Aðdragandi

Sýrland hefur lotið einræðisstjórn Assad fjölskyldunnar í 43 ár, fyrst Hafez al-Assad sem komst til valda við valdarán hersins 1971, síðan Bashar al-Assad frá árinu 2000. Baath flokkurinn skilgreinir sig sem sósíalískan og stefnir á að sameina allan arabíska heiminn í eitt bandalag. Sýrland er eins flokks ríki og fyrir stríðið hafði stjórnin ekki mætt mikilli mótstöðu svo áratugum skipti.

Assad-familien har sittet ved makten i Syria siden Hafez al Assad begikk et militærkupp i 1970. Siden 2000 er det sønnen Bashir al-Assad (nummer to fra venstre på bakerste rekke) som har vært president i landet. Foto: Wikimedia/Creative Commons
Assad fjölskyldan hefur setið við völd í Sýrlandi síðan Hafez al Assad komst til valda með valdaráni hersins árið 1971. Frá árinu 2000 hefur Bashir al-Assad sonur hans (númer tvö frá vinstri í aftari röð) verið forseti landsins. Mynd: Wikimedia/Creative Commons

Hreyfingin Bræðralag múslima gerði atlögu að stjórninni 1982, sem var barin niður af hörku. Stjórninni var ekki ógnað af öðrum hópum eftir þetta. Stjórnaranstaðan hefur verið algjörlega bæld og stjórnin því verið ein sú stöðugasta í þessum heimshluta. Margir áttu von á lýðræðisumbótum þegar Bashar al-Assad tók við völdum, en aukið gegnsæi í stjórnsýslunni við þau tímamót varð skammvinnt. Þess í stað færðust völdin á færri hendur og fengu margir fjölskyldumeðlimir forsetans aukin völd. Á sama tíma hófu stjórnvöld einkavæðingu, sem kom sama hópi til góðs.

Assad fjölskyldan tilheyrir einum margra trúarminnihlutahópa landsins, sem kallast alavítar. Alavítar eru undirgrein sjíamúslima. Sýrlenska stjórnin hefur því átt í góðu sambandi við Íran (þar sem sjíamúslimar eru ráðandi) og Hizbollah í Líbanon. Í Sýrlandi eru líka margir kristnir og margir Kúrdar. Kristni minnihlutinn hefur notið góðs af auknu trúfrelsi á valdatíma Assad fjölskyldunnar. Meirihluti Sýrlendinga er hins vegar súnnímúslimar og fjöldi þeirra er ósáttur við að alavítar, sem eru ekki nema 10% þjóðarinnar, fari áratugum saman með völd landsins og skari þannig eld að eigin köku.

Upphaf átakanna

Arabíska vorið náði til Sýrlands vorið 2011, þegar mótmæli áttu sér stað í fjölda borga og bæja um allt landið. Stjórnvöld brugðust við mótmælunum af hörku. Ofbeldisfullar aðgerðir stjórnvalda við friðsamlegum mótmælum urðu til þess að þau breiddust enn frekar út um landið. Assad-stjórnin ákvað að sleppa öfgafullum jihadistum úr fangelsi, sennilega í því skyni að umbreyta friðsamlegum mótmælum í ofbeldisfull, því þar með mætti löglega beita valdi til að bregðast við ofbeldinu. Assad sakaði mótmælendur um að vera súnní-íslamska hryðjuverkamenn. Hann hafði hagsmuni af að „sanna“ að svo væri. Þetta var aðalástæða þess að hið svokallaða arabíska vor þróaðist yfir í borgarastyrjöld.

