Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Gaborone
Þjóðernishópar: Tswana/setswana 79%, kalanga 11%, basarwa 3%, aðrir 7%
Tungumál: Setswana, kalanga, sekgalagadi, enska, annað (2001)
Trúarbrögð: Kristnir 71.6%, badimo 6%, aðrir/ekkert/óskilgreint 22.4% (2001)
Íbúafjöldi: 2 675 352 (2023)
Stjórnarform: Þingræði
Landsvæði: 581 730 km2
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 18 323 PPP$
Þjóðhátíðardagur: 30. september

Landafræði

Botsvana er á suður-afrísku hásléttunni í 1100 metra hæð yfir sjávarmáli. Stórir hlutar landsins eru eyðimerkur, þekktust þeirra er Kalahari-eyðimörkin sem nær yfir um þriðjung landsvæðis í Botsvana. Jarðvegurinn er ekki sérlega frjósamur og aðalvatnsæðin kemur frá stóru fenjasvæðunum, sem kallast Okavango-fenin. Í Botsvana er fjölskrúðugt dýralíf og þar er trúlega að finna mestan fjölda dýra sem halda sig á savannagresjum í Afríku. Stór landsvæði eru friðuð sem þjóðgarðar og er fjöldi gesta í garðana takmarkaður til að vernda umhverfið. Botswana er eitt af fyrstu löndunum sem leyfir fílaveiðar til að halda stofninum í skefjum. Eitt af helstu umhverfisvandamálunum eru eyðimerkurmyndun og ofbeit, ásamt skorti á hreinu vatni.

Saga

Á 19. öld einkenndist ástandið í Botsvana af innbyrðis stríðum á milli ólíkra ættbálka. Stofnun ólíkra nýlendna á svæðinu, samhliða miklum fjölda innflytjenda, hefur valdið vaxandi spennu í landinu. Árið 1876 bað konungur Botsvana um breska vernd gegn innrás frá íbúum Transvaal í Suður-Afríku. Bretar höfðu ekki áhuga á að veita þessa vernd en stofnuðu þess í stað, til að vernda sína hagsmuni, breskt verndarsvæði sem þeir kölluðu Bechuanaland (Botsvana). Botsvana varð sjálfstætt ríki árið 1966 og var lýðræði tekið þá upp.

Vistfræðileg fótspor

9 4

1,4

jarðarkúlur Botsvana

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Botsvana, þá þyrftum við 1,4 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

Samfélag og stjórnmál

Íbúar Botsvana hafa upplifað bæði valdarán og ofsafengnar uppreisnir eftir að landið fékk sjálfstæði. Landið er þó eitt af stjórnarfarslega stöðugustu ríkjum í Afríku. Botswana Democratic Party (BDP) hefur verið við völd frá sjálfstæði 1966 og einnig farið með forsetavaldið. Síðastliðin ár hefur þó stuðningsmönnum nokkurra litlu stjórnarandstöðuflokkanna fjölgað, sérstaklega í borgunum.
Þrátt fyrir að landsframleiðsla í Botsvana sé tiltölulega há á hvern íbúa ríkir þar fátækt og atvinnuleysi. Enn fremur er talið að um þriðjungur íbúanna sé eyðnismitaður og samkvæmt SÞ eru lífslíkur karla áætlaðar 36 ár og kvenna 37 ár. Stjórnvöld hafa hrundið af stað herferð gegn sjúkdómnum og hét Mogae forseti því eftir kosningarnar 2004 að árið 2016 yrði Botsvana eyðnifrítt.

Lífskjör

14

100 / 169

HDI-lífskjör Botsvana

Botsvana er númer 100 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hagkerfi og viðskipti

Botsvana er stærsti framleiðandi demanta til skartgripagerðar í heiminum. Landið hefur horfið frá því að vera fátækt land á miðjum sjöunda áratug síðustu alda til þess að vera í dag eitt af þróuðustu löndum Afríku. Þessa velgengni má fyrst og fremst þakka útflutningi á demöntum. Landbúnaður er einnig mikilvægur og vinnur um helmingur íbúa landsins innan hans. Landbúnaður er hins vegar algjörlega háður aðgangi að evrópskum mörkuðum til að afla fjár. Eyðnifaraldurinn mun hafa áhrif á efnahag landsins, og er hann sagður ein af aðalástæðum fyrir því að halli var á fjárlögum þegar árið 2005. Botsvana hefur hvorki tekið lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum né Alþjóðabankanum heldur hafa landsmenn byggt upp sinn efnahag á eigin spýtur.

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Botsvana fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Atvinna

Atvinnuleysi

Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.

0 0 9 10 10 10 10 10 10 10

2,1

af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Botsvana

Atvinnuleysi

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

5

18 323

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Botsvana

Tölfræði um VLF í PPP

Lífskjör

14

100 / 169

HDI-lífskjör Botsvana

Botsvana er númer 100 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

0 0 1 10 10 10 10 10 10 10

2,9

Hlutfall vannærðra íbúa Botsvana

Tölfræði - vannæring

Heilsa

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

Tölfræði um drykkjarvatn

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

10 10 10 10 10 10 10 10 10 7

9,7

af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Botsvana

Tölfræði um bólusetningar gegn mislingum

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.

5

0,468

GII-vísitala í Botsvana

GII - vísitala um kynjamismunun

Loftslag

Vistfræðileg fótspor

9 4

1,4

jarðarkúlur Botsvana

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Botsvana, þá þyrftum við 1,4 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar

10 10 3

2,26

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Botsvana

Tölfræði um losun koltvísýrings á íbúa

Mannfjöldi

Íbúar

2 675 352

Fólksfjöldi Botsvana

Fólksfjöldi

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

10 10 7

2,7

Fæðingartíðni Botsvana

Fæðingartíðni

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35

35

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Botsvana

Barnadauði

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

10 10 10 10 10 10 10 10 7 0

8,7

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Botsvana

Tölfræði um ólæsi

Kort af Botsvana