Fáni
Höfuðborg: | Yamoussoukro |
Þjóðernishópar: | Akan 28,8%, gur 16,1%, mande 21,4 %, krou 8,5%, uspecificerede 0,9%, aðrir 24,2% (2014) |
Túngumál: | Franska, yfir 60 mállýskur |
Trúarbrögð: | Múslímar 35-40%, hefðbundin trúarbrögð 25-40%, kristnir 20-30% (2001) |
Íbúafjöldi: | 27 742 301 (2022) |
Stjórnarform: | Lýðveldi |
Svæði: | 322 463 km2 |
Bruttonationalindkomst per indbygger: | 6 538 PPP$ |
Þjóðhátíðardagur: | 7. ágúst |
Landafræði
Fílabeinsströndin liggur við Gíneuflóa og er strandlengjan um 480 kílómetra löng. Landið hefur yfir að ráða miklum náttúruauðlindum og þar er stundaður fjölbreyttur landbúnaður. Fílabeinsströndin hefur lengi verið stórútflytjandi hitabeltistimburs og er eitt þeirra landa í heiminum þar sem eyðing skóga er hvað hröðust. Rányrkjan hefur leitt til þess að meirihluti regnskógarins í sunnanverðu landinu hefur verið höggvinn niður. Í lok níunda áratugar síðustu aldar hófst gróðursetning skóga og verndun þeirra. Samt sem áður hefur skógarhögg haldið áfram í norðurhluta landsins, sem hefur verið án stjórnar ríkisins frá árinu 2002.
Saga
Það var trúlega upplausn Ganaríkis sem leiddi til þess að á 13. öld flykktust stórir hópar fólks frá austri þangað sem síðar nefndist Fílabeinsströndin. Á svipuðum tíma sáu innflytjendur að norðan til þess að íslam næði fótfestu í norðurhéruðunum. Í suðri voru stofnuð nokkur ríki, mikilvægust þeirra voru Agni- og Abrong-konungsdæmin. Fílabeinsströndin varð frönsk nýlenda árið 1893 en andspyrnan gegn nýlenduherrunum var sterk. Það var ekki fyrr en árið 1917 sem Frökkum tókst að leggja allt svæðið undir sig og stjórnuðu þeir landinu fram að sjálfstæði þess árið 1960. Næstu þrjátíu árin var Fílabeinsströndin eitt af ríkustu löndum Afríku, einkum vegna kakóútflutnings. Stofnaðar voru stórar plantekrur og erlendir verkamenn streymdu að, sérstaklega frá Búrkína Fasó og Malí.
Vistfræðileg fótspor
0,8
jarðarkúlur Fílabeinsströndin
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Fílabeinsströndin, þá þyrftum við 0,8 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Félix Houphouët-Boigny leiddi landið frá sjálfstæði þess og þar til hann dó árið 1993. Flokkur hans var eini leyfði stjórnmálaflokkurinn fram til ársins 1990. Í hinni pólitísku valdabaráttu sem fylgdi í kjölfar dauða Houphouët-Boignys notuðu margir stjórnmálamenn sér þjóðernishyggju til að ná atkvæðum. Þetta leiddi til spennu á milli þeirra sem kölluðu sig „ekta“ Fílabeinsstrendinga annars vegar og erlendra verkamanna og afkomenda þeirra hins vegar. Þjóðerniskenndin, sem var sterkust meðal kristinna íbúa, náði einnig til hinna mörgu múslíma í landinu sem eru aðallega í norðurhlutanum. Nokkrir stjórnmálamenn lögðu til að skerða borgaraleg réttindi þeirra sem leiddi til umfangsmikilla mótmæla. Átökin efldust þegar við tóku efnahagserfiðleikar og árið 2002 braust út borgarastyrjöld. Landinu var skipt í tvennt og er norðurhluta Fílabeinsstrandarinnar stjórnað af múslimskum uppreisnarhópum en suðurhlutanum er stjórnað af ríkisstjórninni.
Lífskjör
146 / 169
HDI-lífskjör Fílabeinsströndin
Fílabeinsströndin er númer 146 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Landbúnaður er burðarstoð í efnahag Fílabeinsstrandarinnar, landið var lengi stærsti útflytjandi á bæði kaffi og kakói. Um helmingur vinnuafls í landinu vinnur við landbúnað, sem stendur að baki um þremur fjórðu hlutum af útflutningstekjunum. Í suðri eru stórar plantekrur reknar af erlendum fjárfestum sem rækta kaffi, kakó og banana, en í norðri smábændur sem framleiða maís, durum og hnetur. Vegna átakanna sem varað hafa undanfarin ár hafa margir erlendir verkamenn yfirgefið landið. Það hefur haft neikvæðar afleiðingar fyrir stóru plantekrurnar sem berjast nú um vinnuaflið.
Tölfræði
Á þessari síðu er gildi fyrir landið Fílabeinsströndin fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir
Atvinna
Atvinnuleysi
Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.
0,3
af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Fílabeinsströndin
Fátækt
Verg landsframleiðsla (VLF) á mann
Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti
6 538
VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Fílabeinsströndin
Lífskjör
146 / 169
HDI-lífskjör Fílabeinsströndin
Fílabeinsströndin er númer 146 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHungur
Hlutfall íbúa sem eru vannærðir
1,5
Hlutfall vannærðra íbúa Fílabeinsströndin
Heilsa
Drykkjarvatn
Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni
4,4
af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Fílabeinsströndin
Bóluefni
Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum
6,8
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Fílabeinsströndin
Jafnrétti
Kynjamismunun
Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.
0,613
GII-vísitala í Fílabeinsströndin
Loftslag
Vistfræðileg fótspor
0,8
jarðarkúlur Fílabeinsströndin
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Fílabeinsströndin, þá þyrftum við 0,8 jarðar.
Vistfræðileg fótsporCO2-losun
Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar
0,41
fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Fílabeinsströndin
Mannfjöldi
Íbúar
Fólksfjöldi Fílabeinsströndin
Fæðingartíðni
Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast
4,3
Fæðingartíðni Fílabeinsströndin
Barnadauði
Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn
75
af hverjum 1000 börnum sem fæðast Fílabeinsströndin
Menntun
Læsi og skrifleg færni
Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi
9,0
af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Fílabeinsströndin