Fáni

Þýskaland er fjölmennasta land Evrópu og hefur gegnt stóru hlutverki í sögu álfunnar.

Höfuðborg: Berlín
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 63 150 PPP$

Landafræði

Þýskaland samanstendur af þremur mismunandi landfræðilegum svæðum. Í norðurhlutanum er láglendi mikið og þar eru strandlengjur sem liggja að Norður- og Austurhöfunum. Fyrir miðju landinu eru fjallgarðar og til suðurs er hálendi, sem er einnig nyrsti hluti alpanna. Vegna mikils breytileika í landfræði landsins er loftslagið mjög breytilegt, en í norðri er temprað loftslag og í suðri er loftslagið einkennandi fyrir Mið-Evrópu. Vegna mismunar á hæð yfir sjávarmáli á milli landshluta er meðalhitinn einnig mjög breytilegur. Á suður-þýska hálendinu er mikill breytileiki milli árstíða, en því lengra norður sem maður heldur, því minni árstíðarmunur er.

Landslagið einkennist af ám og fljótum sem hafa verið meginástæða þess að landið hefur spilað stórt hlutverk í viðskiptalífi álfunnar. Stórir hlutar landsins glíma við mikinn mengunarvanda vegna mengunar frá stóriðjunni og hefur það leitt til súrrar rigningar og jarðvegs sem hentar illa til ræktunar. Þetta á sérstaklega við svæði í fyrrum Austur-Þýskalandi, en þar var umhverfislöggjöf mjög ábótavant.

Saga

Rómverjar stofnuðu margar nýlendur á því svæði sem kallað er Þýskaland í dag, en þeir voru hraktir burt af Frökkum á 5 öld. Frakkar réðu ríkjum á stórum svæðum í Mið-Evrópu frá því á 9. öld, en þá var landsvæðinu deilt niður í mörg minni svæði, sem í dag eru mörg af löndum Evrópu. Þýskaland varð hluti af þýsk-rómverska heimsveldinu, sem stóð að mestu leyti fram að Napóleonsstríðunum, sem hófust í byrjun 19. aldar. Það var margreynt að stofna til sambandssríkja á milli smærri konungsríkja á landsvæðinu en þær tilraunir mistókust alltaf og því var þýska heimsveldið stofnað 1871 og var Vilhjálmur I keisari þess.

Þjóðverjar réðu yfir mörgum nýlendum í Afríku sem og stórum hlutum Póllands. Heimsveldið leið undir lok eftir að Þjóðverjar biðu ósigur í fyrri heimsstyrjöldinni. Weimar-lýðveldið tók við af þýska heimsveldinu og þurftu Þjóðverjar að gefa frá sér stór landsvæði og borga gífurlega háar upphæðir í uppgjörinu eftir fyrri heimstyrjöldina. Þau skilyrði sem stjórnvöldum landsins voru þá sett gerðu það að verkum að þjóðernishyggja fékk mikinn meðbyr meðal landsmanna og vinsældir Adolfs Hitlers jukust gríðarlega upp úr 1930. Árið 1939 hófu Þjóðverjar svo seinni heimsstyrjöldina með því að ráðast inn í Pólland, en töpuðu þeirri styrjöld einnig. Eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk var landinu skipt í tvo hluta, Austur- og Vestur-Þýskaland, en þessir hlutar voru sameinaðir í eitt land að nýju árið 1990.

Vistfræðileg fótspor

9 9 8

2,8

jarðarkúlur Þýskaland

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Þýskaland, þá þyrftum við 2,8 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

Samfélag og stjórnmál

Eftir að landið var sameinað árið 1990 var stjórnarskrá Vestur-Þýskalands tekin í notkun í öllu landinu. Þar er landið skilgreint sem sambandslýðveldi sextán ríkja, sem öll hafa ákveðna sjálfsstjórn. Þjóðhöfðingi landins er forsetinn, en Kanslarinn fer þó að miklu leyti með raunveruleg völd í landinu, kanslarinn er einnig höfuð ríkisstjórnarinnar. Stærstu fylkingarnar í þýskum stjórnmálum eru Sósíal Demókratar (SPD) og Kristilegir Demókratar (CDU), en þessir flokkar hafa margoft myndað ríkisstjórn saman eftir að landið var sameinað.