Fólk safnaðist saman í borginni Nawa í apríl 2011, í einum af fyrstu fjöldamótmælunum gegn ríkisstjórninni. Á skiltinu stendur "Ekkert vatn, engin lyf, enginn matur". Mynd: REUTERS/Handout

Borgarastyrjöld

Hluti stjórnarandstöðunnar stofnaði árið 2011 Sýrlenska þjóðarráðið (SNC) í Tyrklandi. SNC krafðist afsagnar Assads og að Sýrland yrði lýðræðisríki. Frjálsi sýrlenski herinn (FSA) var stofnaður að undirlagi ráðsins til þess að berjast gegn stjórnarhernum. Bæði óbreyttir borgarar og fyrrverandi liðsmenn stjórnarhersins gengu til liðs við hinn nýstofnaða her. Eftir því sem átökin mögnuðust varð staðan á átakasvæðunum flóknari. Nýir anspyrnuhópar mynduðust og fregnir bárust af erlendum uppreisnarmönnum með tengsl við al-Qaida í landinu sem berðust gegn stjórnarhernum. Á sama tíma urðu aðgerðir stjórnarinnar æ harkalegri.

Átökin þróuðust í baráttu milli hersins og anspyrnuhreyfinga um ákveðnar borgir og borgahluta. Skortur á fréttamönnum og fulltrúum alþjóðasamfélagsins torveldaði upplýsingastreymi um þróun átakanna verulega. Átökin í Sýrlandi þróuðust yfir í hrottalega borgarastyrjöld árið 2012.

Áhrif stríðsins á nágrannalönd Sýrlands

Átökin í Sýrlandi hafa haft mikil áhrif í nágrannalöndunum Líbanon, Jórdaníu, Írak og Tyrklandi. Tengsl við Sýrland hafa lengi verið mikilvæg líbönskum stjórnmálum og margir hafa óttast að stríðið í Sýrlandi muni verða til þess að nýtt borgarastríð hefðist í Líbanon. Ein af helstu áskorununum fyrir Líbanon og hin nágrannalöndin er mikill fjöldi sýrlenskra flóttamanna sem hafa flúið og leitað hælis innan landamæra þeirra frá upphafi stríðsins. Stríðið í Sýrlandi hefur einnig stuðlað að þeiri ringulreið sem nú á sér stað í Írak og stækkunar Íslamska ríkisins (ISIS).

Átökin í alþjóðlegu samhengi

Sýrland er mörgum ríkjum mikilvægt í efnahagslegu og pólitísku tilliti, bæði í Miðausturlöndum og annars staðar í heiminum. Þess vegna njóta bæði stjórn og stjórnarandstaða stuðnings annarra ríkja. Ólík trúarbrögð landa, eftir því hvort súnnímúslimar eða sjíamúslimar eru í meirihluta, hafa einnig sitt að segja.

Sýrlensk stjórnvöld hafa ekki bara átt í góðum samskiptum við Íran og Hizbollah í Líbanon, heldur hefur Assad stjórnin einnig notið efnahagslegs og pólitísks stuðnings frá Rússlandi. Sýrland er eina bandalagsþjóð Rússa sem eftir er í Miðausturlöndum og þar hafa Rússar einu herstöð sína við Miðjarðarhaf. Rússland hefur ekki stutt alþjóleg afskipti af átökunum. Kína hefur að sama skapi beitt neitunarvaldi gegn ályktunum SÞ, en hefur þó beitt sér minna en Rússar til varnar Sýrlandsstjórn.

Stjórnarandstaðan nýtur á hinn bóginn stuðnings stórs hluta alþjóðasamfélagsins, með Bandaríkin í broddi fylkingar. Bandalag Sýrlands og Írans er álitið ógn við bandaríkska hagsmuni. Súnnímúslimsk lönd á borð við Sádi-Arabíu, Tyrkland og Katar veita stjórnarandstöðunni pólitískan stuðning og í tilviki Sádi-Arabíu og Íran einnig með vopnum. Líkt og Bandaríkin eiga þessi ríki í erfileikum með samskipti við Íran og síðar einnig varðandi hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið (ISIS).

