Fáni
Helstu tölur og staðreyndir
Höfuðborg: | Abuja |
Þjóðernishópar: | Hausa/fulani 29%, yoruba 21%, igbo 18%, ijaw 10%, kanuri 4%, ibibio 3.5%, tiv 2.5% |
Tungumál: | Enska, hausa, yoruba, igbo, fulani |
Trúarbrögð: | Múslímar 50%, kristnir 40%, hefðbundin trúarbrögð 10% |
Stjórnarform: | Sambandslýðveldi |
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: | 5 860 PPP$ |
Landafræði
Suðurhluti landsins er láglendur með hitabeltisloftslagi og regnskógi, en norðurhluti landsins er hálendi. Vegna frjósamrar jarðar er Nígería hagstætt landbúnaðarland, auk þess sem mikið er af olíu- og gaslindum í landinu. Undanfarin ár hefur olíuvinnsla leitt til mikilla og alvarlegra umhverfisvandamála, sérstaklega í óshólmum árinnar Níger. Bæði vatn, loft og jörð eru menguð, Svæði sem áður voru notuð til landbúnaðar eru nú eyðilögð vegna olíuúrgangs. Hröð skógareyðing er einnig í Nígeríu.
Saga
Fyrir 10 þúsund árum bjó fólk á því svæði sem nú heitir Nígería. Hin svokallaða Nok-menning, frá um það bil 500 f.Kr. til 200 e.Kr., er elsta járnaldarsamfélagið sem upprunnið er frá Afríku sunnan Sahara. Áður en svæðið varð nýlenda Breta í upphafi tuttugustu aldar var því skipt á milli margra ólíkra konungdæma. Landið var nýlenda Breta fram að sjálfstæði þess árið 1960. Þremur árum síðar var lýst yfir lýðveldi í Nígeríu. Árið 1967 braust út borgarastríð í landinu þegar hérað í suðaustri, Biafra, lýsti yfir sjálfstæði. Borgarastríðið kostaði mörg hundruð þúsund manns lífið, flestir dóu úr hungri. Biafra tapaði stríðinu og er enn hluti af Nígeríu, en öfl í héraðinu berjast enn fyrir sjálfstæði. Herstjórnir réðu í Nígeríu til ársins 1999 en borgaralegt stjórnvald síðan.
Vistfræðileg fótspor
0,7
Jarðarkúlur Nígería
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Nígería, þá þyrftum við 0,7 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Nígería er sambandslýðveldi þar sem forsetinn fer með ríkisvald, stjórnvald og æðsta hervald. Þrátt fyrir eflingu lýðræðis í landinu frá árinu 1999, þegar hernaðarlegt einræði leið undir lok, telst Nígeria enn vera einræðisríki. Spilling einkennir stóran hluta samfélagsins. Miklar andstæður eru innan stjórnmála, þjóðerna og trúarbragða þeirra 250 mismunandi hópa fólks sem þar er að finna. Helsti ágreiningur er um stjórnun aðfanga og pólitísk áhrif.
Töluverð spenna milli æðsta stjórnvalds og hinna 36 ríkisstjóra einkennir Nígeríu. Svæðisbundin uppþot og mótmæli eru tíð. Stjórnvöld þurfa stundum að kalla til hermenn og lögreglu við að stöðva blóðug átök milli kristinna manna og múslíma í mismunandi landshlutum. Fleiri hundruð manns hafa fallið í slíkum átökum síðastliðin ár. Frá árinu 2009 hafa hryðjuverk íslömsku samtakanna Boko Haram stórlega ógnað öryggi íbúa í norðurhlutanum.
Skammvinnar herstjórnir hafa einkennt stjórn Nígeríu frá sjálfstæði landsins, auk stjórnmálalegs óstöðugleika, valdarána, morða á stjórnmálaleiðtogum og spillingar. Nígerísk stjórnvöld eru þekkt fyrir spillingu og fyrir að myrða stjórnarandstæðinga. Alþjóðasamfélagið fordæmdi til að mynda aftöku rithöfundarins Ken Saro-Wiwa og átta annarra mannréttindasinna árið 1995. Þeir gagnrýndu allir stjórnvöld, börðust gegn spillingu og fyrir umhverfisvænni úrvinnslu olíu. Þeir börðust einnig fyrir því að stærri hluti tekna af olíuiðnaði landsins skilaði sér inn í nígerískt samfélag. Í dag fer stærstur hluti hagnaðarins í vasa alþjóðlegra fyrirtækja.
Lífskjör
161 / 188
HDI-lífskjör Nígería
Nígería er númer 161 af 188 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Árið 1960 stóðu landbúnaðarvörur undir um það bil 80 prósentum af útflutningstekjum landsins. Miklar tekjur af útflutningi á olíu á áttunda og níunda áratugnum gerðu það að verkum að landbúnaður fékk á sama tíma minni pólitískan forgang og mikið dró úr bæði útflutningi og framleiðslu. Ásamt gífurlegri fólksfjölgun hefur þetta leitt til þess að Nígería hefur undanfarin ár neyðst til þess að flytja inn landbúnaðarvörur.
Olíugeirinn er mikilvægur hluti af efnahagi landsins og hefur stækkað á síðustu árum. Olían gefur miklar ríkistekjur en engu að síður leiðir spilling, pólitískur óstöðugleiki og misskipting auðs til þess að meirihluti íbúanna býr við fátækt. Áberandi munur er á fjárhag hins fátæka, múslímska norðurhluta og hins betur setta kristna suðurhluta. Efnahagsleg óánægja er sterkur hvati átakanna í landinu.
Flestir eru háðir hefðbundnum landbúnaði, smærri viðskiptum og fábrotnum iðnaði sér til lífsviðurværis. Bandaríkin, ESB og Kína eru í dag stærstu viðskiptaríki Nígeríu. Nýir útreikningar í apríl 2014 sýndu að hagkerfi landsins er það stærsta í Afríku.