Í dag er stjórnmálaástandið í Þýskalandi stöðugt, þar er lýðræði og mikil velferð. Þrátt fyrir það, sem og sameininguna, er gamla Austur-Þýskaland talsvert vanþróaðra í félagslegu og efnahagslegu samhengi en gamla Vestur-Þýskaland. Þýskaland er einn af stofnendum Evrópusambandsins og gegnir stóru hlutverki í bæði svæðisbundinni og alþjóðlegri samvinnu og samskiptum þess. Þýskaland hefur einnig byrjað að taka þátt í alþjóðlegum hernaðaraðgerðum á nýjan leik og er það í fyrsta skipti síðan í seinni heimsstyrjöldinni.

Lífskjör

Þýskaland er númer af löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hagkerfi og viðskipti

Þýskaland hefur verið eitt af stærstu hagkerfum heims allt frá stríðslokum, en einungis Japanir og Bandaríkjamenn hafa getað státað sig af stærri hagkerfum. Útflutningsgeiri landsins er gífurlega stór og vel þróaður og má rekja stærð hagkerfisins að miklu leyti til hans. Þjóðverjar framleiða margskonar vörur til útflutnings, en á meðal þeirra má nefna rafeindabúnað, tölvur, bíla og iðnaðarvélar. Náttúruauðlindir eru af skornum skammti í landinu og þarf því að flytja inn bæði orku og hráefni til framleiðslunnar. Þegar landið var sameinað var hagvöxtur mjög takmarkaður og má rekja það að miklu leyti til þess hversu mikill tilkostnaður var við að endurskipuleggja og endurnýja landsvæði í Austur-Þýskalandi og gera þau tilbúin undir nútímalegt markaðshagkerfi. Þrátt fyrir það er enn mikill munur á milli Austur- og Vestur-Þýskalands og má til dæmis nefna að atvinnuleysi er mun hærra í austurhluta landsins heldur en í vesturhluta þess.

Í byrjun 21. aldarinnar áttu Þjóðverjar í vandræðum með að uppfylla kröfur evrópska myntbandalagsins um fjárlagahalla. Eftir umfangsmiklar breytingar hafði ástandið batnað allverulega og vöxtur í landinu verið nokkuð jafn. Alþjóðlega fjármálakreppan árið 2009 skall hins vegar hart á Þýskalandi og fór landið í mikla niðursveiflu. Þýsk stjórnvöld tilkynntu árið 2010 um mesta niðurskurð í ríkisfjármálum frá seinni heimstyrjöld. Ætlunin var að spara í það minnsta 80 milljarða evra með niðurskurði í störfum hjá hinu opinbera og innan velferðarkerfisins fyrir árið 2014.

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Þýskaland fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Atvinna

Atvinnuleysi

Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.

7 10 10 10 10 10 10 10 10 10

0,3

af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Þýskaland

Atvinnuleysi

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

16

63 150

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Þýskaland

Tölfræði um VLF í PPP

Lífskjör

Þýskaland er númer af löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

Tölfræði - vannæring

Heilsa

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

10 10 10 10 10 10 10 10 10 10

10,0

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Þýskaland

Tölfræði um drykkjarvatn

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

10 10 10 10 10 10 10 10 10 7

9,7

af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Þýskaland

Tölfræði um bólusetningar gegn mislingum

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.

1

0,073

GII-vísitala í Þýskaland

GII - vísitala um kynjamismunun

Loftslag

Vistfræðileg fótspor

9 9 8

2,8

jarðarkúlur Þýskaland

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Þýskaland, þá þyrftum við 2,8 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar

10 10 10 10 10 10 10 3

7,26

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Þýskaland

Tölfræði um losun koltvísýrings á íbúa

Mannfjöldi

Íbúar

83 294 633

Fólksfjöldi Þýskaland

Fólksfjöldi

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

10 5

1,5

Fæðingartíðni Þýskaland

Fæðingartíðni

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4

4

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Þýskaland

Barnadauði

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

Tölfræði um ólæsi

Kort af Þýskaland