Þessar amerísku árásarvélar voru meðal þeirra fyrstu að sprengja skotmark IS í Sýrlandi, 23. september 2014. Mynd: US Department of Defense/Flickr

Upplausnarástand í landinu - stækkun ISIS

Upplausnarástand ríkir í Sýrlandi. Assad stjórnin stjórnar svæðum í vesturhluta landsins, þar á meðal höfuðborginni Damaskus, en uppreisnarmenn stjórna öðrum svæðum. Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið (ISIS), sem voru stofnuð í Írak, stjórna stórum landsvæðum í austurhluta landsins. ISIS stækkaði mikið vegna stríðsins í Sýrlandi og að hluta til vegna þess stuðnings sem Bandaríkjamenn, Saudí-Arabar, íbúar í Katar og aðrir sýndu hópum uppreisnarmanna í Sýrlandi til að berjast gegn Assad-stjórninni. Þau lönd sem höfðu verið upptekin af að styðja uppreisnarhópa sem voru á móti Assad stjórninni urðu seinna uppteknari af að berjast gegn ISIS, bæði í Sýrlandi og Írak.

Bandaríkjamenn stofnuðu alþjóðlegt bandalag í baráttunni gegn ISIS og hófu að varpa sprengjum á skotmörk ISIS í Sýrlandið árið 2014. Tyrkland hefur hins vegar gegnt tvíþættu hlutverki í baráttunni gegn ISIS þar sem Tyrkir hafa fyrst og fremst varpað sprengjum á skotmörk Kúrda á sama tíma og þeir eru uppteknastir við að fella Assad stjórnina. Tyrkir óttast sjálfstæðisbaráttu Kúrdai, bæði í Tyrklandi og í nágrannalöndunum. Kúrdar stjórna litlu svæði í norðurhluta Sýrlands sem og norðurhluta Íraks og hafa barist í fremstu víglínu við ISIS. Tyrkland er engu að síður opinber aðili í bandalaginu sem Bandaríkjamenn stýra (sem styður Kúrdana) í baráttunni við ISIS.

Barátta stórveldanna við ISIS í Sýrlandi

Eftir hryðjuverkaárásirnar í París 13. nóvember 2015, sem ISIS segjast standa á bak við, hafa Frakkar tekið frumkvæði að sameiginlegri hernaðarlegri stigmögnun í baráttunni gegn ISIS þar sem bæði Rússland og NATO-löndin Bandaríkin, Bretland og Þýskaland hafa óskað eftir að leggja meira af mörkum. Bretland valdi að taka þátt í loftárásum gegn ISIS í Sýrlandi en Þjóðverjar taka þátt án beinnar þátttöku í átökum.

Hryðjuverkaárásirnar í París gerðu samvinnu Rússa og NATO í baráttunni gegn ISIS mögulega en slík samvinna varð hins vegar erfiðari eftir að Tyrkir, sem eru í NATO, skutu niður rússneska orrustuflugvél 24. nóvember. Tyrkir rökstuddu mál sitt með því að rússneska vélin hefði flogið inn í tyrkneska lofthelgi sem Rússar neita. Rússar saka hins vegar Tyrki um að styðja ISIS, m.a. með því að kaupa af þeim olíu. Tyrkir neita þessu og halda því fram að það séu hins vegar Rússar sem kaupa olíu af ISIS.

Átökin á milli Rússa og Tyrkja hafa gert nánari samvinnu NATO og Rússlands flóknari. Eftir að Rússar innlimuðu hluta Úkraínu, Krímskaga, árið 2014 hafa tengslin á milli NATO og Rússlands einkennst af átökum. Líta má á átökin í Sýrlandi í samhengi við átökin í Úkraínu þar sem sambandið á milli stórveldanna er svo mikilvægt á báðum stöðunum.

