Fáni
Helstu tölur og staðreyndir
Höfuðborg: | Damaskus |
Þjóðernishópar: | Arabar 90.3%, Kúrdar, Armenar og aðrir 9.7% |
Tungumál: | Arabíska (opinbert), kúrdískar mállýskur og armenskar mállýskur minnihlutahópa. Franska og enska eru einnig notaðar. |
Trúarbrögð: | Súnní-múslimar 74%, alavítar, drúsar og aðrir múslímskir minnihlutahópar 16%, kristnir 10%, gyðingar (lítið samfélag í Damaskus, Al Qamishli og Aleppo) |
Landafræði
Sýrland samanstendur að mestu leyti af fjöllum og sléttum sem þekja þrjá fjórðu hluta landsins. Sléttu- og fjallalandslagið er í miðju landinu, á milli raka strandsvæðisins í vestri og hálfþurra eyðimerkursvæðisins í suðausturhluta landsins. Vegna lítillar úrkomu á sléttunum hafa yfirvöld sett af stað stórt áveituverkefni til að bæta gæði lands og auka hlut landbúnaðarlands. Fráveitur og mengun frá olíu og iðnaðargeiranum, ásamt aukinni fólksfjölgun, hafa leitt til skorts á hreinu vatni. Lítil úrkoma hefur einnig orsakað vandamál tengd skógareyðingu, ofbeit, jarðvegseyðingu og eyðimerkurmyndun.
Saga
Sýrland var áður fyrr mikilvæg samgönguleið fyrir viðskipti á milli Egyptalands, Litlu-Asíu og Babylóníu, og vettvangur fólksflutninga og stríðsátaka. Frá árinu 1516 og fram til loka fyrri heimsstyrjaldarinnar var Sýrland hluti af hinu tyrkneska Ottóman-veldi. Árið 1920 var Sýrland franskt verndarsvæði og fékk sjálfstæði árið 1944. Á meðan á sex daga stríðinu stóð árið 1967 missti Sýrland Gólanhæðir til Ísraels. Sýrland gerði tilraun til að fá svæðið til baka árið 1973, en það mistókst. Samkomulagið við nágrannalandið Ísrael hefur síðan þá verið stirt. Árið 1970 tók Hafez al-Assad í arabíska sósíalistaflokknum Baath völdin í friðsamlegu valdaráni. Einræðisstjórnin hefur verið við völd síðan, þegar forsetinn lét lífið árið 2000 tók sonur hans Bashar al-Assad við forsetaembættinu. Árið 1976 tók Sýrland þátt í líbanska borgarastríðinu. Það var ekki fyrr en árið 2005 sem Sýrland dró herlið sitt út úr landinu vegna þrýstings frá alþjóðasamfélaginu og líbönsku stjórnarandstöðunni.
Vistfræðileg fótspor
0,8
jarðarkúlur Sýrland
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Sýrland, þá þyrftum við 0,8 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Formlega séð er Sýrland þingbundið lýðveldi, en í reynd hefur landinu verið stjórnað eins og einræðisríki. Valdið liggur að mestu leyti hjá forsetanum og nánustu ráðgjöfum hans í hernum og öryggissveitunum. Stjórnarandstaðan í landinu er kúguð og lítil virðing er borin fyrir mannréttindum. Sýrland hefur frá því árið 1979 verið á hryðjuverkalista Bandaríkjanna og hafa bandarísk stjórnvöld einnig sett viðskiptabann á Sýrland. Ástæða viðskiptabannsins er sú að forsetinn hefur verið sakaður um að styðja við líbönsku síjamúslimsku hernaðarsamtökin Hizbollah. Í mars árið 2011 brutust út mótmæli í Sýrlandi, þeim var beint að ríkisstjórn forseta landsins Bashar al-Assad. Mótmælendur kröfðust afsagnar Assads, lýðræðis og virðingar fyrir mannréttindum. Forsetinn hefur vikið frá lögum um neyðarástand (state of emergency) sem höfðu ríkt síðan árið 1963 og lofað pólítískum umbótum. Á sama tíma brást stjórnin harkalega við aðgerðum mótmælenda og út braust borgarastríð. Mannréttindasamtök og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum sínum yfir því að stjórnin og mótmælendur hafi notað hryðjuverk og ofbeldi gegn almennum borgurum.
Lífskjör
137 / 169
HDI-lífskjör Sýrland
Sýrland er númer 137 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Efnahagur Sýrlands og viðskipti byggjast aðallega á landbúnaði, iðnaði og olíu. Olía er mikilvægasta tekjulind landsins. Áður fyrr flutti Sýrland aðallega inn hrávörur frá öðrum löndum, en vegna aukinnar áherslu stjórnvalda á landbúnað, framleiðir og flytur Sýrland nú út eigin landbúnaðarvörur eins og bómull, ávexti og grænmeti. Stórum hluta viðskiptalífsins, þjónustugeirans og olíuiðnaðarins er stjórnað af ríkinu og er í eigu þess. Frá því á tíunda áratug síðustu aldar hafa stjórnvöld smám saman reynt að bæta efnahaginn og auka frjálslyndi, en landinu hefur ekki tekist að komast inn á heimsmarkaðinn. Næstum 60 prósent af íbúum landsins eru undir 20 ára og er atvinnuleysi á bilinu 20-25 prósent.
Tölfræði
Á þessari síðu er gildi fyrir landið Sýrland fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir
Atvinna
Atvinnuleysi
Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.
1,0
af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Sýrland
Fátækt
Verg landsframleiðsla (VLF) á mann
Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti
Gögn vantar
Lífskjör
137 / 169
HDI-lífskjör Sýrland
Sýrland er númer 137 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHungur
Hlutfall íbúa sem eru vannærðir
Gögn vantar
Heilsa
Drykkjarvatn
Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni
Gögn vantar
Bóluefni
Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum
5,9
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Sýrland
Jafnrétti
Kynjamismunun
Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.
0,477
GII-vísitala í Sýrland
Loftslag
Vistfræðileg fótspor
0,8
jarðarkúlur Sýrland
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Sýrland, þá þyrftum við 0,8 jarðar.
Vistfræðileg fótsporCO2-losun
Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar
1,21
fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Sýrland
Mannfjöldi
Íbúar
Fólksfjöldi Sýrland
Fæðingartíðni
Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast
2,7
Fæðingartíðni Sýrland
Barnadauði
Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn
22
af hverjum 1000 börnum sem fæðast Sýrland
Menntun
Læsi og skrifleg færni
Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi
8,6
af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Sýrland