Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höguðborg: Niamey
Þjóðernishópar: Hausa 53%, Djerma/Songhai 21%, Tuareg 11%, Fulani 6,5%, Kanuri 6% aðrir (þar á meðal Gurmas, Arabar og Tubu) 3% (2006)
Túngumál: Franska (opinbera) Hausa, Djerma
Trúarbrögð: Múslimar 99,3%, aðrir (þar á meðal ættbálkatrúarbrögð og kristnir) 0,6%
Íbúafjöldi: 27 202 843 (2023)
Stjórnarform: Lýðveldi
Svæði: 1 267 000 km²
Gjaldmiðill: CFA franki
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 1 505 PPP$
Þjóðhátíðardagur: 18. desember

Landafræði

Stærsti hluti Níger er flatlendi, en þó eru lítil hálendissvæði þar. Meira en helmingur landsins er hluti af Sahara-eyðimörkinni til norðurs. Þar einkennist landsvæðið af sandöldum og risavöxnum steinhelllu- og klettasvæðum. Í suðri má finna hitabeltisgresjur og þar er einnig hitabeltisloftslag. Áin Níger, sem er þriðja lengsta á í Afríku, rennur í gegnum þetta svæði. Eyðimerkurvindar lama stundum flugsamgöngur og hefur rykið úr þeim fundist í Karabíska hafinu. Eyðimerkurnar fara sífellt stækkandi og því hefur ræktunarland minnkað talsvert í Níger. Vatnsskortur er einnig viðvarandi vandamál á svæðinu og hefur vatnsmagnið í ánni Níger minnkað talsvert. Á landamærum Tsjad, Níger, Nígeríu og Kamerún liggur Tsjad stöðuvatnið, sem er eitt stærsta stöðuvatn í álfunni. Vatnið sér tuttugu milljónum manna fyrir vatni, en það hefur einnig minnkað talsvert vegna þurrka.

Saga

Níger hefur verið skipt í tvo hluta frá fornu fari og hafa svæðin mismunandi menningu og sögu. Í norðri má finna samfélög hirðingja en í suðri má finna bændasamfélög. Mikil átök hafa átt sér stað á milli þjóðflokka á svæðinu í gegnum tíðina. Undir lok 19. aldar tóku Frakkar yfir hluta af Níger og árið 1922 varð landið allt að franskri nýlendu. Þegar sambandsríkið „Franska Vestur-Afríka“ leystist upp árið 1960 varð Níger að sjálfstæðu ríki undir stjórn Hamani Diori, forseta landsins. Árið 1974 stýrði herforinginn Seyni Kountché valdaráni með þeim afleiðingum að hernaðarlegt ráð tók yfir stjórn landsins. Forseta landsins var steypt af stóli, þingið var leyst upp og stjórnmálaflokkar bannaðir. Tuttugu árum seinna varð landið að lýðræðisríki og árið 1993 voru fyrstu lýðræðislegu forsetakosningar í sögu landsins haldnar.

Samfélag og stjórnmál

Níger er í grunninn lýðræðislega stjórnað lýðveldi. Forseti er kosinn í almenninum kosningum og er kjörtímabilið fimm ár. Mamadou Tandj bar sigur úr býtum í forsetakosningunum árið 1999 og var endurkjörinn fimm árum seinna. Árið 2009 reyndi hann þó að þröngva í gegn stjórnarskrárbreytingum sem gerðu honum kleift að vera enn lengur við völd. Þessar aðgerðir hans leiddu til óróleika í landinu og fordæmingu erlenda stjórnvalda. Snemma árs 2010 tók svo herinn yfir stjórn landsins.

Meðal lífslíkur í Níger eru 44 ár, sem eru með þeim lægstu í heimi. Þar er einnig kerfisbundið brotið gegn konum og þeim mismunað. Á milli 5-20% kvenna í landinu eru umskornar. Í byrjun 20. aldarinnar fóru að heyrast háværar kröfur frá hluta samfélagsins um að innleiða ætti Sharía lög í öllu ríkinu, en í íslamska hluta landins eru þau við lýði. Þó er aðskilnaður milli ríkis og kirkju í Níger í dag.

Níger er í grunninn lýðræðislega stjórnað lýðveldi. Forseti er kosinn í almenninum kosningum og er kjörtímabilið fimm ár. Mamadou Tandj bar sigur úr býtum í forsetakosningunum árið 1999 og var endurkjörinn fimm árum seinna. Árið 2009 reyndi hann þó að þröngva í gegn stjórnarskrábreytingum sem gerðu honum kleift að vera enn lengur við völd. Þessar aðgerðir hans leiddu til óróleika í landinu og fordæmingu erlenda stjórnvalda. Snemma árs 2010 tók svo herinn yfir stjórn landsins en stóð við það loforð sitt að efna til forsetakosninga ári síðar. 2011 voru svo kosningar haldnar og sigraði stjórnarandstæðingurinn Mahamadou issoufou.

Meðal lífslíkur í Níger eru 44 ár, sem eru með þeim lægstu í heimi. Þar er einnig kerfisbundið brotið gegn konum og þeim mismunað. Á milli 5-20% kvenna í landinu eru umskornar. Í byrjun 21. aldarinnar fóru að heyrast háværar kröfur frá hluta samfélagsins um að innleiða ætti Sharía lög í öllu ríkinu, en í íslamska hluta landins eru þau við lýði. Þó er aðskilnaður milli ríkis og kirkju í Níger í dag. Í Níger er töluverð hætta á hungursneyð og má lítið út af bera í matarframleiðslu og landbúnaði ef íbúar landsins eiga að hafa nægan mat.

Hagkerfi og viðskipti

Níger er eitt af fátækustu löndum heims. Meirihluti þeirra sem eru virkir í efnahagslífinu eru bændur. Í Níger má finna stærstu birgðir heimsins af úrani, sem er mikilvægasta útflutningsvara landsins. Búfénaður er þó líka mikilvæg útflutningsvara. Árið 2004 hófst vinnsla á gulli í landinu og hefur það leitt til talsverðrar aukningar í erlendri fjárfestingu i landinu. Einnig má finna talsverðar olíubirgðir í austurhluta landsins. Þrátt fyrir þetta er talið að allt að 70% af allri atvinnustarfsemi í landinu fari fram á svörtum markaði. Svarti markaðurinn er tengdur ólöglegri og óskráðri verslun í nágrannalöndunum sterkum böndum. Níger er mjög tengt Nígeríu og gerir það að verkum að efnahagsástandið ræðst af miklu leyti af efnahagsástandinu í Nígeríu, sem er stórveldið á þessu svæði.