Fáni
Helstu tölur og staðreyndir
Höfuðborgar: | Kaupmannahöfn |
Stjórnarform: | Þingbundið konungsveldi |
Þjóðernishópar: | Norðurlandabúar 86,3%, Tyrkir 1,1%, aðrir 12,6% (stærstu hóparnir eru Pólverjar, Sýrlendingar, Þjóðverjar) (2018) |
Tungumál: | Danska, færeyska, grænlenska (Inúítamállýska) og þýska (lítill minnihluti) |
Trúarbrögð: | Kristnir 74,7%, múslímar 5,5%, aðrir 19,8% (2019) |
Gjaldmiðill: | Dönsk króna |
Þjóðhátíðardagur: | 5. júní |
Íbúafjöldi: | 5 813 302 (2021) |
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: | 74 005 PPP$ |
Landafræði
Danmörk liggur syðst af Norðurlöndunum. Landið er á stórum skaga sem nefnist Jótland og eyjahópi sem liggur fyrir austan skagann. Í eyjahópnum eru fimm hundruð eyjar, en þar af eru um það bil 79 byggðar. Sjáland, Fjón, Láland, Falstur og Borgundarhólmur (Bornholm) eru meðal helstu eyjanna. Danmörk er umlukin hafi á alla kanta nema á suðurhlið landsins, sem liggur að Þýskalandi. Vegna legu landsins er það tenging á milli meginlands Evrópu og Skandinavíu. Færeyjar og Grænland eru hluti af danska ríkinu, en bæði hafa þó heimastjórn. Í Danmörku er temprað sjávarloftslag, svalt á sumrin, milt á veturna og úrkoma allan ársins hring. Landið er að mestu flatt, en hæsta fjall þess er aðeins 147 metrar á hæð. Danmörk er eitt þéttbýlasta land Evrópu. Um það bil 30% íbúanna búa á höfuðborgarsvæðinu.
Saga
Í upphafi víkingatímans var Danmörku skipt í mörg lítil konungsríki, en fyrir rúmlega þúsund árum síðan sameinaði Haraldur Blátönn þau í eitt konungsdæmi undir hans stjórn. Landið var lengi vel stórveldi eftir það, en í kringum 1400 voru Danmörk, Svíþjóð og Noregur sameinuð undir stjórn Margrétar fyrstu Danadrottningar í sambandi sem kallað var Kalmar-sambandið. Kalmar-sambandið hélt velli allt þar til Gústaf fyrsti komst til valda og endurreisti sænska konungsríkið. Þegar miðaldir liðu undir lok missti Danmörk mikið af landsvæðum sínum. Landið var hliðhollt Frakklandi í Napóleonsstríðunum frá árinu 1807. Þegar Napóleon tapaði þurfti Danmörk að láta Noreg af hendi til Svíþjóðar í friðaruppgjörinu árið 1814. Danmörk fékk þó að halda Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Árið 1864 missti Danmörk síðan fleiri hertogadæmi til Þýskalands eftir dansk-þýska stríðið. Danmörk var hlutlaus í fyrri heimstyrjöldinni, en í þeirri seinni var landið hertekið af Þýskalandi. Þann fimmta maí árið 1945 gáfust þýsku hersveitirnar upp og hefur landið síðan verið frjálst undan erlendum yfirráðum.
Vistfræðileg fótspor
4,0
Jarðarkúlur Danmörk
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Danmörk, þá þyrftum við 4,0 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Danmörk er þingbundið konungsveldi. Drottningin hefur engin raunveruleg völd, en er samt sem áður æðsti þjóðhöfðingi landsins. Síðan árið 1972 hefur Margrét II Danadrottning verið þjóðhöfðingi landsins. Landinu er stjórnað með lýðræðislegum hætti. Framkvæmdavaldið er í höndum ríkisstjórnarinnar sem ber síðan ábyrgð gagnvart löggjafarvaldinu, en það er í höndum danska þingsins, Folketinget. Helle Thorning-Schmidt er forsætisráðherra Danmerkur fyrst kvenna og hefur hún gegnt þeirri stöðu frá árinu 2011. Danmörk hefur verið í NATO frá stofnun þess árið 1949 og í Evrópusambandinu síðan 1973. Aðildin að ESB og tengsl Danmerkur við önnur ríki innan sambandsins eru mjög mikilvæg fyrir Dani. Danmörk hefur verið einn af aðaldrifkröftunum þegar kemur að stækkun ESB og tekur virkan þátt í umræðum um framtíð sambandsins og hlutverk þess. Sambönd Danmerkur handan Atlantshafs og aðild landsins að NATO eru grundvöllur öryggismála landsins.
Lífskjör
5 / 188
HDI-lífskjör Danmörk
Danmörk er númer 5 af 188 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Danmörk er velferðarríki, þar er blandað hagkerfi og nýtir landið sér þá fríverslunarsamninga sem eru í gildi innan ESB. Danmörk varð fyrir barðinu á alþjóðlegu fjármálakreppunni sem skall á árið 2008, en er að ná sér á strik aftur eftir áfallið. Fasteignamarkaðurinn hefur náð stöðugleika, en atvinnuleysi er þó enn vaxandi. Ríkisstjórnin stendur frammi fyrir því að þurfa að grípa til óvinsælla aðgerða, til dæmis að hækka skatta til að flýta fyrir markaðsvexti. Hagkerfi Danmerkur byggir að miklu leyti á þjónustu, iðnaði og fjármálafyrirtækjum. Landbúnaður er mikilvæg atvinnugrein og flytja Danir mikið út af kjöti, fiski, eggjum, osti og smjöri. Sjávarútvegur er þeim einnig mikilvægur. Danir hafa unnið olíu og gas úr Norðursjó frá því á áttunda áratug seinustu aldar og er helmingur þess fluttur úr landi. Danir eru mjög framarlega í flokki í iðnaðarhönnun, matvæla- og húsgagnaiðnaði.