Fáni
Helstu tölur og staðreyndir
Höfuðborg: | Bujumbura |
Þjóðernishópar: | Hútú 85%, tútsí 14%, twa 1% |
Túngumál: | Kirundi, franska, swahili |
Trúarbrögð: | Kristnir 67%, hefðbundin trúarbrögð 23%, múslímar 10% |
Íbúafjöldi: | 13 238 559 (2023) |
Stjórnarform: | Lýðveldi |
Svæði: | 27 830 km2 |
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: | 836 PPP$ |
Þjóðhátíðardagur: | 1. Júlí |
Landafræði
Búrúndi er eitt af þéttbýlustu löndum Afríku. Of lítið land er ræktanlegt miðað við íbúafjölda og hefur ofbeit og ofnýting á landinu leitt til þess að mikið af upprunalegum gróðri landsins er horfinn. Stór hluti landslagsins eru manngerðar hitabeltisgresjur. Hitabeltisregnskógur landsins er á láglendinu í vestri. Mikið mæðir á þeim litla skógi sem eftir er í landinu og berst Búrúndi við bæði jarðvegs- og skógareyðingu. Loftslagið er hitabeltisloftslag. Hitastigið er þó lægra í hálendum hlutum landsins. Tiltölulega stór hluti af Búrúndi liggur í 1500 til 2000 metra hæð yfir sjávarmáli. Landið myndar vatnaskilin milli Nílar og árkerfa Kongóar.
Saga
Í Búrúndi eru 85 prósent íbúanna af hútú-þjóðflokknum en 14 prósent eru tútsar. Áður en Búrúndi varð belgísk nýlenda var landið konungsdæmi með lénsskipulagi, stjórnað af konungi sem ávallt var tútsi. Samt sem áður var ekki lögð nein sérstök áhersla á ætterni. Það var ekki fyrr en í nýlendutíð Þjóðverja og Belga í lok 19. aldar sem áhersla var lögð á það. Bæði Þjóðverjar og Belgar hygluðu tútsum og styrktu eigin stöðu með því að etja saman ólíkum ættbálkum. Þegar landið fékk sjálfstæði árið 1962 stjórnuðu tútsar hernum og tóku þess vegna völdin. Hútúar skipulögðu ýmsa andspyrnuhópa og tókst að lokum að ná völdum í kosningum árið 1993, þar sem hútúinn Melchior Ndadaye var kjörinn forseti. Hann var myrtur stuttu seinna sem kom af stað ofbeldisöldu gegn íbúum af tútsí-ættbálknum. Tútsar svöruðu með því að drepa hundruð þúsundir hútúa og í kjölfarið komst á borgarastyrjöld sem varaði til ársins 2000. 700 þúsund Hútúar flúðu til Tansaníu í kjölfar borgarastyrjaldarinnar. Eftir lok hennar hefur Búrúndi þróast í átt pólitísks stöðugleika og í maí 2008 varð ríkisstjórnin og síðasti virki uppreisnarhópurinn, FNL, sammála um að undirrita vopnahlé. Ríkisstjórn forsetans Pierre Nkuruziza, sem var endurkosin 2010, stendur enn frammi fyrir mörgum pólitískum og fjárhagslegum áskorunum. Yfirvöld og SÞ hafa einhent sér um það langa verkefni að afvopna þúsundir hermanna og fyrrum uppreisnarmenn, sem og að stofna nýjan þjóðarher. Viðmótið gagnvart stjórn landsins eftir kosningarnar 2010 hefur samt kastað skugga á ferlið. Stjórnarandstaðan gagnrýnir forsetann fyrir að hafa viljað endurskrifa stjórnarskrána til gagns fyrir eigin stjórnmálaflokk og að hann komi í auknum mæli fram sem einræðisherra. Óttast er að kosningarnar 2015 muni valda nýrri borgarastyrjöld.
Vistfræðileg fótspor
0,5
jarðarkúlur Búrúndi
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Búrúndi, þá þyrftum við 0,5 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Árið 2005 fékk Búrúndi nýja stjórnarskrá og lögunum frá 1962 sem hygluðu tútsum var skipt út. Hin nýju lög tóku skýrt fram að forsetinn og tveir varaforsetar skyldu vera af ólíkum etnískum uppruna. 60 prósent fulltrúa í ráðherranefndinni og þinginu skyldu vera hútúar og 40 prósent tútsar. Þrjú sæti á þingi skyldu tilheyra twa-ættbálknum sem um eitt prósent íbúa Búrúndi tilheyrir. Samkvæmt nýju lögunum mátti enginn ættbálkur hafa meira en 50 prósent stöðu í hernum.
