Fáni
Helstu tölur og staðreyndir
Höfuðborg: | Bern |
Þjóðernishópar: | Þjóðverjar 65%, frakkar 18%, ítalir 10%, retó-rómanir 1%, aðrir 6% |
Túngumál: | Þýska (svissnesk þýska) (opinbert) 63.7%, franska (opinbert) 20.4%, ítalska (opinbert) 6.5%, serb-króatíska 1.5%, albanska 1.3%, portúgalska 1.2%, spænska 1.1%, enska 1%, retó-rómanska (opinbert) 0.5%, annað 2.8% (árið 2000) |
Trúarbrögð: | Rómverskir-kaþólikkar 41.8%, mótmælendur 35.3%, múslimar 4.3%, orthodox1.8%, aðrir kristnir 0.4%, aðrir/óskilgreint 5.3%, ekkert 11.1% (árið 2000) |
Stjórnarform: | Lýðveldi |
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: | 83 598 PPP$ |
Landafræði
Náttúru Sviss er hægt að skipta upp í þrjú svæði: Júrafjöllin (10%), Alpana (60%) og sléttlendi (30%). Sléttlendið er í laginu eins og þríhyrningur á milli Júrafjallana, Alpanna og Rín sem þekur stærsta landbúnaðarsvæði landsins. Í Ölpunum er hæsta fjall Sviss, Doursptze sem er 4634 metrar á hæð.
Gróðurfar og flóra er fjölbreytt og einkennist af því að landið liggur innan nokkurra loftlagsbelta. Þar má finna eik-, beyki- og lerkiskóga og í Ölpunum eru stórir kastaníuskógar. Fjallaflóran er fjölbreytt og rík, og finnast margar tegundir aðeins í Ölpunum (landlæg). Gegnum Sviss renna líka nokkrar af helstu ám Evrópu og hefur landið mörg stöðuvötn.
Bæði birnir og úlfar voru algengir áður fyrr en voru ofsóttir og útrýmt. Árið 2005 varð fyrst vart við björn síðan 1904, sem hafði flust frá vaxandi ættkvísl í Norður Ítalíu, lítill úlfastofn hefur einnig komið frá Ítalíu.
Umhverfisvandamál í Sviss eru tengd mengun frá bílum, súru regni og mengun vatns frá landbúnaði. Sviss hefur á síðustu árum verið að tapa líffræðilegum fjölbreytileika sínum.
Saga
Fólk hefur búið í Sviss í 50.000 ár. Eftir að keisarinn frá Gallíu (50 f.Kr) yfirtók landið var Sviss undir rómverskri stjórn en innflytjendur voru af germönskum uppruna, Alemenn í austri, Burgundi í vestri; síðarnefndu tóku upp latneskt mál og menningu. Landinu var síðar deilt í þýska og franska hluta. Sviss var bæði undir franska og þýsk-rómverska keisaraveldinu á miðöldum.
Árið 1291 mynduðu þrjár kantónur (svæði) „bandalag“ til að standa sterkari gegn óvinum og varð það upphaf ríkisins Sviss. Upp úr 1300 gengu fleiri kantónur til liðs. Bandalagið fékk ekki fullt sjálfstæði fyrr en árið 1648, við friðarsamninga í Westfalen eftir Þrjátíu ára stríðið. Sviss var hertekið þegar Napoleonstríðin stóðu yfir en á Vínarfundinum 1815 var hlutleysi landsins viðurkennt. Hlutleysi landsins hefur orðið að meginreglu, sem hefur síðan verið mikilvæg fyrir landið, bæði í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni hélt Sviss hlutleysi sínu. Árið 1848 fékk Sviss nýja stjórnarskrá sem gerði landið miðlægt og með sameiginlega ríkisstjórn í Bern.
