Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Amsterdam
Þjóðhópar: Hollendingar 75,4%, ESB borgarar 6,4%, Tyrkir 2,4%, Marokkóbúar 2,4%, Súrínamar 2,1%, Indónesar 2%, aðrir 9,3% (2021)
Túngumál: hollenska (opinber), frísneska (opinber)
Trúarbrögð: Rómversk-kaþólskir 20,1%, mótmælendur 14,8%, múslimar 5%, aðrir 5,9%, ekkert 54,1% (2019)
Íbúafjöldi: 17 618 299 (2023)
Stjórnarform: Stjórnskipuleg konungsveldi
Svæði: 41 500 km²
Gjaldmiðill: Evra
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 69 577 PPP$
Þjóðdagur: 27. apríl

Landafræði

Holland er staðsett á vesturströnd meginlands Evrópu á svæði sem einkennist af miklu flatlendi. Einn þriðji af landsvæðinu liggur undir sjávarmáli og vesturhluti landsins er að meðaltali einungis um einum metra yfir sjávarmáli, en skurðir og stíflur liggja meðfram ströndinni til að koma í veg fyrir flóð. Hæstu hæðir landsins eru í suðausturhluta þess og hæsti tindurinn, sem er 322,7 metrar á hæð, er við Vaalserberg á landamærunum við Þýskaland og Belgíu.
Skógar hafa verið höggnir til að rýma fyrir landbúnaði, þrátt fyrir að ekki sé mikið um skógvöxt í landinu. Loftslag er milt, veturnir verða ekki mjög harðir, en sumrin verða ekki mjög hlý heldur. Margar tegundir blóma þrífast vel í slíku loftslagi og er Holland vel þekkt fyrir túlípanaræktun sína sem nær yfir stór landsvæði.

Saga

Talið er að Germanir hafi numið land í Hollandi um hundrað árum áður en okkar tímatal hófst. Fimmtíu árum fyrir Krist var landið innlimað í Rómverska heimsveldið. Þegar það leið undir lok var svæðinu skipt í nokkur konungsríki og einhver þeirra voru gefin Spánverjum að gjöf. Önnur þessara ríkja heyjuðu svo stríð við Frakkland og England.

Þau ríki sem lágu norðar stofnuðu lýðveldið Holland árið 1581. Hollendingar urðu seinna að mikilvægri sjóferða- og viðskiptaþjóð, sem eignaði sér nýlendur meðal annars á Indlandi og í Afríku. Konungsríkið Holland var svo stofnað á Vínarþinginu árið 1815. Belgía og Lúxemborg voru hluti af konungsríkinu við stofnun þess, en þau lýstu yfir sjálfstæði seinna á sömu öld. Hollendingar lýstu yfir hlutleysi í bæði fyrri og seinni heimsstyrjöldinni, en landið var samt sem áður hernumið af Þýskalandi árið 1940 og konungsfjölskyldan og ríkisstjórnin urðu að flýja til Bretlands. Holland var frelsað fimm árum seinna og sneri konungsfjölskyldan þá aftur til landsins.

Vistfræðileg fótspor

9 9 9 4

3,4

jarðarkúlur Holland

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Holland, þá þyrftum við 3,4 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

Samfélag og stjórnmál

Konungsríkið Holland er þingbundið konungsdæmi samkvæmt stjórnarskránni sem tók gildi árið 1815. Ríkisstjórnin er leidd af forsætisráðherra sem er tilnefndur af þjóðhöfðingjanum. Hollenska þinginu er skipt í tvær deildir, efri og neðri deild. Á öldum áður var Holland mikilvægt siglinga- og viðskiptaríki sem réði yfir mörgum nýlendum.

Í dag heyra þó einungis Aruba og Hollensku Antillaeyjar undir Holland. Opinbert tungumál landsins er hollenska en þar eru þó líka töluð þýska, franska og frísneska. Holland er þéttbýlasta land Evrópu, en landið er einnig þekkt fyrir að hafa mjög frjálslynda löggjöf þegar að kemur að fíkniefnum, vændi og hjónaböndum samkynhneigðra.

Lífskjör

Holland er númer af löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hagkerfi og viðskipti

Hollendingar eru viðskipta- og útflutningsþjóð með öflugan iðnað. Efnahagur landsins byggir að miklu leyti á innflutningi á hráefnum sem nýtt eru í framleiðslu til útflutnings. Iðnaðurinn er fjórðungur af vergri þjóðarframleiðslu landsins, en mikilvægustu hlutar hans eru véla- og málmiðnaður, raf-, efna- og textíliðnaður.

Á sjötta áratug síðustu aldar tóku Hollendingar þátt í að stofna Evrópska kola- og stálbandalagið, sem síðar varð Evrópusambandið (ESB).

Landbúnaður er einnig mikilvægur fyrir Hollendinga, en þeir eru ein fremsta garðyrkjuþjóð heims. Mikilvægustu náttúruauðlindir landsins eru olía og gas, sem finna má á hafsvæðum við strandlengjuna. Lega Hollands á vesturströnd Evrópu gerði Hollendingum kleift að opna verslunarleiðir sem þeir hófu snemma að nýta sér.

Þar sem viðskipti Hollands eru að miklu leyti alþjóðleg varð landið illa úti í alþjóðlegu fjármálakreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2008. Atvinnuleysi hefur þó minnkað á síðustu áratugum og hefur haldist lágt þrátt fyrir slæmt ástand á fjármálamörkuðum.

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Holland fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Atvinna

Atvinnuleysi

Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.

6 10 10 10 10 10 10 10 10 10

0,4

af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Holland

Atvinnuleysi

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

18

69 577

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Holland

Tölfræði um VLF í PPP

Lífskjör

Holland er númer af löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

Tölfræði - vannæring

Heilsa

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

10 10 10 10 10 10 10 10 10 10

10,0

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Holland

Tölfræði um drykkjarvatn

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

10 10 10 10 10 10 10 10 10 3

9,3

af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Holland

Tölfræði um bólusetningar gegn mislingum

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.

0

0,025

GII-vísitala í Holland

GII - vísitala um kynjamismunun

Loftslag

Vistfræðileg fótspor

9 9 9 4

3,4

jarðarkúlur Holland

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Holland, þá þyrftum við 3,4 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar

10 10 10 10 10 10 10 5

7,47

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Holland

Tölfræði um losun koltvísýrings á íbúa

Mannfjöldi

Íbúar

17 618 299

Fólksfjöldi Holland

Fólksfjöldi

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

10 6

1,6

Fæðingartíðni Holland

Fæðingartíðni

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4

4

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Holland

Barnadauði

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

Tölfræði um ólæsi

Kort af Holland