Sumarið 2010 voru haldnar kosningar og forsetinn Pierre Nkurunziza, sem hefur setið síðan, var endurkosinn. Í kjölfar kosninganna urðu óeirðir í landinu og margir óttuðust að aftur kæmi til nýrrar borgarastyrjaldar. Enn sem komið er óöruggt friðarástand.Flestir Búrúnda eru háðir fjölskyldunni og landsbygðinni vegna félagslegs öryggis. Stríðið hafði í för með sér hræðileg lífskjör fyrir íbúa. Meir en helmingur þeirra lifir í sárri fátækt og tveir þriðjuhlutar eru taldir undirnærðir. Hröð fólksfjölgun ásamt vaxandi fjölda þeirra sem snúa aftur til landsins eftir stríðsárin hefur leitt til margra átaka um landbeit og jarðarréttinda. Keðja sjúkdóma er algeng, eins og t.d. malaría og berklar. Alnæmisfaraldurinn hefur einnig bitnað mjög á Búrúndi. Á hverju ár deyja um 13 þúsund manns úr sjúkdómum vegna alnæmis. SÞ áætlar að u.þ.b. 120 þúsund börn séu foreldralaus af þeim sökum.
Lífskjör
164 / 169
HDI-lífskjör Búrúndi
Búrúndi er númer 164 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Búrúndi er eitt af fátækustu löndum heims. Ástæðu þess má rekja til borgarastyrjaldarinnar á tíunda áratugnum og mikils pólitísks óstöðugleika í landinu. Að auki eru um það bil átta prósent íbúa landsins á aldrinum 15 til 49 ára sýktir af HIV/AIDS og stöðugt fleiri smitast. Landið er háð þróunaraðstoð. Um helmingur af vergri landsframleiðslu kemur frá landbúnaði en mikið af jarðnæði er ofnotað. Kaffi er ¾ af öllum útflutningi og er efnahagsástand landsins nátengt verði á kaffi á heimsmarkaði. Þrátt fyrir vandamálin hefur vöxtur fjárhags landsins verið nokkuð stöðugur síðan á miðri 21. öld (2008 var vöxturinn 4,5 prósent). Búrúndi líður einnig fyrir það að landið er erfitt yfirferðar, grunngerð landsins er illa skipulögð og flytja þarf útflutningsvörur langar vegalengdir því það er langt frá landbúnaðarsvæðunum til hafnar við Tanganyika-vatnið. Síðustu ár hefur landið átt í erfiðleikum vegna þurrka og flóða sem skemmt hafa bæði uppskeru og samgöngukerfi.
Tölfræði
Á þessari síðu er gildi fyrir landið Búrúndi fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir
Atvinna
Atvinnuleysi
Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.
0,1
af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Búrúndi
Fátækt
Verg landsframleiðsla (VLF) á mann
Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti
836
VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Búrúndi
Lífskjör
164 / 169
HDI-lífskjör Búrúndi
Búrúndi er númer 164 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHungur
Hlutfall íbúa sem eru vannærðir
Gögn vantar
Heilsa
Drykkjarvatn
Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni
Gögn vantar
Bóluefni
Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum
9,0
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Búrúndi
Jafnrétti
Kynjamismunun
Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.
0,505
GII-vísitala í Búrúndi
Loftslag
Vistfræðileg fótspor
0,5
jarðarkúlur Búrúndi
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Búrúndi, þá þyrftum við 0,5 jarðar.
Vistfræðileg fótsporCO2-losun
Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar
0,06
fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Búrúndi
Mannfjöldi
Íbúar
Fólksfjöldi Búrúndi
Fæðingartíðni
Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast
4,9
Fæðingartíðni Búrúndi
Barnadauði
Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn
53
af hverjum 1000 börnum sem fæðast Búrúndi
Menntun
Læsi og skrifleg færni
Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi
7,6
af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Búrúndi