Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Oslo
Þjóðernishópar: Norðurmenn, Samar
Túngumál: Norska, samíska
Trúarbrögð: Evangelísk-lúthersk kristni 86%, pinsemenigheter 1%, kaþólikkar 1%, aðrir kristnir hópar 2%, múslímar 2%, aðrir 8%
Stjórnarform: Stjórnarskrábundið konungsdæmi
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 114 899 PPP$

Landafræði

Strandlengja Noregs er meira en 2.500 km löng og er landið innan við 60 kílómetra breitt þar sem það er mjóst. Með strandlengjunni eru þröngir firðir og inn til landsins skógi vaxin fjöll. Loftslagið er hlýrra en búast mætti við vegna Golfstraumsins sem liggur með fram ströndinni. Það er breytilegt á milli landshluta: Í austurhluta landsins er þurrt og svalt meginlandsloftslag, en í vestri er rakara og tempraðra úthafsloftslag og í norðri er kalt heimskautaloftslag. Hluti landsins varð fyrir áhrifum frá geislavirkum kjarnorkuútgangi eftir Tsjernobyl-slysið árið 1986 og eru sum svæði enn að jafna sig af eftirköstunum. Noregur er meðal þeirra landa sem sleppir út mestu af koltvísýringi í hlutfalli við íbúafjölda. Ástæðuna má rekja til aukinnar áherslu á notkun náttúrugass, vaxandi iðnaðar og útblásturs gróðurhúsategunda sem hefur aukist smám saman undanfarin ár, en landið hefur undirritað Kyotó-bókunina um minnkun úrgangs að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2012.

Saga

Noregi var í mörg hundruð ár stjórnað af smákóngum sem réðu yfir litlum svæðum. Á 10. öld sameinaði Haraldur hárfagri landið í eitt ríki. Næstu 400 ár þar á eftir lögðu norsku konungarnir undir sig Ísland og Grænland og fóru í ránsferðir um stóra hluta Evrópu. Noregur var á þessum tíma mikið verslunarveldi. Nærri helmingur íbúa landsins lét lífið í svartadauða á miðri fjórtándu öld. Í lok 14. aldar og fram á byrjun tuttugustu aldar var Noregur í bandalagi með Danmörku og þar á eftir í bandalagi með Svíþjóð. Landið varð ekki sjálfstætt fyrr en árið 1905. Noregur var í upphafi beggja heimsstyrjaldanna hlutlaust land en varð fyrir innrás frá Þýskalandi í seinni heimsstyrjöldinni. Eftir það hætti landið að vera opinberlega hlutlaust. Eftirstríðsárin einkenndust af uppbyggingu landsins og þróun sterks velferðarkerfis. Noregur kaus að ganga ekki í Evrópubandalagið árið 1971, né í Evrópusambandið árið 1994. Þegar landið hóf olíuvinnslu árið 1972 efldist efnahagur þess gífurlega.

Samfélag og stjórnmál

Noregur er þingbundið konungsveldi, en í dag hefur konungurinn fyrst og fremst táknrænar skyldur og réttindi. Hin raunverulegu völd liggja hjá Stórþinginu sem er kosið til fjögurra ára í senn. Meirihluti Stórþingsins myndar ríkisstjórn. Noregur hefur, eins og önnur norræn lönd, sterka sósíaldemókratíska hefð. Undanfarið hafa vinsældir hægri- og miðjuflokka aukist mjög. Lífskjör í Noregi eru meðal þeirra bestu í heimi, með mjög háum framfærslukostnaði og umfangsmiklu skatta- og tollakerfi. Í landinu er vel þróað velferðarkerfi, með ókeypis menntun, góðri heilbrigðisþjónustu og góðu félags- og tryggingakerfi. Mikilvægasta umræðuefni norskra stjórnmála er nú orðið spurningin um hvernig fjármagna eigi þetta kerfi þegar olíuna þrýtur. Önnur pólitísk baráttumál eru baráttan gegn loftslagsbreytingum, fjölgun innflytjenda og hlutverk ríkisins í viðskiptalífinu.

Hagkerfi og viðskipti

Áður en olía uppgötvaðist í Norðursjó á sjöunda áratug síðustu aldar var Noregur siglinga-, landbúnaðar- og fiskveiðiþjóð og vann stærstur hluti íbúanna innan þessara atvinnugreina. Undanfarna áratugi hefur olíuiðnaðurinn ráðið yfir norsku viðskiptalífi og dregið hefur úr hefðbundnum atvinnugreinum. Efnahagsþróun hefur sveiflast í takt við olíuverð á heimsmarkaði. Til að vinna á móti áhrifum þessara sveifla stofnaði ríkið sjóð árið 1995, sem hefur það markmið að fjárfesta erlendis fyrir stærstan hluta hagnaðarins af olíuiðnaðnum. Olíutekjurnar og þróun í þjónustugeiranum hefur leitt til þess að þjóðarframleiðsla í Noregi er sú hæsta á hvern íbúa í heiminum í dag. Í dag vinnur meira en 70 prósent af íbúunum innan opinbera geirans og þjónustugeirans. Þrátt fyrir jákvæða þróun hefur landið gengið í gegnum mörg erfið tímabil undanfarin ár, einkum vegna lágs verðs á olíu og óstöðugleika í efnahagskerfi heimsins. Ríkið á enn hluta fyrirtækja í atvinnulífinu. Undanfarin ár hefur einkavæðing innan atvinnugreina eins og fjarskipta og samgangna aukist smám saman.