt af stóli bað furstinn Indland um hernaðaraðstoð.

En FN-observatör har stoppat bilen och frågar en lokal man till häst om vägen. 1955. Foto: UN Photo / SC
En FN-observatör hefur stöðvað bílinn og spurningar en staðbundinn maður til hests um vägen. 1955. Mynd: UN Photo / SC

Fyrsta stríðið

Indverska innrásin gerði það að verkum að múslímsku uppreisnarmennirnir fengu stuðning frá pakistanska hernum og árið 1948 þróuðust Kasmír-átökin út í stríð. SÞ sömdu árið 1949 um vopnahlé þar sem svæðinu skyldi skipt í tvennt. Komið var á indversku og pakistönsku yfirráðasvæði, annað svæðið um 140.000 ferkílómetrar og hitt 83.000 ferkílómetrar. Eftirlitssveitir frá SÞ áttu að hafa eftirlit með að friðarsamkomulagið væri virt og eru þær enn á svæðinu.

SÞ-eftirlitsmenn hafa verið með eftirlit með indverskum og pakístönskum hersveitum í Kasmír frá 1949. Myndin er tekin Indlandsmegin við línuna sem skiptir svæðinu. séð yfir til Pakistan. Mynd: UN Photo

Samið um frið 1972

Vandamál svæðisins liggur í því að bæði löndin telja sig eiga kröfu á allt svæðið og líta á andstæðinginn sem valdaræningja. Bæði lönd vísa á bug þeim möguleika að svæðið verði sjálfstætt ríki. Að hafa stjórn yfir Kasmír er mikilvægt á marga vegu. Svæðið er ríkt af náttúruauðlindum og mikilvægt frá öryggissjónarmiði. Auk þess eiga flestar stóru árnar í bæði Pakistan og Indlandi uppsprettur sínar í Kasmír og því mikilvægt fyrir landbúnað beggja landa að hafa yfirráð yfir vatnslindunum.Eftir skiptinguna árið 1947 hafa staðið yfir margar samningaviðræður. Þær leiddust út í stríð árin 1965 og 1971. Í friðarsamkomulaginu 1972 var dregin lína sem í dag myndar landamæri milli landanna tveggja. Línan er mjög svipuð þeirri línu sem dregin var við skiptinguna árið 1948. Landamærin liggja yfir land sem er erfitt yfirferðar, yfir ár og há fjöll sem gerir það að verkum að erfitt er að fylgjast með umferð um landamærin.

Barátta um sjálfstæði

Í lok níunda áratugarins komu fram nokkrir herskáir hópar á svæðinu. Einhverjir þeirra vinna að sjálfstæði Kasmírs á meðan aðrir vinna að því að svæðið verði hluti af Pakistan. Frá því um 1990 hefur inntak baráttunnar breyst úr hreinni aðskilnaðarstefnu yfir í trúarlega andspyrnu. Meðal baráttumanna eru arabískir hermenn sem hafa barist fyrir Mujahedin í Afganístan Þetta eru stríðsmenn sem hafa sterk tengsl við bæði afganska talíbana og al-Qaida og þar sem við alþjóðlegan hryðjuverkahernað.

Þessir skæruliðahópar starfa náið með pakistanska hernum og pakistönskum stjórnvöldum. Pakistanar fullyrða að stuðningurinn sé ekki hernaðarlegur heldur einungis stjórnmálalegur. Indland sakar Pakistan þó ennþá um að styðja við hópana með því að veita fjármagni til þeirra og annarri aðstoð og leyfa þeim að nota aðstöðu í herstöðvum í Pakistan. Eftir árás al-Qaida á Bandaríkin þann 11. september 2001 var settur mikill diplómatískur þrýstingur á Pakistan. Bandaríkin kröfðust þess að landið tæki á vandamálum tengdum arabísku stríðsherrunum. Þeir voru þjálfaðir í æfingabúðum á landamærum Pakistans og Kasmírs og fóru eftir það inn á indverska hluta Kasmír. Indverjar reyndu að nýta sér kröfu Bandaríkjanna og hótuðu stríði tæki Pakistan ekki til hjá sér. Þetta leiddi til uppreisnar á landamærasvæðunum og kjarnorkuvopnaveldin tvö bjuggu sig til átaka. Báðir aðilar hafa síðar viðurkennt að á þessum tíma hafi löndin verið hættulega nálægt kjarnorkustríði. Storminn lægði á síðustu stundu með hjálp frá alþjóðasamfélaginu.

Framkvæmdastjóri SÞ Ban Ki-moon á fundi með forseta Pakistan Asif Ali Zardari, 4. febrúar 2009, Islamabad, Pakistan.

Undanfarin ár hefur samkomulagið á milli Pakistans og Indlands skánað og leggja bæði löndin sig fram um að ræða málin. Nýtt vopnahléssamkomulag var samþykkt árið 2003. Enn er ofbeldi og óstöðugleiki á svæðinu en þó hafa margir hópar uppreisnarmanna í Kasmír lagt niður vopn og leitað friðsamlegra leiða til að semja við Indland. Fjöldi ferðamanna í Kasmír hefur aukist og árið 2005 opnaði rútuleiðarkerfi sem gengur í gegnum héraðið.

Orsakir átakanna

Kasmír er talið vera afar mikilvægt svæði í stefnumótun Pakistans og Indlands vegna þeirra fjölda náttúruauðlinda sem þar eru, og að auki vegna þess að margar þeirra stóru fljóta sem renna í gegnum löndin tvö eiga sér uppsprettu í Kasmír. Það er mikilvægt fyrir bæði löndin að hafa yfirráð yfir vatnsauðlindum sínum og því gera bæði Pakistan og Indland tilkall til Kasmírsvæðisins. Löndin líta því bæði á mótherja sinn sem setulið og hafna öllum möguleikum á að Kasmír öðlist stöðu sem sjálfstætt ríki.

Samkvæmt heimildum hefur Indland allt að hálfri milljón hermanna í Kasmír. Her Indlands í Kasmír starfar undir öðrum reglum en annars staðar í landinu og Indland hefur oft verið gagnrýnt af Amnesty International fyrir umfangsmikil og gróf brot á mannréttindum í harðhentri meðhöndlun sinni á íbúum í indverska hluta Kasmírhéraðs.

Jammu and Kashmir

95 prósent íbúa í Kasmírdalnum, sem staðsettur er í Indverska hluta Kasmírhéraðs, eru múslimar og margir þeirra vilja meira frelsi frá Indlandi. Í Jammu-héraði, sem er einnig undir Indlandsstjórn, eru hins vegar meira en 60% íbúa Hindúar og einnig búa margir Búddistar í héraðinu.

Undanfarin ár hefur samkomulagið á milli Pakistans og Indlands skánað og leggja bæði löndin sig fram um að ræða málin. Nýtt vopnahléssamkomulag var samþykkt árið 2003.