Slóvenía

Síðast uppfært: 20.07.2024

Slóvenía var ríkasta landið í Júgóslavíu og hefur einnig vegnað vel eftir upplausnina.

Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 50 032 PPP$

Landafræði

Slóvenía er fjallaland, í norðvestri liggur Triglav (2863m) sem er hæsta fjall landsins. Milli fjallanna liggja djúpir og breiðir dalir. Árnar Sava, Drava, Mura og Soča renna í gegnum landið. Í Slóveníu er meginlandsloftslag með heitum sumrum og köldum vetrum í innri hluta landsins, og miðjarðarhafsloftslag við ströndina. Á hæstu svæðum landsins er alpaloftslag og er næstum helmingur landsins skógi vaxinn. Í neðri hluta landsins vaxa eik- og beykiskógar sem sameinast í blönduðum skógi og ofar í landinu eru barrskógar. Enn ofar má sjá alpa graslendi. 75 tegundir spendýra, þar á meðal birnir, dádýr og gaupur, sem eru meðalstórir villikettir. Alpasteingeitin hefur einnig tekið sig upp aftur og verpa yfir 200 fuglategundir í landinu.

Umhverfisvandamál í Slóveníu eru einkum vegna mengunar frá iðnaði. Áin Sava er mikið menguð vegna úrgangs frá iðnaði og losunar á heimilissorpi en ströndin og sjórinn eru menguð vegna þungmálma og annarra kemískra efna. Skógurinn nálægt Koper hefur eyðilagst vegna súrs regns (vegna loftmengunar frá málmvinnslu og efnaverksmiðjum).

Saga

Slóvensku svæðin í Mið-Evrópu voru aldrei sjálfstæð og voru meðal annars undir stjórn Frankneska keisaradæmisins og þýskra feudal höfðingja. Á 15.öld voru öll slóvensk svæði undir stjórn Habsburg ættarinnar og varð slóvenska opinbert ritmál. Á 17.öld var slóvenskt dagblað gefið út og á 18.öld varð slóvenska hreyfingin sterkari og stjórnmálaflokkar myndaðir. Árið 1918 stofnuðu Slóvenar ríki Slóvena, Króata og Serba sem var síðar endurnefnt Júgóslavía. Slóvenar og Króatar sáu fyrir sér ríkjasamstarf með sjálfsstjórn ólíkra hópa en Serbar höfðu yfirhöndina og komu á miðstýrðu ríki. Yfirtaka Tito árið 1945 leiddi af sér sterkt kommúnískt, miðstýrt ríki. Í kjölfarið voru að minnsta kosti 10.000 Slóvenar myrtir, sakaðir um að standa gegn kommúnisma og ríkinu sjálfu. Það var svo á níunda áratugnum sem hervæðing og æ sterkari þjóðernishyggja Serba undir stjórn Slobodan Milosevic varð að lokum til upplausnar Júgóslavíu. Árið 1989 tóku Slóvenar upp lýðveldi, þrátt fyrir mikla andstöðu Serba. Samningaviðræður milli ríkjanna reyndust ekki árangursríkar og árið 1991 lýsti Slóvenía yfir sjálfstæði sínu. Serbneskar hersveitir réðust í kjölfarið inn í Slóveníu, en hörfuðu eftir 10 daga.

Samfélag og stjórnmál

Af fyrrum ríkjum Jógóslavíu hefur Slóvenía einsleitustu samsetningu íbúa og var fyrir upplausnina ríkasta og iðnvæddasta ríkið. Drnovšek, sem var forsætisráðherra samfellt frá 1994-2002, hefur fengið lof fyrir að hafa leitt vel umskipti Slóveníu frá kommúnisma til markaðshagkerfis. Eftir að Slóvenía öðlaðist sjálfstæði gekk landið í gegnum niðursveiflu, en síðan varð efnahagsleg þróun í góð.

Tengsl við Vesturlönd ástamt traustu lýðræði leiddi til þess að Slóveníu vegnaði einna best af nýju ríkjum Austur-Evrópu. Slóvenía er eina landið sem hélt þjóðaratkvæðagreislu um aðild í bæði NATO og ESB og í báðum tilvikum vildi skýr meirihluti aðild. Slóvenía varð aðili að NATO og ESB árið 2004. Evran var tekin upp árið 2007.

Spenna hefur verið í samskiptum milli Slóveníu og Króatíu vegna ágreinings um mikilvæg fiskimið í Piranbukta í Adríahafi. Þar að auki gera bæði ríkin tilkall til fjögurra lítilla smábæja.

Hagkerfi og viðskipti

Fyrir upplausn Júgóslavíu var Slóvenía ríkasta og iðnvæddasta ríkið í sambandinu. Fyrst eftir sjálfstæði landsins kom tímabundin efnahagsleg niðursveifla. Eftir nokkur ár jókst hagvöxtur landsins hratt og atvinnuleysi minnkaði. Í dag hefur Slóvenía framúrskarandi innviði og menntað vinnuafl. Atvinnugreinar í þjónustu og einkum í fjármálarekstri (bankastarfsemi og tryggingar) og ferðaþjónustu eru mikilvægar tekjur fyrir Slóveníu. Stærstu iðnaðargreinarnar eru málm- og vélaverksmiðjur, sem samsvara fjórðungi af heildarframleiðslu landsins. Landið hefur einnig sterkan rafiðnað, textíliðnað og stóriðju. Þeir framleiða meðal annars kemísk efni, matvæli, vörur úr tré, skófatnað, farartæki og fleira.

Þrátt fyrir velgengni landsins efnahagslega hafa komið upp nokkrar áskoranir. Vinnumarkaðurinn er ósveiganlegur og í strangri samkeppni við, meðal annars, Kína og Indland. Fjármálakreppan árið 2009 hafði áhrif á Slóveníu og þótt hagkerfið sé að jafna sig er atvinnuleysi ennþá í kringum 10%.

Slóvenía er í 29.sæti af 169 á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna.