Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Banjul
Þjóðernishópar: Mandinka 42%, fula 18%, wolof 16%, jola 10%, serahuli 9%, annað/óskilgreint 5%
Túngumál: Enska, mandinka, wolof, fula, önnur minni ættbálkamál
Trúarbrögð: Múslímar 90%, kristnir 9%, hefðbundin trúarbrögð 1%
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 2 510 PPP$
Íbúafjöldi: 2 558 493 (2022)
Stjórnarform: Republik
Svæði: 11 300 Km2

Landafræði

Gambía er um það bil 470 kílómetra langt og mjótt land. Senegal umlykur landið, sem liggur í dal í 25–75 metra hæð yfir sjávarmáli. Gambíu-fljótið rennur þvert í gegnum landið og endar í Atlantshafinu. Fljótið er mikilvægasta samgönguæð landsins en á bökkum þess eru mýrar og fenjaviðarskógar. Lega fljótsins veldur því að landið er berskjaldað fyrir flóðum. Í Gambíu er hitabeltisloftslag með tíðum þurrkatímum, ásamt óreglulegum regntíma. Landið er að berjast við skógar- og landeyðingu, auk sjúkdómsfaraldra vegna lélegra gæða neysluvatns.

Saga

Á 13. öld var gambíska landsvæðið hluti af hinu stóra Mali-ríki. Þegar það leystist upp féll gambíska landsvæðið undir yfirráð konungdæma eins og Barra, Kombo og Fulladu. Landið var á 16. öld miðstöð fyrir bresk, portúgölsk og frönsk viðskipti. Einkum var verslað með gull, fílabein og þræla. Á löngu tímabili skiptust Bretar og Frakkar á að stjórna landinu en árið 1901 varð Gambía breskt verndarsvæði. Árið 1965 fékk landið sjálfstæði og nokkrum árum seinna var gambíska lýðveldið stofnað. Jawara forseti var við völd í landinu frá sjálfstæði og fram að valdaráni árið 1994. Ungir embættismenn undir stjórn Jammeh liðsforingja stóðu fyrir þessu friðsama valdaráni. Valdaránið var fordæmt af alþjóðasamfélaginu og öll efnahagsaðstoð var stöðvuð.

Vistfræðileg fótspor

6

0,6

jarðarkúlur Gambía

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Gambía, þá þyrftum við 0,6 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

Samfélag og stjórnmál

Frá því árið 1994 hefur Jammeh forseti setið við völd í landinu. Tveimur árum eftir valdaránið innleiddi forsetinn lýðveldi og vann kosningarnar með 55,8 prósentum atkvæða fyrir flokkinn Alliance for Patriotic Reorientation and Construction. Árið 2006 vann hann kosningarnar í þriðja skipti með tvo þriðju hluta atkvæða. Stjórnarandstaðan í landinu sakar forsetann um kosningasvindl, ásamt því að nota öryggissveitir landsins til þess að þvinga íbúana til að kjósa. Ástand mannréttindamála í Gambíu hefur farið stöðugt versnandi undanfarin ár. Blaðamenn og stjórnmálamenn hafa verið teknir höndum og orðið fyrir ofbeldi og pyntingum. Meðal annars hefur verið komið á fót eins konar ritskoðunarnefnd sem hefur heimild til að fangelsa blaðamenn og þvinga þá til að greina frá heimildamönnum sínum. Fjöldi valdaránstilrauna hafa verið barðar niður, síðast árið 2000.

Lífskjör

9

154 / 169

HDI-lífskjör Gambía

Gambía er númer 154 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hagkerfi og viðskipti

Í Gambíu er lítið af náttúruauðlindum en einungis einn sjötti landsins er ræktanlegur. Þrátt fyrir það vinna um 80% þjóðarinnar í landbúnaði. Mikið af framleiðslunni fer til eigin neyslu hjá bændunum. Efnahagur landsins byggist á jarðhnetum sem standa að baki um 90 prósenta af útflutningstekjum. Stór hluti af jarðhnetuuppskerunni er pressaður í olíu. Ferðaþjónustan er mikilvæg, en er oft stjórnað af erlendum fyrirtækjum og með hagsmuni þeirra að leiðarljósi, auk þess sem hún býður upp á takmarkaðan fjölda stöðugilda fyrir íbúa landsins. Forsetinn innleiddi nýja frjálslynda efnahagsstefnu sem hefur meðal annars haft í för með sér að niðurgreiðsla á ræktun jarðhneta hefur verið stöðvuð. Það hefur leitt til þess að lífskjör stórs hluta íbúanna hafa versnað. Efnahagsvöxturinn hefur þó verið mjög góður og verðbólga tiltölulega lág. Landið á í miklum viðskiptum við Senegal, en stór hluti þeirra viðskipta er talinn vera smygl.

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Gambía fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Atvinna

Atvinnuleysi

Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.

5 10 10 10 10 10 10 10 10 10

0,5

af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Gambía

Atvinnuleysi

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

1

2 510

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Gambía

Tölfræði um VLF í PPP

Lífskjör

9

154 / 169

HDI-lífskjör Gambía

Gambía er númer 154 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

0 6 10 10 10 10 10 10 10 10

1,4

Hlutfall vannærðra íbúa Gambía

Tölfræði - vannæring

Heilsa

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

10 10 10 10 8 0 0 0 0 0

4,8

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Gambía

Tölfræði um drykkjarvatn

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

10 10 10 10 10 10 10 9 0 0

7,9

af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Gambía

Tölfræði um bólusetningar gegn mislingum

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.

6

0,611

GII-vísitala í Gambía

GII - vísitala um kynjamismunun

Loftslag

Vistfræðileg fótspor

6

0,6

jarðarkúlur Gambía

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Gambía, þá þyrftum við 0,6 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar

2

0,24

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Gambía

Tölfræði um losun koltvísýrings á íbúa

Mannfjöldi

Íbúar

2 773 168

Fólksfjöldi Gambía

Fólksfjöldi

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

10 10 10 10 5

4,5

Fæðingartíðni Gambía

Fæðingartíðni

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48

48

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Gambía

Barnadauði

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

10 10 10 10 10 9 0 0 0 0

5,9

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Gambía

Tölfræði um ólæsi

Kort af Gambía