Á árunum 1948 til 1958 var stríð í Kólumbíu. Oft er vísað til tímabilsins sem „La Violencia” en yfir 300.000 manns létu á þeim tíma lífið. Þetta var upphaflega stríð á milli íhaldssamra og frjálslyndra en hafði einnig mikil áhrif á heimamenn. Bændur á landsbyggðinni skipulögðu þess vegna sína eigin heri sér til verndar. Herirnir voru studdir af kommúnistaflokknum sem varð æ sterkari á landsbyggðinni. „La Violencia“ lauk með sáttum á milli íhaldssamra og frjálslyndra. Þeir komu sér saman um að deila með sér völdum í ríkinu og stjórna landinu í sameiningu. Þeir lögðu á sama tíma bann við allri stjórnarandstöðu. Á þennan hátt mynduðu þeir sameiginlega víglínu gagnvart róttækum öflum landsins og komu á valdaeinræði sem féll illa í kramið hjá vinstri sinnuðum.

Börn leika sér í bænum Rio Sucio en fjöldi fólks hefur flúið átökin í heimabyggð sinni til að tryggja sér atvinnu og skólagöngu barna sinna. UN Photo/Mark Garten

Skæruliðahreyfingarnar eflast

Samkomulag um valdaskiptingu var innleitt árið 1958. Árið 1959 var árið fyrir kúbönsku byltinguna og á þeim tíma voru róttæk öfl áberandi í Suður-Ameríku. Í Kólumbíu komu fleiri skæruliðahreyfingar fram á sjónarsviðið, sumar þeirra áttu rætur að rekja til bændaherjanna, en aðrar í róttæk stúdentaumhverfi. Stærstu og mikilvægustu skæruliðahreyfingarnar voru FARC og ELN, sem báðar börðust fyrir nýrri ríkisstjórn og lýðræðislegri stjórnarháttum. Fyrsti bardaginn á milli ríkisstjórnarhersins og skæruliðanna var árið 1965, átökin standa enn yfir í dag. Til viðbótar við herinn og skæruliðana komu ólíkir herskáir hópar sér fyrir í landinu. Þeir sameinuðust í herliði sem var kallað AUC. Þetta er hægrisinnað herlið sem hafði það að markmiði að berjast gegn skæruliðahreyfingunum, verja ríkið og hið ríkjandi kerfi. Því hefur verið haldið fram að herskáu hóparnir vinni með ríkisstjórninni, en ríkisstjórnin hefur neitað því. Hinir herskáu hópar hafa staðið fyrir umfangsmestu árásunum í Kólumbíu, en herinn og vinstrisinnuðu skæruliðarnir eru einnig ábyrgir fyrir alvarlegum mannréttindabrotum.

Hagsmunir og eiturlyfjasmygl

Til viðbótar við hina miklu togstreitu á milli vinstri og hægri afla í kólumbískum stjórnmálum, stendur landið frammi fyrir alvarlegum vandamálum tengdum viðskiptum með eiturlyf. Náin tengsl eru á milli þessara tveggja þátta, þar sem mikið af þeim peningum sem koma frá fíkniefnaviðskiptunum eru notaðir til að fjármagna bæði skæruliðana og hina herskáu. Eiturlyfjabarónarnir hafa lengi verið mikilvægir í kólumbískum stjórnmálum. Stjórnarandstæðingar eru myrtir og þegar einn maður gerði hreinsun og uppstokkun í eiturlyfjaheiminum að kosningaefni, voru þrír forsetaframbjóðendur myrtir áður en kosningunum lauk. Bandaríkin hafa hafið herferð gegn eiturlyfjaframleiðslu Kólumbíu og verslun með þau, en sett var á laggirnar hin svokallaða Kólumbíuáætlun, „Plan Columbia“ árið 2001. Eftir 11. september settu Bandaríkin bæði FARC og ELN á lista yfir hryðjuverkahópa og skilgreindu herferðina gegn þeim sem hluta af alheimsstríði gegn hryðjuverkum (sjá , og ). „Áætlunin“ er að berjast gegn skæruliðunum og eyðileggja eiturlyfjaplönturnar með því að úða á þær eyðandi áburði.

Pablo Escobar (1949-1993) lék lykilhlutverk í eiturlyfjasmygli milli Kolumbíu og Bandaríkjanna á sínum tíma. Grafitti: Thierry Ehrmann/Wikimedia Commons

Bandaríkin hafa réttlætt íhlutun sína í Kólumbíu með því að Kólumbía sé einn stærsti innflytjandi m m aríjúana og kókaíns til Norður-Ameríku og að það sé eitthvað sem þeir vilji stöðva. Kólumbíuáætlunin og íhlutun Bandaríkjanna í átökunum í Kólumbíu hefur mætt sterkri gagnrýni alþjóðasamfélagsins. Margar ástæður eru fyrir því: Í fyrsta lagi hefur eitrið sem notað er til að drepa plönturnar verið gagnrýnt, því það hefur slæm áhrif á annað plöntulíf, sem gerir það að verkum að lífsgrundvöllur fátækra bænda hrynur. Í öðru lagi er því haldið fram að aðgerðir Bandaríkjamanna snúist meira um olíu en um eiturlyf, en á yfirráðasvæðum skæruliðanna á Amazon-svæðunum er talið að miklar olíuauðlindir sé að finna og með því að hafa stjórn á skæruliðunum gefst aðgangur að olíunni.