Vistfræðileg fótspor
2,5
jarðarkúlur Sviss
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Sviss, þá þyrftum við 2,5 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Sviss er margskipt land sem hefur bæði þýsku, frönsku og ítölsku sem opinber tungumál. Retó-rómanska, tungumál sem hefur þróast beint úr latínu er einnig varðveitt á sumum svæðum. Sviss er þekkt fyrir að hafa beint lýðræði, sem er einstakt á heimsvísu. Öll mikilvæg lög síðan 1848 hafa verið sett í kjölfar þjóðaratkvæðisgreiðslna.
Annar sérstakur þáttur í nútíma landi eins og Sviss er að konur fengu ekki fullan atkvæðisrétt í öllum kantónum fyrr en árið 1990.
Í Sviss eru um fjórðungur vinnuafls innflytjendur og á undanförnum árum hefur landið fengið neikvæða alþjóðlega athygli fyrir að hafa rasískan undirtón í stjórnmálum og fyrir hert innflytjendaeftirlit. Það hefur vakið athygli að Svisslendingar kusu að viðhalda ströngustu reglum um ríkisborgararétt og að árið 2009 bönnuðu þeir "minarets" (bænaturna í moskvum).
Sviss hefur haldið hlutleysi sínu í utanríkismálum og hafa margar alþjóðlegar stofnanir og friðarsamtök myndast þar, fyrst var það Rauði Krossinn árið 1864. SÞ hafa höfuðstöðvar sínar fyrir Evrópu í Genf.
Lífskjör
1 / 169
HDI-lífskjör Sviss
Sviss er númer 1 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Sviss er í dag eitt af ríkustu löndum heims, með lítið atvinnuleysi og mikið af hámenntuðu fólki. Svissneska hagkerfið er mjög stöðugt og hefur stækkað umtalsvert eftir stríð. Það er einkum í gegnum fjármála- og tryggingastarfsemi og ferðaþjónustu sem að Sviss þénar peninga.
Pólitískur stöðugleiki í landinu, sterki svissneski frankinn og bankaleynd (svissneskir bankar þurfa aðeins í undantekningar tilvikum að gefa upplýsingar um viðskiptavini sína) hefur leitt til öflugs fjármagsstreymis til svissneskra banka.
Stórkostlegt landslag Sviss og heimsfrægu fjöllin gera landið að einum eftirsóttasta ferðamannastað Evrópu. Á nokkrum stöðum er ferðaþjónustan undirstöðuatvinnuvegur. Evrukreppa hefur gert ferðaþjónustunni erfitt fyrir því gott hagkerfi Sviss leiðir til þess að svissneski frankinn hækkar í verði miðað við evruna.
Árið 1992 varð Sviss aðili af Alþjóða- og gjaldeyrisbankanum (IMF) og sótti ríkisstjórnin um aðild í ESB, sem var síðar hafnað með þjóðaratkvæðagreiðslu. Landið hefur síðan haft tvíhliða fríverslunarsamninga v
Tölfræði
Á þessari síðu er gildi fyrir landið Sviss fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir
Atvinna
Atvinnuleysi
Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.
0,4
af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Sviss
Fátækt
Verg landsframleiðsla (VLF) á mann
Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti
83 598
VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Sviss
Lífskjör
1 / 169
HDI-lífskjör Sviss
Sviss er númer 1 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHungur
Hlutfall íbúa sem eru vannærðir
Gögn vantar
Heilsa
Drykkjarvatn
Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni
9,7
af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Sviss
Bóluefni
Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum
9,5
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Sviss
Jafnrétti
Kynjamismunun
Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.
0,018
GII-vísitala í Sviss
Loftslag
Vistfræðileg fótspor
2,5
jarðarkúlur Sviss
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Sviss, þá þyrftum við 2,5 jarðar.
Vistfræðileg fótsporCO2-losun
Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar
4,04
fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Sviss
Mannfjöldi
Íbúar
Fólksfjöldi Sviss
Fæðingartíðni
Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast
1,5
Fæðingartíðni Sviss
Barnadauði
Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn
4
af hverjum 1000 börnum sem fæðast Sviss
Menntun
Læsi og skrifleg færni
Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi
Gögn vantar