Erfiðleikar íbúanna

  • Rannsóknarnefnd á vegum SÞ hefur upplýst að sýrlenskar öryggissveitir hafi gerst sekar um glæpi gegn mannkyninu, þ.m.t. með fjöldamorðum, mannránum, pyntingum, nauðgunum og drápum á óbreyttum borgurum. Stjórnarandstaðan hefur einnig orðið uppvís að gíslatöku og er sökuð um nokkrar aftökur.
  • Stríðið hefur rekið meira en 12 milljón manna á flótta. Það er meira en helmingur landsmanna sem voru um 21 milljónir fyrir stríð. Flestir eru á vergangi innanlands en margir hafa flúið til nágrannalandanna Jórdaníu, Líbanon, Tyrklands og Íraks.
  • Ástandið á meðal landsmanna er alvarlegt og gera SÞ ráð fyrir að um 13.5 milljónir þarfnist mannúðaraðstoðar.
  • SÞ hafa ekki enn gefið út formelga tölu látinna en talið er að 300.000-400.000 manns hafi verið drepnir í átökunum.
  • Um 400.000 Sýrlendingar eru að svelta á mörgum svæðum þar sem er erfitt fyrir SÞ að ná til.
Í "Hands of Cooperation" flóttamannabúðunum hafa íbúarnir flúið tunnusprengjuárásir og stórskotaliðsárásir á bæi og þorp. Börnin í búðunum hafa lítið að gera. Mynd: Andree Kaiser/MCT/Sipa USA

Efnavopn

Áður en átökin hófust áttu Sýrlendingar eitt stærsta vopnabúr heims af efnavopnum, t.d. sinnepsgasi og saríni. 2013 fóru tilkynningar að berast um beitingu slíkra vopna gegn óbreyttum borgurum. 21. ágúst 2013 var sarínfylltum eldflaugum skotið á nokkur úthverfi Damaskus. Á bilinu 300 – 1430 manns týndu lífi í þeim árásum. Stjórnarandstaðan og vestræn ríki töldu einsýnt að árásin væri á ábyrgð sýrlenska stjórnarhersins, en Assad fullyrti að uppreisnarmenn væru ábyrgir. Í kjölfar alþjóðlegs þrýstings samþykkti hann þó að styðja ályktun SÞ gegn efnavopnum og skuldbatt sig til þess að losa landið við efnavopn. Í lok apríl 2014 tilkynnti Efnavopnastofnunin í Haag (OPCW) að 92,5% efnavopna Sýrlands hefði verið flutt úr landi til förgunar.

Vopnaeftirlitsmaður frá Sameinuðu þjóðunum tekur sýni í Ghouta, þar sem eldflaugar (líklega með efnavopnum) lentu í ágúst 2013. Mynd: AFP Photo/Ammar Al-Arbini

Hlutverk Öryggisráðsins

Öryggisráð SÞ er nánast lamað þegar kemur að átökunum í Sýrlandi. Með íhlutunina í Líbýu í huga hafa Rússar og Kínverjar fært rök gegn því að SÞ skipti sér af innanríkismálum Sýrlands. Þeir hafa nokkrum sinnum beitt neitunarvaldi í Öryggisráðinu og í maí 2014 beittu þeir einnig neitunarvaldi um að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) rannsakaði ástandið í Sýrlandi. Án samþykktar í Öryggisráðinu hafa SÞ ekki getað haft mikil áhrif á átökin.

Það er mismunandi sýn Rússa og Bandaríkjamanna á framtíð Assad stjórnarinnar sem er mesta hindrunin fyrir alhliða og öflugri ályktun frá Öryggisráðinu. Bandaríkjamenn telja að lausn í Sýrlandi geri ráð fyrir að Assad stjórnin víki. Rússar telja aftur á móti að lausnin felist í að styrkja Assad stjórnina vegna þess að herafli stjórnarinnar sé best til þess fallinn að berjast við ISIS.