Núverandi forseti Kólumbíu, Álvaro Uribe Vélez, tók við völdum 2002. Hann er hliðhollur Bandaríkjunum og heldur uppi harðri stefnu gegn FARC og ELN. Friðarsamkomulagið sem hann kom í gegn með AUC árið 2003 hefur ekki vakið hrifningu hjá vinstri öflum landsins, sem líta á AUC og stjórnarherinn sem tvær hliðar á sama máli. Í kjölfar samkomulagsins árið 2003 var samþykkt frumvarp í þinginu um almenna sakaruppgjöf í tengslum við afvopnun herskáu hópanna. Samþykktin hefur mætt mikilli gagnrýni þar sem þetta gerir ómögulegt að sækja til saka hermennina í herskáu hópunum sem hafa framið alvarlega glæpi gegn óbreyttum kólumbískum borgurum.

Uribe hefur tjáð að hann vilji semja við FARC og ELN ef þeir lýsa yfir vopnahléi. Skæruliðahreyfingarnar segjast vera viljugar til að semja ef forsetinn viðurkennir að það eigi sér stað vopnuð átök í landinu og tali ekki um stríðið gegn FARC og ELN sem stríð gegn hryðjuverkum. Þrátt fyrir að forsendur fyrir bráðabirgðasamningum hafi ekki verið innleiddar af neinum deiluaðilanna, hafa undanfarin ár verið haldnir nokkrir fundir skæruliðanna og stjórnvalda. Þó hafa ekki verið gerðir raunverulegir samningar í stjórnartíð Uribe, ólíkt fyrrum forsetum.

Árið 2005 breytti Uribe kosningalögunum, þessar breytingar fólu í sér að hann gat verið endurkjörinn sem forseti í kosningunum árið 2006. Það er spurning hvort friðarsamkomulag náist áður en kjörtímabil hans sem sem forseti rennur út árið 2010. Kólumbía er í dag það land í heiminum sem hefur næstflesta flóttamenn, á eftir . 3,5 af 45 milljónum Kólumbíumanna eru á flótta í eigin landi. Þetta eru afleiðingar af sókn ríkisstjórnarinnar gegn skæruliðunum síðastliðin ár. Á sama tíma hefur dregið eitthvað úr tíðni morða og mannshvarfa.

„Áætlunin“ er að berjast gegn skæruliðunum og eyðileggja eiturlyfjaplönturnar með því að úða á þær eyðandi áburði.

Bandaríkin hafa réttlætt íhlutun sína í Kólumbíu með því að Kólumbía sé einn stærsti innflytjandi m m aríjúana og kókaíns til Norður-Ameríku og að það sé eitthvað sem þeir vilji stöðva. Kólumbíuáætlunin og íhlutun Bandaríkjanna í átökunum í Kólumbíu hefur mætt sterkri gagnrýni alþjóðasamfélagsins. Margar ástæður eru fyrir því: Í fyrsta lagi hefur eitrið sem notað er til að drepa plönturnar verið gagnrýnt, því það hefur slæm áhrif á annað plöntulíf, sem gerir það að verkum að lífsgrundvöllur fátækra bænda hrynur. Í öðru lagi er því haldið fram að aðgerðir Bandaríkjamanna snúist meira um olíu en um eiturlyf, en á yfirráðasvæðum skæruliðanna á Amazon-svæðunum er talið að miklar olíuauðlindir sé að finna og með því að hafa stjórn á skæruliðunum gefst aðgangur að olíunni.

Stríð á hendur skæruliðum

USAs utanriksminister heimsótti Kólumbíu til að aðstoða við Plan Colombia í 2003. Mynd: PD-USGOV.

Árið 2007 kom forseti Venúsavela, Hugo Chávez á fót viðræðum við skæruliðahreyfinguna FARC, án þess þó að koma nær friðarsamkomulagi. Þetta varð til þess að hann varð mjög óvinsæll meðal Uribe, sem nú þegar hélt grunsemdum yfir sósíalískri stefnu Chavez. Sumarið 2008 bjargaði Kólumbíuher 15 gíslum frá FARC búðum, þar með talið fyrrum forsetaframbjóðandanum Ingrid Betancourt, sem hafði verið í haldi frá árinu 2002. Eftir herferðina hittust Uribe og Chavez og reyndu að ná sameiginlegum vettvangi til að fást við FARC.

