Kýpur var innlimað í hið svokallaða ósmanska ríki árið 1570, það var þá sem tyrknesk íhlutun hófst. Tyrkir settust aðallega að á norðurhluta eyjunnar þar sem um 30.000 tyrkneskum hermönnum var útdeilt landi. Á öðrum hlutum eyjunnar bjuggu Kýpur-Grikkir. Bretar komu sér fyrir á eyjunni árið 1878 samt sem áður var eyjan enn formlega hluti af Tyrkjaveldi. Bretar sömdu við Tyrki um að koma upp herstöð á Kýpur gegn því að hjálpa Tyrkjum ef til innrásar Rússa kæmi. Í uppgjörinu eftir fyrri heimsstyrkjöldin, var Kýpur sett undir stjórn Breta.

Kýpur verður sjálfstæð

Andstaðan gegn stjórn Breta var mikil meðal Kýpverja. Á fjórða og fimmta áratugnum vildu sífellt fleiri Kýpur-Grikkir að Kýpur yrði hluti af Grikklandi (Hellas), en Bretar vildu ekki draga sig út úr landinu. Þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1950, þar sem meirihluti íbúa eyjarinnar vildi að hún yrði grísk, gáfu Bretar sig ekki og vildu ekki láta af stjórn eyjarinnar. Það var ekki fyrr en eftir margra ára blóðug átök á milli hinna svokölluðu Enosis- (unions-) hreyfingar og breskra hermanna að Bretar drógu sig til baka og Kýpur varð sjálfstæð árið 1960.

Vandamálunum lauk þó ekki við sjálfstæðið. Kýpur-Grikkjum og Kýpur-Tyrkjum gekk illa að vinna saman og óeirðir brutust út árið 1963. Árið 1964 þróuðust átökin í borgarastríð, sem bitnaði verst á Kýpur-Tyrkneska minnihlutanum. SÞ sendu inn friðargæslulið og hefur það verið í landinu síðan. Friðargæslustarfið á Kýpur er ein af elstu slíkum aðgerðum SÞ.

Eyjunni skipt

Gríska herforingjastjórnin átti sinn þátt í því að forseta Kýpur Makarios var steypt af stóli árið 1974. Makarios, sem hafði barist fyrir sjálfstæði Kýpur var skipt út fyrir Nikos Sampson, sem var hliðhollur Grikkjum. Þetta féll Tyrkjum ekki í geð og þeir ákváðu að skerast í leikinn. Tyrkneska innrásin leiddi til fjöldaflótta í landinu: um það bil 180.000 Kýpur-Grikkir flúðu frá norðurhluta landsins í suður, á meðan um það bil 45.000 Kýpur-Tyrkir flúðu frá suðri til norðurs. Herforingjastjórnin í Aþenu féll þó stuttu seinna sem leiddi til þess að Sampson sagði af sér sem forseti.

Tyrkneska innrásin og fjöldaflóttinn leiddi til þess að í reynd var eyjunni skipt í tvennt, bæði mannfræði- og landfræðilega og hefur verið svo síðan þá. Um það bil 30 prósent af Kýpur er í dag stjórnað af Kýpur-Tyrkjum, en 70 prósent af Kýpur-Grikkjum. Sameinuðu þjóðirnar stjórna svo hlutlausu svæði sem nær þvert yfir eyjuna á milli yfirráðasvæðanna. Í nóvember 1983 lýsti tyrkneski hluti eyjarinnar yfir sjálfstæði sínu og tók upp nafnið Tyrkneska lýðveldið Norður-Kýpur. Þeir hafa frá því þá haldið kosningar, bæði forseta- og þingkosningar með jöfnu millibili. „Ríkið“ er þó einungis viðurkennt af Tyrklandi.

Annan-áætlunin og ESB

Undanfarin ár hefur sambandið á milli Kýpur-Grikkja og Kýpur-Tyrkja verið stöðugt, þó ekki sé lausn í sjónmáli. Fjöldi friðarviðræðna hefur ekki skilað árangri. Margir voru þó vongóðir um að áætlun Sameinuðu þjóðanna sem kom í apríl 2004 myndi skila árangri. Þáverandi framkvæmdastjóri SÞ Kofi Annan kom með þessa áætlun og kallast hún „Annan-áætlunin“. Áætlunin innihélt tillögur um lausnir varðandi hlutdeild orku, sameiginlegu yfirráði og eignarhaldi. Bæði leiðtogar Kýpur-Grikkja og Kýpur-Tyrkja stuðluðu að því að bæði áætlunin og þjóðaratkvæðagreiðslan yrðu sniðgengin. Kýpur-Tyrkir ákváðu að kjósa með áætluninni, enda var hún eini möguleiki þeirra á inngöngu í Evrópusambandið.

Staða og innri átök Kýpur eru nátengd aðild þess að ESB. ESB opnaði fyrir aðildarviðræður Kýpur frá maí 2004, en einungis fyrir þau svæði sem eru viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Það þýðir að einungis Kýpur-Grikkir geta fengið aðild. Kýpur-Grikkir kusu gegn áætluninni og komu þar með í veg fyrir að norðurhluti landsins, þar sem meirihluti íbúanna kaus með, fengju inngöngu í ESB. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna hafa pólitískir leiðtogar á Kýpur sætt gagnrýni af alþjóðasamfélaginu vegna framkvæmdar hennar.

Skoðanaskipti og samningaviðræður

Árið 2008 hófust viðræður milli þessara tveggja flokka. Um vorið var opnuð göngubrú (Ledra Lokmaci) á milli tveggja aðskildra hluta höfuðborgarinnar Nicosia. Þessi táknræni atburður gaf von um lausn í átökunum. Þáverandi leiðtogi Norður-Kýpur, Mehmet Ali Talat og forseti Kýpur-Grikkja, Demetris Christofanes voru stuðningsmenn að sameinaðari Kýpur.

Viðræðurnar leiddu ekki til samkomulags, að miklu leyti vegna þess að hægri flokkur þjóðernissinna (UBP - Ulusal Birlik Partisi) vann í alþingiskosningum í Norður-Kýpur í apríl árið 2009. Þessi flokkur er sterkt afl í samfélagi Kýpur-Tyrkja og tala fyrir aðskilnað. Yfirmaður UBP, Derviş Eroglu, vann forsetakosningar í Norður-Kýpur árið 2010.

Síðan árið 2010 hafa farið fram fjöldi samningaviðræðna á milli Christofanes og Eroglu en án þess að ná samkomulagi um megin stefnur eða um líkan að sameinaðri Kýpur. SÞ hafa leikið veigamikið hlutverk í samningaviðræðum og fundir hafa verið stýrðir af framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna Ban Ki-moon.

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna Ban Ki-moon heimsækir göngubrúna Ledra-Lokmaci í Nicosia í febrúar 2010. Mynd: UN Photo, Eskinder Debebe

Á árinu 2012 varð Kýpur fyrir barðinu á fjármálakreppunni og tilraunir til að leysa deiluna hafa fallið í skuggann á efnahagslegum erfiðleikum landsins. Í febrúar 2013 var Nicos Anastasiades, með loforð um að koma reglu á hagkerfið, kjörinn sem forseti Kýpur. Anastasiades var talsmaður Annan-áætlun árið 2004 og mun halda áfram viðræðum við Norður-Kýpur.