Fáni
Helstu tölur og staðreyndir
Höfuðborg: | Helsinki |
Þjóðernishópar: | Finnar 93.4%, Svíar 5.7%, Rússar 0.4%, Eistar 0.2%, Sígaunar 0.2%, Samar 0.1% |
Túngumál: | Finnska (opinbert), sænska (opinbert), annað (litlir samískir og rússneskir minnihlutar) |
Trúarbrögð: | Mótmælendur 84.2%, rétttrúnaðarkirkjan 1.1%, aðrir kristnir 1.1%, aðrir 0.1%, trúleysingjar 13.5% (2003) |
Íbúafjöldi: | 5,601,547 (2022) |
Stjórnarform: | Lýðveldi |
Svæð: | 338 420 Km2 |
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: | 59 027 PPP$ |
Þjóðhátíðardagur: | 6. desember |
Landafræði
Næstum tveir þriðju hlutar landsins eru þaktir skógi og einn tíundi hluti er undir vatni. Talið er að stöðuvötnin í Finnlandi séu um 187 þúsund talsins og eru þau hvergi í heiminum hlutfallslega fleiri. Finnland er tiltölulega flatlent með langa strandlengju. Loftslagið er svipað og í öðrum löndum Skandinavíu. Áhrif meginlandsins í austri gera það að verkum að veturnir eru kaldir og sumrin hlý. Skógarnir í Finnlandi eru mikið nýttir og trjám plantað í stað þeirra sem eru höggvin. Stöðuvötn Finnlands eru tiltölulega grunn og eru þess vegna einstaklega berskjölduð fyrir mengun. Stór hluti vatns frá stöðuvötnum og ám sem endar í Eystrasaltinu er mjög mengað.
Saga
Finnsk saga hefur mótast af nágrannalöndunum. Á 14. öld varð Finnland hérað í Svíþjóð. Finnland hefur síðan haft náin tengsl við Svíþjóð, bæði formleg og menningarleg. Sænska var lengi ráðandi tungumál í landinu. Árið 1809 hertóku Rússar Finnland og landið varð að hluta sjálfstætt stórfurstadæmi. Keisarinn í Rússlandi hét því að virða lög landsins svo lengi sem þeir mótmæltu ekki yfirvaldinu. Þannig fékk Finnland svigrúm til að þróa sjálfræði sitt sem sveigðist í átt að auknu sjálfstæði. Eftir októberbyltinguna í Rússlandi 1917 kröfðust borgaralegu flokkarnir í Finnlandi sjálfstæðis á meðan vinstri flokkarnir óskuðu eftir að ganga til liðs við byltinguna. Ósamkomulagið leiddi til borgarastyrjaldar árið 1918 á milli borgaralegu flokkanna, hinna svokölluðu „hvítu“, og vinstri flokkanna, þeirra „rauðu“. Hinir „hvítu“ unnu en átökin sköpuðu djúpan pólitískan aðskilnað í landinu sem hafði áhrif á stjórnmálin í langan tíma. Í síðari heimsstyrjöldinni barðist Finnland tvisvar sinnum á móti Rússlandi vegna ósamkomulags um veru Rússa á finnsku yfirráðasvæði. Það gerðist fyrst í vetrarstríðinu sem varði frá 1939 til 1940. Rússneskar sveitir hófu árás en finnskum sveitum tókst að hefta árásirnar í þrjá mánuði. Eftir það varð finnska ríkisstjórnin að gefast upp. Einungis ári síðar gekk Finnland til liðs við Þýskaland og réðst að nýju á Sovétríkin. Stríðið varði til ársins 1944. Finnland varð að láta af höndum land til Rússa og borga stríðsskuldir til þeirra.
Vistfræðileg fótspor
3,8
jarðarkúlur Finnland
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Finnland, þá þyrftum við 3,8 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina urðu Finnar bæði að byggja upp landið og sambandið við Sovétríkin að nýju. Löndin gerðu stuðnings- og vináttusamkomulag sem hafði áhrif á utanríkisstefnu Finnlands fram til upplausnar Sovétríkjanna. Finnar neyddust til að mynda til að afþakka Marshall-aðstoðina. Eftir fall kommúnismans í Sovétríkjunum breytti landið utanríkisstefnu sinni smám saman. Finnsk stjórnvöld fóru að líta til ESB og gerðust aðilar að því árið 1995. Landið hefur meðal annars tekið upp evru. Finnland er lýðveldi með forseta sem æðsta leiðtoga. Forsetinn hafði upprunalega mikil völd en þau hafa verið takmörkuð og nú hefur þjóðþingið meiri völd. Forsetinn er kjörinn til sex ára í senn og getur einungis setið í eitt kjörtímabil. Forsetinn ákvarðar hver situr í ríkisstjórn, en það verður að hljóta samþykki finnska þjóðþingsins. Á þinginu sitja 200 þingmenn sem kjörnir eru fjórða hvert ár. Finnland hefur, líkt og hin Norðurlöndin, vel þróað velferðarkerfi.
Lífskjör
12 / 169
HDI-lífskjör Finnland
Finnland er númer 12 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Finnland er vaxið skógi og mikill timburiðnaður er í landinu. Eftir seinni heimsstyrjöldina var einnig komið á öðrum iðnaði eins og málm- og vélaiðnaði í landinu. Í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar gekk Finnland í gegnum efnahagskreppu. Það leiddi til þess að landið lagði meira kapp á útflutning. Finnland leggur sérstaka áherslu á hátækniframleiðslu. Frá því á tíunda áratugnum hefur efnahagur landsins batnað mikið. Nokia er stærsta og best heppnaða fyrirtæki landsins og er leiðandi á heimsmarkaði í gerð farsíma. Þrátt fyrir jákvæða þróun hafa kreppur leitt til mikils þrýstings á velferðarkerfið. Dregið hefur úr bótum og félagsleg mismunun hefur aukist. Það hefur einnig reynst þeim hluta af íbúum landsins sem dottið hefur út af vinnumarkaðnum erfitt að komast aftur inn á hann.
Tölfræði
Á þessari síðu er gildi fyrir landið Finnland fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir
Atvinna
Atvinnuleysi
Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.
0,7
af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Finnland
Fátækt
Verg landsframleiðsla (VLF) á mann
Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti
59 027
VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Finnland
Lífskjör
12 / 169
HDI-lífskjör Finnland
Finnland er númer 12 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHungur
Hlutfall íbúa sem eru vannærðir
Gögn vantar
Heilsa
Drykkjarvatn
Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni
10,0
af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Finnland
Bóluefni
Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum
9,3
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Finnland
Jafnrétti
Kynjamismunun
Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.
0,033
GII-vísitala í Finnland
Loftslag
Vistfræðileg fótspor
3,8
jarðarkúlur Finnland
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Finnland, þá þyrftum við 3,8 jarðar.
Vistfræðileg fótsporCO2-losun
Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar
6,57
fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Finnland
Mannfjöldi
Íbúar
Fólksfjöldi Finnland
Fæðingartíðni
Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast
1,4
Fæðingartíðni Finnland
Barnadauði
Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn
2
af hverjum 1000 börnum sem fæðast Finnland
Menntun
Læsi og skrifleg færni
Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi
Gögn vantar