Ingrid Betancourt Pulecio er en colombiansk-fransk politiker sem var bortført af FARC í 2002, og hélt fanget til 2008. UN Photo/Paulo Filgueiras

Árið 2005 breytti Uribe kosningalögunum, þessar breytingar fólu í sér að hann gat verið endurkjörinn sem forseti í kosningunum árið 2006. Þótt að Uribe naut mikilla vinsælda og stuðnings gat hann ekki haldið áfram annað kjörtímabil. Hæstiréttur landsins neitaði stjórnarskrárbreytingu sem myndi gera það mögulegt. Í forsetakosningunum árið 2010, vann Juan Manuel Santos frá Unity flokknum. Hann er fyrrverandi fjármálaráðherra og varnarmálaráðherra, og hefur lagt áherslu, eins og Uribe, á að afvopna vopnaða hópa í landinu.

Í leit að skæruliðahreyfingum leiddi Kólumbískar hernaðaraðgerðir til diplómatíska erfiðleika í samskiptum við nágrannalöndin Ekvador og Venesúela. Þetta hefur samt sem áður batnað eftir að Santos varð forseti og nú eru komin aftur diplómatísk tengsl milli þessara landa. Það er vonast til að þetta mun einnig bæta ástandið fyrir marga flóttamenn. Ríkisstjórnin hefur á undanförnum árum tekist að ná stjórn á sífellt stærri hluta landsbyggðarinnar, og árið 2010 var herforringi FARC, Mono Jojoy, drepinn.

Friðarviðræður

Stuttu eftir kosningarnar árið 2010 sagði Santos, að til að hefja friarviðræður við FARC, þyrfti FARC fyrst að leysa gíslana sem þeir héldu föngnum. Í febrúar 2011 leysti FARC fjölda gísla úr haldi og lýstu þessu sem friðaraðgerð. Í ágúst 2012, sagði Santos að viðræður við FARC væru fyrirhugaðar og að ELN hafi sýnt vilja til að semja. Friðarviðræður milli FARC og ríkisstjórnarinnar hófust í Noregi og héldu áfram á Kúbu. FARC lýsti einhliða vopnahléi í tvo mánuði á meðan á viðræðunum stóð en Santos neitaði að samþykkja vopnahlé fyrr en endanlegur friðarsamningur var undirritaður.

Lykilatriði í þessari friðarsamningaviðræðu voru hvernig land dreifingu var skipað, hvernig ætti að binda enda á stríðið í framkvæmd, framtíðarstjórnmálaþátttaka FARC, þróun á dreifbýli og hvernig ætti að berjast gegn framleiðslu fíkniefna. Samningaviðræður milli stjórnvalda og FARC héldu áfram árið 2013 og Santos sagði í apríl 2013 að hann vonaðist einnig til að hefja viðræður við ELN.

Í dag er Kólumbía það land í heiminum sem hefur flest flóttafólk, þar sem á milli 4,9-5,5 af 45 milljónum íbúa eru á flótta í föðurlandi sínu. Þetta er afleiðing af sókn stjórnvalda gegn skæruliða á undanförnum árum. Samt sem áður hefur á sama tíma fjöldi morða og fólkshvarfa lækkað.

Aðild Noregs í átökunum

Noregur gegndi mikilvægu hlutverki í friðarviðræðum í Kólumbíu á tímabili ríkistjórnar Andrés Pastrana sem var frá 1998 til 2002. Jan Egeland var þá staðgengill framkvæmdastjóra SÞ, ábyrgur fyrir Kólumbíu og Noregur setti á svið ásamt Frakklandi, Spáni, Kúbu og Sviss viðleitni til að hefja alvöru friðarferli. Hjálparstarf kirkjunnar í Noregi hefur einnig gert stór átak til að reyna að leysa átökin í Kólumbíu.

Að beiðni stjórnvalda i Kólumbíu og FARC hefur Noregur fengi þá ábyrgð að auðvelda og setja í gang friðarviðræður.

Ríkisstjórnin í Kólumbíu og FARC tilkynntu í maí 2013 þeirra helstu tímamót í samningaviðræðum síðan þær formlega hófust í Ósló árinu áður.

Stjórnvöld og uppreisnarmenn eru sammála um að fátækir bændur í Kólumbíu eigi að hafa aukinn aðgang að meiri og betri jarðvegi. Umbætur í landbúnaði er grundvallarkrafa FARC.
Aðilar munu nú fjalla um réttindi og tryggingu fyrir stjórnarandstöðu - lykilatriði fyrir FARC til að leggja niður vopn sín er þátttöka í stjórnmálum. Önnur atriði sem enn á eftir að leysa eru vopnahlé og afvopnun, hvernig eigi að draga úr fíkniefnavandanum og hvernig sé hægt að gera vel við fórnarlömb átakanna.