Úkraína

Sist oppdatert: 16.05.2024

Úkraína er næststærsta land Evrópu og varð landið sjálfstætt árið 1991 eftir fall Sovétríkjanna. Landsmenn ganga nú í gegnum mikla erfiðleika sökum óreiðu í stjórnmálum landsins. Mikil spilling fyrirfinnst þrífst einnig í Úkraínu. Stór hluti íbúanna býr við fátækt.

Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 12 671 PPP$

Landafræði

Stærsti hluti landsins er sléttlendi sem er að meðaltali 175 metra yfir sjávarmáli. Hins vegar má nefna fjöllin á Krímskaga og lengst í vestri teygir Úkraína sig yfir að syðri hluta Karpatafjalla. Hæsta fjall landsins, Hoverla, tilheyrir Karpatafjöllum. Margar ár renna á sléttlendinu og þeirra stærst er áin Dnepr sem rennur til suðurs út í Svartahaf og skiptir landinu í tvennt.


Temprað meginlandsloftslag er í Úkraínu fyrir utan syðsta hluta Krímskagans þar sem er Miðjarðarhafsloftslag.
Helstu umhverfisvandamál í landinu má rekja til rýrnunar á vatnsgæðum, mengunar og skógarhöggs. Mengun frá iðnaði, mikil notkun á skordýraeitri og geislavirkt ofanfall eftir Tsjernobyl-slysið hefur haft áhrif á stóran hluta landsins. Mengunarstigið hefur minnkað eftir fall kommúnismans vegna þess að dregið hefur úr iðnaðarframleiðslu.

Saga

Saga Úkraínu nær aftur til ársins 4.500 fyrir krist og hafa ólíkir hópar búið á því svæði sem í dag er Úkraína. Kænugarður var undirstaða á þessu austurevrópska svæði í kringum 880 og tengdist sköpun úkraínskrar og rússneskrar sjálfsmyndar. Ríkið leystist upp í kringum 1200 þegar Mongólar réðust inn í landið. Litháar og Pólverjar ráku þá til baka um öld síðar. Pólverjar tóku við stjórn stórs hluta svæðisins við bandalag Pólverja og Litháa árið 1569.

Úkraínskir kósakkar gerðu uppreisn sem varð til þess að hluti Úkraínu féll undir rússneska stjórn og í lok 17. aldar varð svæðið undir bæði rússneskri og austurrískri stjórn. Æ fleiri vildu að Úkraína hlyti sjálfstæði og það var svo í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar og byltingarinnar í Rússlandi sem landið lýsti yfir sjálfstæði. Vesturhluti landsins var hins vegar innlimaður í Pólland eftir þriggja ára ára átök og borgarastríð og mið- og austurhluti landsins voru innlimaðir í Sovétríkin árið 1922.


Samyrkjubúskapur var innleiddur með valdi í landinu eftir að Stalín komst til valda. Menningarleg og pólisk elíta Úkraínu var einnig send á flótta.
Hungursneyð af mannavöldum leiddi á milli þriggja til sjö milljóna manna til dauða á árunum 1932-1933, auk þess sem fjöldi landsmanna lét lífið í síðari heimsstyrjöldinni. Talið er að á milli sjö og átta milljón manns hafi látið lífið í styrjöldinni og þar af um ein milljón Gyðinga.

Samfélag og stjórnmál

Úkraína varð sjálfstæð við fall Sovétríkjanna árið 1991. Forsetinn, sem er æðsti yfirmaður ríkisins og kosinn á fimm ára fresti, getur setið í tvö kjörtímabil. Þingið er með deild þar sem sitja 450 þingmenn og eru þingkosningar einnig á fimm ára fresti.

Mikið hefur gengið á í stjórnmálum landsins frá sjálfstæði. Ásakanir um svind í forsetakosningum árið 2004 leiddu til pólitískrar kreppu sem kölluð hefur verið appelsínugula byltingin. Pólitíkin í landinu hefur einkennst af baráttu um tenginguna við Rússland annars vegar og hins vegar frjálsræði í efnahagsmálum. Svæðisbundin spenna hefur líka verið mikil og hefur traust til hins pólitíska kerfis veikst m.a. vegna misnotkunar valds.

Deilan um hvort Úkraína ætti að halla sér að Rússlandi eða taka upp samstarf við Evrópusambandið varð tilefni mikilla mótmæla í hluta landsins árið 2014 (en stjórnin ákvað árið 2013 að hætta samningaviðræðum við Evrópusambandið sem staðið hafa árum saman). Viktor Janúkóvitsh, forseti landsins sem hefur verið vinhallur Rússum, hraktist frá völdum og tilkynnt var að forsetakosningar yrðu haldnar í maí 2014. Stuttu seinna streymdu rússneskir hermenn inn á Krímskaga þar sem Rússar eru með herstöð og margir af rússnesku þjóðerni búa. Eftir þjóðaratkvæðagreiðslu á Krímskaga í marsmánuði árið 2014 ákváðu stjórnvöld þar að biðja um að svæðið yrði hluti af Rússlandi. Degi síðar samþykktu rússnesk stjórnvöld þá beiðni. Rússland er eina ríkið sem hefur viðurkennt réttmæti þjóðaratkvæðagreiðslunnar og flutning Krímskagans til Rússlands. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt Rússland fyrir brot á réttindum íbúa en reynir að hindra með diplómatískum leiðum að stríð brjótist út á milli Úkraínu og Rússlands.

Hagkerfi og viðskipti

Úkraína var mjög mikilvæg fyrir hagkerfi Sovétríkjanna. Framleiðsla málma og jarðefna skiptir miklu máli í hagkerfi landsins fyrir utan landbúnað. Útflutningur samanstendur aðallega af stáli, kol, vélum og landbúnaðarafurðum. Hagkerfið hefur aukist síðustu ár en heimskreppan hafði þó haft áhrif þar á.

Kort