Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Brasilia
Þjóðernishópar: Evrópskum uppruna 47.7%, múlattar 43.1%, afrískum uppruna 7.6%, asískum uppruna 1.1% aðrir/óskilgreint 0.4% (2010)
Tungumál: Portúgalska, spænska, enska, franska
Trúarbrögð: Rómverskir-kaþólikkar 65%, mótmælendur 22.9%, andatrú 2.2%, bantu/vúdútrú 1.8%, annað/óskilgreint/ekkert 8% (2010)
Íbúafjöldi: 216 422 446 (2023)
Stjórnarform: Sambandslýðveldi
Landsvæði: 8 515 770 Km2
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 17 822 PPP$
Þjóðhátíðardagur: 7. september

Landafræði

Brasilía er fimmta stærsta land heims á eftir Rússlandi, Kanada, Kína og Bandaríkjunum. Landslag er mjög fjölbreytt með Amasón regnskóginn í norðurhlutanum en skógivaxin fjöll og hitabeltisgresjur í sunnanverðu landinu. Strandlengja Brasilíu er mjög löng. Í landinu er hitabeltisloftslag með litlum breytingum á milli sumars og veturs. Eyðing skóga er stórt umhverfisvandamál í Brasilíu og árið 2005 hafði um fimmtungur skóga landsins verið höggvinn niður. Á hverju ári eyðast 1,5 til 4 prósent regnskóganna. Ástæðuna má meðal annars rekja til námuiðnaðar og landbúnaðar. Eyðing regnskóga leiðir af sér fækkun í fjölbreyttu plöntu- og dýralífi Brasilíu og ógnar tilveru indíána á svæðinu. Loft- og vatnsmengun er einnig mikil, einkum í stóru borgunum Ríó de Janeiro og Sao Paulo.

Saga

Áður en Portúgalar gerðu Brasilíu að nýlendu sinni á 16. öld bjuggu um þrjár til fimm milljónir indíána í ólíkum ættbálkum á svæðinu. Í dag eru einungis 100.000–200.000 frumbyggjar eftir. Indíánar voru teknir til fanga og gerðir að þrælum Portúgala sem höfðu þörf fyrir vinnukrafta á sykur- og kaffiplantekrum sínum. Margir indíánanna dóu af sjúkdómum sem Portúgalar báru með sér. Í leit að vinnuafli voru milljónir þræla fluttir frá nýlendum Portúgals í Afríku til Brasilíu. Brasilía var síðasta land í heimi til að aflétta þrælahaldi árið 1888. Eftir 300 ára valdatíð Portúgala varð Brasilía sjálfstætt ríki árið 1822. Stofnað var lýðveldi með forseta sem valdhafa. Stjórnmálaástand landsins hefur verið óstöðugt og þurft að þola skipti á milli lýðræðislegra og hernaðarlegra stjórnunarhátta.

Vistfræðileg fótspor

9 5

1,5

jarðarkúlur Brasilía

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Brasilía, þá þyrftum við 1,5 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

Samfélag og stjórnmál

Dilma Rousseff er fyrsti kvenforseti Brasilíu, hún hefur gegnt embættinu frá árinu 2011.  Dilma hefur líkt og forveri hennar, Luiz Inacio Lula de Silva, verið ásökuð um spillingu og hafa langvarandi og stórvæg mótmæli átt sér stað víðsvegar um Brasilíu síðastliðin misseri

Luiz Inacio Lula de Silva, oft kallaður Lula, var fyrir það forseti Brasilíu frá árinu 2003 og sat tvö kjörtímabil. Lula er alinn upp í fátækt og er fyrrum leiðtogi verkalýðshreyfingar. Hann var fulltrúi Vinnuflokksins. Þrátt fyrir ákærur um spillingu var Lula kjörinn forseti í annað sinn í október 2006. Hann vann að réttmætari dreifingu auðs og vildi jafnframt að haldið væri úti strangri aðhaldsstefnu í efnahagsmálum. Í Brasilíu er bilið á milli ríkra og fátækra það hæsta í löndum Suður-Ameríku. Þetta er sérstaklega áberandi í borgunum þar sem stór hluti íbúa lifir í fátækrahverfum, svokölluðum favelas. Skipting jarðnæðis í Brasilíu er einnig ójöfn. Eitt prósent íbúanna á 46,2 prósent landsins og eru um 4 milljónir jarðnæðislausra vinnumanna (í sveit) í landinu. Þeir hafa komið á fót eigin stofnun sem nefnist Movimiento dos Trabalhadore Rurais Sem Terra (MST) og berst fyrir jafnari útdeilingu jarðnæðis.

Lífskjör

Brasilía er númer af löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hagkerfi og viðskipti

Í Brasilíu eru þróaður landbúnaður, iðnaður og þjónustustarfsemi. Ástandi efnahagsmála í landinu er vart hægt að líkja við ástandið í öðrum löndum latnesku Ameríku. Þrátt fyrir það berst ríkisstjórnin við háar erlendar skuldir og mikla verðbólgu. Landbúnaðarvörur eiga stærstan þátt í útflutningstekjum landsins. Brasilía er stórframleiðandi af kaffi og banönum og að auki stærsti útflutningsaðili kjúklings og nautakjöts í heimi. Aðrar mikilvægar landbúnaðarvörur eru sykurreyr, sojabaunir, tóbak, kakóbaunir, hveiti, maís og rís. Iðnaðurinn var byggður upp á níunda áratugnum þegar lögð var áhersla á fjölbreyttan vélbúnað til að vernda eigin iðnað. Á tíunda áratugnum var iðnaðurinn nútímavæddur og einkavæddur. Í dag telst Brasilía vera mikilvægasta iðnríki latnesku Ameríku og framleiðir meðal annars bíla, vélar, rafmagnsvörur, gúmmívörur, föt og vefnaðarvörur. Að auki framleiða þeir flestar sínar landbúnaðarafurðir. Stór hluti íbúa landsins vinnur í ferðaþjónustu. Brasilía á einnig talsvert af málmgrýti, eins og til að mynda járn og mangan, auk timburs. Einnig finnst mikið magn eðalsteina í landinu.

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Brasilía fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Atvinna

Atvinnuleysi

Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.

1 10 10 10 10 10 10 10 10 10

0,9

af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Brasilía

Atvinnuleysi

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

5

17 822

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Brasilía

Tölfræði um VLF í PPP

Lífskjör

Brasilía er númer af löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

Tölfræði - vannæring

Heilsa

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

10 10 10 10 10 10 10 10 7 0

8,7

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Brasilía

Tölfræði um drykkjarvatn

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

10 10 10 10 10 10 10 3 0 0

7,3

af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Brasilía

Tölfræði um bólusetningar gegn mislingum

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.

4

0,390

GII-vísitala í Brasilía

GII - vísitala um kynjamismunun

Loftslag

Vistfræðileg fótspor

9 5

1,5

jarðarkúlur Brasilía

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Brasilía, þá þyrftum við 1,5 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar

10 9

1,94

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Brasilía

Tölfræði um losun koltvísýrings á íbúa

Mannfjöldi

Íbúar

216 422 446

Fólksfjöldi Brasilía

Fólksfjöldi

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

10 6

1,6

Fæðingartíðni Brasilía

Fæðingartíðni

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14

14

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Brasilía

Barnadauði

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

10 10 10 10 10 10 10 10 10 5

9,5

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Brasilía

Tölfræði um ólæsi

Kort af Brasilía