Fáni
Helstu tölur og staðreyndir
Höfuðborg: | Addis Abeba |
Þjóðernishópar: | Oromo 32.1%, amara 30.1%, tigraway 6.2%, Sómalar 5.9%, guragie 4.3%, sidama 3.5%, welaita 2.4%, aðrir 15.4% (1994) |
Túngumál: | Amarigna, oromigna, tigrigna, somaligna, guaragigna, sidamigna, hadiyigna, enska |
Trúarbrögð: | Kristnir 60.8%, múslímar 32.8%,hefðbundin trúarbrögð 4.6%, aðrir/óskilgreint/ekkert 1.8% (1994) |
Íbúafjöldi: | 110 871 031 (2021) |
Stórnarform: | Sambandslýðveldi |
Svæði: | 1 104 300 km2 |
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: | 2 812 PPP$ |
Nationaldag: | 28. maj |
Landafræði
Eþíópía er fátækt landbúnaðarland með háum fjallasléttum og djúpum dölum. Á svæðinu eru nokkur virk eldfjöll. Hálendið, sem er meirihluti landsins, er að mestu myndað úr hraunum. Í fjöllunum er svalt loftslag, að öðru leyti er heitt í Eþíópíu og loftslagið er heittemprað. Úrkomumagnið er breytilegt frá ári til árs, nokkur svæði Eþíópíu eru mjög viðkvæm fyrir þurrkum. Íbúar Eþíópíu búa við þurrka með jöfnu millibili, sem hefur í för með sér hungursneyð þegar uppskera bregst. Afleiðing ofbeitar og skógarhöggs er jarðvegseyðing, sem er stórt vandamál, auk skorts á vatni.
Saga
Eþíópía var hernumin af Ítölum á árunum 1936 til 1941, og í bandalagi með Erítreu frá 1952. Í valdaráni árið 1974 var konungi landsins steypt af stóli og herforingjastjórn sem studd var af Sovétríkjunum og Kúbu lýsti yfir sósíalísku lýðveldi í Eþíópíu. Stuttu seinna komst hinn hataði Mengista til valda. Árið 1991 tókst erítresku frelsishreyfingunni EPLF og eþíópísku uppreisnarhreyfingunni EPRDM í sameiningu að fella veldi Mengistus. Sem liður í samkomulagi milli uppreisnarmannanna var lýst yfir sjálfstæði Erítreu árið 1993. Þó tókst ekki að fastsetja landamærin á milli landanna tveggja, sem átti eftir að reynast örlagaríkt. Ósamkomulagið um landamærin á milli Eþíópíu og Erítreu kostaði 80.000 manns lífið á árunum frá 1998 til 2000 í átökum sem standa enn yfir. Málið er í sjálfheldu vegna þess að bæði löndin gera kröfu til lítils fjallasvæðis, og trúlega einnig vegna þess að Eþíópía vill fá aðgang að hafi. Eftir sjálfstæði Erítreu nær Eþíópía hvergi að sjó.
Vistfræðileg fótspor
0,6
Jarðarkúlur Eþíópía
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Eþíópía, þá þyrftum við 0,6 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Nýja stjórnarskráin frá árinu 1995 gerði Eþíópíu að ættflokkalýðveldi og ættbálkar hafa rétt á að slíta sig frá landinu. Ýmsir telja að þessi tegund stjórnmála hafi leitt til vaxandi spennu á milli ólíkra þjóðernishópa undanfarin ár. Margir eru nú hræddir um að spennan muni skipta Eþíópíu upp í mörg minni ríki.
Lífskjör
172 / 188
HDI-lífskjör Eþíópía
Eþíópía er númer 172 af 188 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Þrátt fyrir að Eþíópía búi yfir stærstu og ríkustu auðlindum í Afríku, er það einnig eitt af vanþróuðustu löndum heims. Stjórnmálaástand í landinu hefur komið í veg fyrir uppbyggingu. Þetta hefur verið slæmt fyrir landbúnaðinn auk þess sem þetta hefur valdið því að erfitt hefur reynst að vinna úr miklum hráefnaauðlindum landsins. Næstum helmingur af vergri landsframleiðslu Eþíópíu eru tekjur af landbúnaði, þar af er kaffi mikilvægasta útflutningsvaran. Að auki framleiðir og flytur landið út bómull, sykurreyr og hina mildu eiturlyfjaplöntu „khat“. Vegna mikilvægis landbúnaðar fyrir hagkerfi Eþíópíu er landið sérstaklega berskjaldað fyrir þurrkatímum sem oft herja á landið. Eþíópía er í dag háð aðstoð og lánum frá Vesturlöndum. Árið 2002 samsvaraði heildar þróunarskuld landsins 2/3 af vergri landsframleiðslu. Jafnvel þó að þróunaraðstoð frá mörgum vestrænum löndum hafi aukist hafa stríð, þurrkar og innanríkisátök gert efnahagsvexti erfitt um vik.