Fáni
Helstu tölur og staðreyndir
Höfuðborg: | Baku |
Íbúafjöldi: | 10 412 651 (2023) |
Svæði: | 86 600 km2 |
Gjaldmiðill: | Manat |
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: | 17 764 PPP$ |
Þjóðdagur: | 28. maí |
Landafræði
Aserbaídsjan er landlukt ríki í suðurhluta Kákasus. Það hefur 713 kílómetra langa strandlínu sem liggur að Kaspíahafi, stærsta stöðuvatni heims. Sléttur og há fjöll einkenna landslagið. Meðalhiti og úrkoma eru mjög breytileg eftir landshlutum. Hitabeltisloftslag er í suður- og austurhlutum landsins og í vestri og norðri er loftslagið líkt Alpaloftslagi. Þurrkatímabil eiga sér stað og aðeins um 19% landsins eru ræktanleg.
Saga
Staðsetning Aserbaídsjans í tengslum við viðskipti á milli austurs og vestur gerði það að verkum að landsvæðið var talið verðmætt og margir reyndu að eigna sér það. Árið 642 tóku Arabar yfir landið og eftir það börðust Persar, Rússar, Ottómanheimsveldið og ættbálkar landsins um yfirráðarétt yfir svæðinu.
Árið 1828 var Turkmenchay-samningurinn gerður, en samkvæmt honum áttu Persar og Rússar að deila svæðinu með sér. Landsvæðið sem í dag kallast Asjerbaídsjan var innlimað í rússneska keisaradæmið, en þegar það leystist upp í fyrstu heimsstyrjöldinni lýsti Aserbaídsjan yfir sjálfstæði og varð að alþýðulýðveldinu Aserbaídsjan árið 1918. Landið var þó sigrað af Rauða hernum og Sovétríkjunum árið 1936. Þegar Sovétríkin féllu árið 1991 varð landið sjálfstætt á ný. Frá árinu 1990 hafa Aserar átt í erjum við Armena um Nagorno-Karabakh, þar sem armenski meirihlutinn vill stofna nýtt sjálfstætt ríki.
Vistfræðileg fótspor
1,2
jarðarkúlur Aserbaídsjan
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Aserbaídsjan, þá þyrftum við 1,2 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Samkvæmt stjórnarskránni frá árinu 1995 hefur þingið löggjafarvaldið sem kosið er í almennum kosningum. Framkvæmdavaldið liggur hjá forsetanum sem er kosinn til fimm ára í senn. Árið 2009 gekk stjórnarskráarbreyting í gegn sem gefur forsetanum möguleika á því að verða endurkjörinn án nokkurra takmarkana. Landið er talið mjög spillt og hafa stjórnvöld verið sökuð um kosningasvindl oftar en einu sinni. Sama fjölskyldan hefur farið með völd síðan 1993, en Haidar Alijev stjórnaði landinu með hörku allt til dauðadags, en hann dó árið 2003. Síðan þá hefur sonur hans, Ilham Alijev, setið við völd.
Stríðið við Armeníu um Nagorno-Karabakh hefur hingað til verið stærsta utanríkismál Asera. Vopnahlé hefur staðið yfir síðan árið 1994, en enn er þó ekki búið að leysa hver eigi að fara með stjórn landsvæðisins. Stríðið leiddi til þess að um það bil 700.000 Aserar urðu að flóttamönnum í eigin landi, en í dag eru um 14% landsins hersetin af Armenum. Samkvæmt skýrslum er Armenum og öðrum minnihlutahópum í landinu mismunað og er staða mannréttindamála í landinu áhyggjuefni.
Lífskjör
Gögn vantar
Aserbaídsjan er númer af löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Stærstu og mikilvægustu náttúruauðlindir Asera eru gas, járn og olía. Olían er stærsta útflutningsvara landsins og er landið eitt af elstu olíuframleiðendum heims, en í byrjun síðustu aldar framleiddu Aserar helming allrar olíu í heiminum. Í dag eru það einungis Íranar og Sádi-Arabar sem eiga meiri olíuauðlindir. Þrátt fyrir auðlindir sínar hafa umskipti landsins yfir í markaðshagkerfi verið hæg.
Átökin við Armena hafa þrátt fyrir vopnahléið veikt hagkerfi landsins sem og öll alþjóðaviðskipti, en Rússar lokuðu til dæmis landamærum sínum að Aserbaídsjan árið 1994. Mikil spilling er í landinu og er það eitt af þeim helstu áhyggjuefnum sem tengjast efnahagi landsins. Vonast hefur verið til að velsæld aukist vegna olíuauðlindanna, en það hefur ekki orðið að raunveruleika vegna mikillar misskiptingar. Meira en helmingur landsmanna lifir undir fátæktarmörkum.
Tölfræði
Á þessari síðu er gildi fyrir landið Aserbaídsjan fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir
Atvinna
Atvinnuleysi
Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.
0,5
af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Aserbaídsjan
Fátækt
Verg landsframleiðsla (VLF) á mann
Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti
17 764
VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Aserbaídsjan
Lífskjör
Gögn vantar
Aserbaídsjan er númer af löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHungur
Hlutfall íbúa sem eru vannærðir
Gögn vantar
Heilsa
Drykkjarvatn
Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni
7,2
af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Aserbaídsjan
Bóluefni
Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum
9,3
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Aserbaídsjan
Jafnrétti
Kynjamismunun
Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.
0,294
GII-vísitala í Aserbaídsjan
Loftslag
Vistfræðileg fótspor
1,2
jarðarkúlur Aserbaídsjan
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Aserbaídsjan, þá þyrftum við 1,2 jarðar.
Vistfræðileg fótsporCO2-losun
Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar
3,40
fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Aserbaídsjan
Mannfjöldi
Íbúar
Fólksfjöldi Aserbaídsjan
Fæðingartíðni
Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast
1,7
Fæðingartíðni Aserbaídsjan
Barnadauði
Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn
19
af hverjum 1000 börnum sem fæðast Aserbaídsjan
Menntun
Læsi og skrifleg færni
Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi
10,0
af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Aserbaídsjan