Eitt af þeim fáu atriðum sem Öryggisráðið hefur samþykkt er ályktun sem skyldar aðila í átökunum til að leyfa aðstoð við almenna borgara. Ráðið hefur einnig samþykkt refsiaðgerðir gegn ISIS og öðrum hryðjuverkahópum sem starfa í Sýrlandi. Ráðið hefur hins vegar ekki samþykkt hernaðaraðgerðir gegn þeim. Bandalag leitt af Bandaríkjamönnum hefur engu að síður varpað sprengjum á skotmörk ISIS í Sýrlandi. Þar sem bandalagið hefur ekki fengið umboð SÞ sem heimilar slíkar hernaðaraðgerðir á sýrlensku landsvæði eru slíkar loftárásir erfiðar lagalega séð. Assad stjórnin hefur hins vegar boðið rússneska herinn velkominn sem hefur þar með betri lagalegan grundvöll fyrir valdbeitingu í Sýrlandi.

SÞ sendi eftirlitsnefnd SÞ (UNSMIS) til Sýrlands í apríl 2012 til þess að hafa eftirlit með friðaráætlun Kofi Annan sem var sérstakur erindreki SÞ og Arababandalagsins en friðaráætlun hans mistókst. UNSMIS tók þátt í að skrá hluta af fjöldamorðum í landinu en var of fáliðað (300 hermenn) til þess að ná utan um öll fjöldamorð í landinu. UNSMIS var lögð niður þegar umboðstími nefndarinnar rann út í ágúst 2012 sem var á sama tíma og Kofi Annan sagði af sér sem sérstakur fulltrúi og Lakhmi Brahimi tók við. Á meðan Brahimi reyndi að koma á friðarviðræðum í Sýrlandi sendi SÞ hóp vopnaeftirlitsmanna til Sýrlands í ágúst 2013. Skortur á framförum í friðarumræðunum varð til þess að Brahimi sagði af sér vorið 2014. Staffan de Mistura varð sérstakur fulltrúi SÞ í febrúar 2015 og setti hann fram tillögu fyrir Öryggisráðið um að koma á svæðum í Sýrlandi þar sem íbúar ættu að gera verið öryggir. Ekki hefur orðið af þessu.

Tilraunir til friðarviðræðanna

Í apríl 2012 sendu eftirlitssveit SÞ (UNSMIS) til Sýrlands til að fylgjast með friðaráætlun þáverandi framkvæmdastjóra SÞ Kofi Annans. Annan var skipaður sérstakur sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Arababandalaginu en friðaráætlun hans misfórst. UNSMIS aðstoðaði við að skrásetja fjöldamorðin í landinu en með einungis 300 hermönnum og áttu því í erfiðleikum með að ná til allra landsvæða í Sýrlandi. Í ágúst 2012 sagði Kofi Annan af sér sem sérstakur sendimaður sem var á sama tíma og UNSMIS hættu starfsemi. Lakhmi Brahimi kom þá í stað Kofi Annan. Á meðan Brahimi reyndi að koma á friðarviðræðum í Sýrlandi sendu SÞ hóp vopnaeftirlitsmanna á svæðið í ágúst 2013. Skortur á árangri í friðarviðræðunum leiddi til þess að Brahimi dró sig í hlé vorið 2014.

Staffan de Mistura varð sérstakur sendimaður Sameinuðu þjóðanna í febrúar 2015. Mistura hefur reynt að fá deiluaðila til að hittast við samningaborðið. Vopnahlé hefur nokkrum sinnum verið reynt, en aðeins með tímabundnum árangri. Samningaviðræður hafa einnig farið fram utan vettvangs SÞ, þar sem Rússland, Íran og Tyrkland hafa tekið þátt auk fulltrúa frá sýrlenskum yfirvöldum og sýrlenskri stjórnarandstöðu.

Árið 2018 var Norðmaðurinn Geir O. Pedersen skipaður sérstakur sendimaður SÞ í Sýrlandi. Árið 2019 taldi Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að Pedersen ætti að finna aðrar leiðir til að stuðla að friði í Sýrlandi frekar en að einbeita sér að því að koma á fót nefnd til að búa til nýja stjórnarskrá fyrir landið.