Fáni

Helstu tölur og staðreyndir
Höfuðborg: | Asmara |
Íbúafjöldi: | 3 546 421 (2020) |
Svæði: | 117.400 km2 |
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: | 1 629 PPP$ |
Þjóðhátíðardagur: | 24. maí |
Landafræði
Erítrea er lítið og þurrt strandríki sem teygir sig um það bil 1150 kílómetra frá norðri til suðurs. Láglendið í suðri liggur að hluta til undir sjávarmáli og er það hluti af Danakil-eyðimörkinni. Þar er loftslagið hlýtt og hitastigið getur farið upp undir 50°C. Landslagið einkennist af auðum steppum og eyðimerkurgróðri. Í norði er aftur á móti frjósamt hálendi sem er hluti af eþíópísku hásléttunni. Þar er loftslagið mildara og meðalhitastigið er í kringum 16°C. Skortur á vatni og miklir þurrkar eru stórt vandamál í Erítreu, eins og í öðrum löndum Austur-Afríku. Landið hefur ítrekað gengið í gegnum erfið þurrkatímabil og hefur það haft áhrif á landbúnaðinn og leitt til hungursneyða. Erítrea stendur frammi fyrir miklum umhverfisvandamálum svo sem skóga- og jarðvegseyðingu. Landið varð fyrir barðinu á miklum flóðum árið 2009 í kjölfar veðurfyrirbærisins El Niño.
Saga
Erítrea er ein af yngstu þjóðum heims. Áður var landið innlimað í mismunandi ríki en hefur nú verið sjálfstætt síðan 1993. Ítalir hertóku landið árið 1885, en voru reknir burt af Bretum í seinni heimstyrjöldinni. Erítrea var undir verndarvæng Breta fram til 1952, en þá ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að landið skyldi vera hluti af Eþíópíska keisaradæminu. Ríkjasambandið við Eþíópíu hafði í för með sér kúgun og undirokun á Erítreískri menningu og gildum. Erítrea var innlimuð í Eþíópíu árið 1962 og varð þá að eþíópísku héraði. Í kjölfar þess gerðu erítreískir þjóðernissinnar uppreisn og fylgdi þeirri uppreisn borgarastríð sem varði í þrjátíu ár. Erítrea sigraði Eþíópíu árið 1991, en árið 1998 braust út annað stríð á milli þjóðanna. Tveimur árum seinna skrifuðu þjóðirnar tvær undir friðarsáttmála, en þá höfðu 100.000 manns látið lífið. Stríðið við Eþíópíu setti stórt skarð í viðskiptalíf landsins og er Erítrea nú háð fjárhagslegum stuðningi frá öðrum löndum.
Vistfræðileg fótspor

0,4
jarðarkúlur Erítrea
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Erítrea, þá þyrftum við 0.72 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Í Erítreu er aðeins einn löglegur stjórnmálaflokkur, „People's Front for Democracy and Justice“, og fer hann með stjórn í landinu. Fyrsti, og hingað til eini, forseti landsins er Afwerki Isaias, en hann var frelsisleiðtogi landsins í borgarastyrjöldinni við Eþíópíu. Enn eru óleystar landamæradeilur á milli Erítreu og Eþíópíu og á það stóran þátt í að hefta lýðræðislega og efnahagslega þróun í landinu. Almennar kosningar hafa lengi verið í bígerð, en sem stendur hefur þeim verið frestað um óákveðinn tíma. Þegar Erítrea varð sjálfstætt ríki var gerð stjórnarskrá sem hefur ekki enn verið tekin í gildi. Í landinu ríkir bráðabirgðaríkisstjórn og er pólitísk andstaða ekki leyfð. Bæði trúfrelsi og tjáningafrelsi er takmarkað. Allir fjölmiðlar eru í eigu ríkisins og stjórnað af því. Þrátt fyrir erfið skilyrði hafa nokkrar umbætur verið gerðar, vegakerfið hefur verið lagfært og endurbætt, auk þess sem vatnsleiðslur hafa verið byggðar. Í landinu eru ýmis félagsleg vandamál, en ólæsi er útbreytt og hlutfall atvinnulausra er hátt. Umskurður kvenna er einnig mjög útbreiddur, talið er að um 95% kvenna í landinu hafi verið umskornar.
Lífskjör

174 / 192
HDI-lífskjör Erítrea
Erítrea er númer 174 af 192 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Síðan Erítrea fékk sjálfstæði frá Eþíópíu hefur landið átt við slæman efnahag að stríða og er það meðal þeirra fátækustu í heiminum. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að vera sjálfbjarga og hefur það haft í för með sér að landið er ekki háð útflutningi eða verslun við erlenda aðila. Því eru takmarkanir á erlendum fjárfestingum í atvinnulífi landsins sem og á störfum hjálparsamtaka. Meira er lagt upp úr þjóðnýtingu heldur en einkavæðingu í atvinnulífinu og sést það best á því að flokkurinn, herinn og ríkið koma að nánast allri atvinnustarfsemi að einhverju leyti. Hagkerfið byggir mestmegnis á landbúnaði, en talið er að um það bil 80% landsmanna starfi við landbúnað. Sú staðreynd gerir landið afar berskjaldað þar sem þurrkar eru algengir á svæðinu. Erítrea á miklar auðlindir í jörðu, þar á meðal gull, kopar, sink, járn, magnesíum og marmara. Talið er að tekjur af vinnslu þessara auðlinda gætu verið verulegar, en þó er lítið unnið úr þeim enn sem komið er. Yfirvöld landsins hafa tilkynnt að þau ætli að notfæra sér verðstjórnun og vaxtaaðlaganir til að ná stjórn á efnahagsástandinu.
Tölfræði
Á þessari síðu er gildi fyrir landið Erítrea fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir
Atvinna
Atvinnuleysi
Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.










0,7
af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Erítrea
Fátækt
Verg landsframleiðsla (VLF) á mann
Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

1 629
VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Erítrea
Lífskjör

174 / 192
HDI-lífskjör Erítrea
Erítrea er númer 174 af 192 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHungur
Hlutfall íbúa sem eru vannærðir
Heilsa
Drykkjarvatn
Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni
Bóluefni
Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum










9,3
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Erítrea
Jafnrétti
Kynjamismunun
Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.
Loftslag
Vistfræðileg fótspor

0,4
jarðarkúlur Erítrea
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Erítrea, þá þyrftum við 0.72 jarðar.
Vistfræðileg fótsporCO2-losun
Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar

0,20
fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Erítrea
Mannfjöldi
Íbúar
Fólksfjöldi Erítrea
Fæðingartíðni
Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast




3,6
Fæðingartíðni Erítrea
Barnadauði
Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn






































38
af hverjum 1000 börnum sem fæðast Erítrea
Menntun
Læsi og skrifleg færni
Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi










7,7
af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Erítrea